Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19.08.2014

Í kjölfar útboðs á vátryggingum fyrir Fjallabyggð 2009, í umsjón Ríkiskaupa, var samið við Sjóvá Almennar tryggingar hf.
Samningurinn var til þriggja ára með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, sem sveitarfélagið nýtti sér.

Bæjarráð samþykkir að bjóða út vátryggingar fyrir Fjallabyggð frá 1. janúar 2015 og felur deildarstjóra  stjórnsýslu- og fjármála að leita til Ríkiskaupa með umsjón með útboðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 07.10.2014

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tíma- og kostnaðaráætlun vegna útboðs á vátryggingum fyrir Fjallabyggð og felur Ríkiskaupum að taka verkefnið að sér.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11.12.2014

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
Þar sem ekki næst að bjóða út tryggingarnar og ganga frá samningum fyrir áramót, óskar deildarstjóri eftir því að útboði verði frestað til næsta vors og að samið verði um skammtímaframlengingu í eitt ár við núverandi tryggingafélag.

Bæjarráð samþykkir fram komna ósk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Tekin til umræðu útboð á vátryggingum.

Bæjarráð leggur áherslu á að hraða útboði sem mögulegt er og leggur til að teknar verði upp viðræður við Consello, varðandi umsjón og undirbúning útboðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20.10.2015

Lögð fram drög að ráðgjafasamningi í tengslum við útboð á vátryggingum Fjallabyggðar við Consello ehf.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 03.11.2015

Lögð fram til kynningar drög að þarfalýsingu vegna vátrygginga Fjallabyggðar.
Endanleg útboðsgögn verða lögð fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 09.11.2015

Lögð fram útboðslýsing vegna vátrygginga Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 08.12.2015

Útboðsgögn í vátryggingar fyrir Fjallabyggð voru opnuð kl. 14:00 þann 26.11.2015.
Niðurstöður útboðs voru:

Sjóvá
9.041.166 kr.
TM
13.132.769 kr.
VÍS
9.045.695 kr.

Munurinn á Sjóvá og VÍS var 0,05%.
Öll félög buðu uppá forvarnaráætlun og vaxtalausar greiðslur.

Lagt fram minnisblað ráðgjafa Fjallabyggðar í útboðinu.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sjóvár.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur um vátryggingar Fjallabyggðar við Sjóvá-Almennar tryggingar hf, dagsettur 28. janúar 2016.