Bæjarráð Fjallabyggðar

416. fundur 03. nóvember 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Leikskálar, hönnun viðbyggingar

Málsnúmer 1503043Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun Mannvits á hönnun burðarvirkja, raflagna, lagna og loftræstingar fyrir leikskólann Leikskála, að upphæð kr. 4,7 millj.

Bæjarráð samþykkir að Mannviti verði falið verkið og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

2.Reglubundin skoðun - Vigtarskúr

Málsnúmer 1510110Vakta málsnúmer

Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var samþykkt að óska eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrslu Vinnueftirlitsins með úrbætur í huga.

Umsögn lögð fram.

Fram kemur að búið er að leysa vandamál með lykt í vigtarskúr og að fulltrúi Vinnueftirlitsins sé sáttur við áform bæjaryfirvalda varðandi aðstöðu og aðbúnað starfsmanna.

3.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er varðar akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

4.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að þarfalýsingu vegna vátrygginga Fjallabyggðar.
Endanleg útboðsgögn verða lögð fyrir bæjarráð.

5.Aðalfundur Flokkun Eyjafjörður - 2015

Málsnúmer 1510116Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar hjá Flokkun Eyjafjarðar, þriðjudaginn 10. nóvember 2015.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði forseti bæjarstjórnar Ríkharður Hólm Sigurðsson.

6.Aflraunamótið Norðurlands Jakinn 15. - 17. ágúst 2016

Málsnúmer 1510107Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um styrk frá Félagi íslenskra kraftamanna, dagsett 26. október 2015, vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins dagana 15. - 17. ágúst 2016 víðsvegar um Norðurland. Gera á sjónvarpsþátt um keppnina.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

7.Ályktanir og samþykktir Aðalfundar Eyþings 2015

Málsnúmer 1510104Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir og samþykktir aðalfundar Eyþings 2015, haldinn í Hörgársveit 9. og 10. október 2015.
Einnig breyttar samþykktir Menningarráðs Eyþings.

8.Dagur leikskólans og Orðsporið 2016

Málsnúmer 1510118Vakta málsnúmer

Starfshópur um dag leikskólans vekur athygli á og hvetur með bréfi sínu, dagsettu 27. október 2015, til þess að hugað sé að Degi leikskólans 5. febrúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

9.Kerfisáætlun Landsnets - fundur 10. nóvember nk.

Málsnúmer 1510119Vakta málsnúmer

Í september var haldinn fundur á Siglufirði, með Landsneti og fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra, um kerfisáætlun Landsnets. Ákveðið var í áframhaldi að hittast á 2 mánaða fresti í vetur. Atvinnuþróunarfélögin á svæðinu myndu boða til funda.
Í samráði Atvinnuþróunarfélaganna og Landsnets hefur verið ákveðið að boða til næsta fundar þriðjudaginn 10. nóvember í Varmahlíð.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki fundinn f.h. Fjallabyggðar.

10.Móttaka flóttafólks og sveitarfélög

Málsnúmer 1509004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dags. 6. október 2015, um mótttöku sveitarfélaga á flóttamönnum, ásamt fylgiskjölum:
1. Bréf sambandsins til velferðar- og innanríkisráðuneyta, dags. 29. september sl.
2. Minnisblað til stjórnar sambandsins, dags. 9. september sl.
3. Norræn samantekt um málefni flóttamanna, dags. 9. september sl.

Í bréfi sambandsins er kynnt samþykkt stjórnar sambandsins frá fundi 11. september sl. um stuðning og hagsmunagæslu sambandsins vegna móttöku sveitarfélaga á flóttamönnum og sveitarfélögum er boðið að tilnefna fulltrúa í samráðshóp um málið.

11.Snjóflóðavarnir Siglufirði - Stoðvirki 3. áfangi

Málsnúmer 1407070Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur milli Fjallabyggðar og Köfunarþjónustunnar ehf, vegna uppsetningar á stoðvirkjum í Fífladölum ofan byggðar á Siglufirði á tímabilinu ágúst 2015 til september 2018.

Fundi slitið.