Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

21. fundur 08. október 2015 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Skráningar- og innritunarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1505017Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 21.05.2015 frestaði nefndin afgreiðslu á nýjum skráningar- og innritunarreglum Leikskóla Fjallabyggðar til næsta fundar.

Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar lagði leikskólastjóri áherslu á að ljúka þyrfti yfirferð á innritunarreglum og viðmiðunarreglum fyrir sérkennslu.

Lögð fram drög að nýjum skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu og frístundanefnd samþykkir drög að skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.

2.Starfsreglur um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1505018Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinna mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 21.05.2015 frestaði nefndin ákvörðun um starfsreglur um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar til næsta fundar.

Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar lagði leikskólastjóri áherslu á að ljúka þyrfti yfirferð á innritunarreglum og viðmiðunarreglum fyrir sérkennslu.

Lögð fram drög að starfsreglum um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir starfsreglur um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.

3.Leikskálar, hönnun viðbyggingar

Málsnúmer 1503043Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

410. fundur bæjarráðs, 28. september 2015. vísaði uppfærðri tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði leikskóla við Brekkugötu á Siglufirði til fræðslu- og frístundanefndar.

Lögð fram uppfærð tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga B verði fyrir valinu og vonast til að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er.

4.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags skólaárið 2015-2016

Málsnúmer 1509072Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

5.Ungmennaráð Fjallabyggðar 2015-2016

Málsnúmer 1503041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilnefning í ungmennaráð sem samþykkt var í bæjarstjórn.

Frá Grunnskóla Fjallabyggðar
Tinna Kristjánsdóttir, 10. bekk og Anna Día Baldvinsdóttir 9. bekk.
Til vara Helga Dís Magnúsdóttir, 10. bekk og Árni Haukur Þorgeirsson 9. bekk.

Frá Menntaskólanum á Tröllaskaga
Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason.
Til vara Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Jón Áki Friðþjófsson.

Frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar
Vaka Rán Þórisdóttir.
Til vara Erla Marý Sigurpálsdóttir.

Fræðslu- og frístundanefnd fagnar skipan ungmennaráðs og leggur áherslu á að ráðið verði kallað saman við fyrsta tækifæri.

6.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úthlutun á frítímum til aðildarfélaga ÚÍF í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir úthlutun á frítímum fyrir sitt leyti.

7.Samningur um sálfræðiþjónustu

Málsnúmer 1509018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um sálfræðiþjónustu 2015-2016.

Fræðslu og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

8.Samningur um greiðslur til foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2015-2016

Málsnúmer 1510006Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um greiðslur til foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2015-2016.

Afgreiðslu frestað.

9.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1510025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema við Grunnskóla Fjallabyggðar. Hafnarfjarðarkaupstaður hefur samþykkt að greiða skólakostnað vegna námsvistar samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsóknina.

10.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1510026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema við Grunnskóla Fjallabyggðar. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að greiða sérkennslu og skólakostnað vegna námsvistar samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsóknina.

Fundi slitið.