Bæjarráð Fjallabyggðar

411. fundur 06. október 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála vék einnig af fundi undir þessum dagskrárlið.

119. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. september 2015, tók til umfjöllunar tillögu að skipulagsbreytingum á stjórnsýslu Fjallabyggðar.

Í tillögu kom fram að í stað þriggja deilda verði deildirnar fjórar:

a. Stjórnsýslu- og fjármáladeild
b. Tæknideild
c. Félagsmáladeild
d. Fræðslu-, frístunda- og menningardeild

Ráðinn verði nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningardeildar.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera drög að starfslýsingu nýs deildarstjóra.

2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 1509024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsóknarbréf til kynningar fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð.

3.Kirkjugarður Siglufirði, verðkönnun

Málsnúmer 1509096Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til þess að gera verðkönnun vegna framkvæmda í Kirkjugarðinum á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir heimild til gerðar verðkönnunar.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2015.

Samkvæmt tillögu er gert ráð fyrir rekstrarbreytingum að upphæð kr. -445.000 og efnahagsbreytingum að upphæð kr. 31.148.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

5.Yfirtaka Fjallabyggðar á Siglufjarðarflugvelli

Málsnúmer 1510001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Isavia um yfirtöku Fjallabyggðar á mannvirkjum Siglufjarðarflugvallar, dagsett 28. september 2015.

Bæjarráð telur drög Isavia að samkomulagi ófullnægjandi og ekki í samræmi við það sem hefur farið á milli aðila í málinu og felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum.

6.Bakvaktir Slökkviliðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1309050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dagsett 25. september 2015, er varðar vanefndir á kjarasamningsbundnum launum til slökkviliðsmanna.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við LSS.

7.Beiðni um aukið fjármagn 2015 og ósk um loftræstingu í skólaeldhús

Málsnúmer 1510005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 1. október 2015, þar sem óskað er eftir auknu fjármagni til að ráða stuðningsfulltrúa og starfskraft í lengda viðveru. Einnig er óskað eftir úrbótum í loftræstingu í skólaeldhúsi skólahúsnæðisins í Ólafsfirði.

Bæjarráð vísar úrbótum í loftræstingu í skólaeldhúsi til umsagnar deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir ráðningu á stuðningsfulltrúa og starfskraft í lengda viðveru til áramóta.
Bæjarráð felur skólastjóra að mæta auknum launaútgjöldum með hagræðingu í rekstri og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.

8.Norðurtún 23 - Flóð frá varnargörðum við Bola

Málsnúmer 1508040Vakta málsnúmer

Tilboð í endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola voru opnuð föstudaginn 2. október 2015.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. kr. 1.432.000
Smári ehf. kr. 2.170.000
Kostnaðaráætlun var kr. 1.980.000

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar að samið verði við Bás ehf.

9.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026

Málsnúmer 1509073Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026, sem leggja þarf fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst til kynningar í Lögbirtingablaðinu og í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. og gefinn frestur til 3. júlí til að koma athugasemdum á framfæri.
Verkefnisstjórn hefur nú farið yfir þær ábendingar sem bárust og gert tilsvarandi breytingar á áætluninni eftir því sem þörf var talin á.
Eina efnislega breytingin sem gerð hefur verið, frá þeirri tillögu sem send var til sveitarstjórna í sumarbyrjun, felst í umfjöllun um brennslustöðvar fyrir dýraleifar.

Hlutaðeigandi sveitarstjórnir þurfa að staðfesta svæðisáætlunina í samræmi við 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum. Þegar allar sveitarstjórnir á svæðinu hafa samþykkt áætlunina verður gengið frá endanlegri útgáfu þar sem dagsetningar samþykkta einstakra sveitarstjórna koma m.a. fram.

Svæðisáætlunin inniheldur m.a. allítarlegt yfirlit yfir stöðu úrgangsmála í hverju sveitarfélagi um sig og á starfssvæðum einstakra sorpsamlaga. Þar eru einnig settar fram megináherslur sveitarfélaga á Norðurlandi í úrgangsmálum fram til ársins 2026.

10.16. mál til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs

Málsnúmer 1509103Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál.

Lagt fram til kynningar.

11.Aflið - styrkbeiðni

Málsnúmer 1509099Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni, dagsett 24. september 2015, vegna reksturs Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

12.Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

Málsnúmer 1509100Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Heimilis og skóla þar sem farið er fram á það við sveitarfélög landsins, að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

13.Fyrirspurn um möguleg kaup og framtíðaráform íþróttamiðstöðvarinnar að Hóli í Siglufirði.

Málsnúmer 1505032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, til Logos lögmannsþjónustu, dagsett 21. september 2015, við fyrirspurn um möguleg kaup á íþróttamiðstöðinni Hóli í Siglufirði.
Þar kemur m.a. fram að fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF sem haldinn þann 9. september sl. komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri vilji að svo stöddu til að gera breytingar á starfsemi Hóls.

14.Ósk um viðbótarframlag vegna reksturs golfvallarins í Ólafsfirði

Málsnúmer 1509097Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar, dagsett 24. september 2015, um viðbótarframlag vegna reksturs golfvallarins í Ólafsfirði, 2015.

Bæjarráð samþykkir framlag að upphæð 550 þúsund og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

15.Tjarnarborg v/konukvölds

Málsnúmer 1509098Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá skipuleggjanda konukvölds í Tjarnarborg 3. október s.l. til styrktar Krabbameinsfélaginu, um styrk á móti leigu.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 20.000 sem komi til lækkunar reiknings frá Tjarnarborg.

16.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408008Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu útboð á vátryggingum.

Bæjarráð leggur áherslu á að hraða útboði sem mögulegt er og leggur til að teknar verði upp viðræður við Consello, varðandi umsjón og undirbúning útboðs.

17.Aðalfundur Skalla 23. september 2015

Málsnúmer 1510007Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Skalla - félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra, sem haldinn var 23. september s.l. var lýst yfir ánægju og þakklæti með stuðning bæjarstjórnar Fjallabyggðar og byggðaráðs Skagafjarðar við strandveiðar.

18.Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 1510009Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun vekur athygli á nýrri reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Auk almennrar endurskoðunar á eldri reglugerð, hefur nýja reglugerðin að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C, en ákvæði lagabreytingar um flokk C tóku gildi í júní síðastliðnum. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Undantekningar frá þessu eru framkvæmdir í flokki C sem eru áformaðar á öryggis- og varnarsvæðum eða utan netlaga. Þær skal tilkynna til Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn skráir ákvörðun sína um matsskyldu framkvæmdar ásamt tilteknum upplýsingum í þar til gerða gagnagátt.

Lagt fram til kynningar.

19.Sjávarútvegsfundur 21. september 2015

Málsnúmer 1509019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 21. september 2015.

Fundi slitið.