Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026

Málsnúmer 1509073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Lögð fram til kynningar sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026, sem leggja þarf fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst til kynningar í Lögbirtingablaðinu og í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. og gefinn frestur til 3. júlí til að koma athugasemdum á framfæri.
Verkefnisstjórn hefur nú farið yfir þær ábendingar sem bárust og gert tilsvarandi breytingar á áætluninni eftir því sem þörf var talin á.
Eina efnislega breytingin sem gerð hefur verið, frá þeirri tillögu sem send var til sveitarstjórna í sumarbyrjun, felst í umfjöllun um brennslustöðvar fyrir dýraleifar.

Hlutaðeigandi sveitarstjórnir þurfa að staðfesta svæðisáætlunina í samræmi við 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum. Þegar allar sveitarstjórnir á svæðinu hafa samþykkt áætlunina verður gengið frá endanlegri útgáfu þar sem dagsetningar samþykkta einstakra sveitarstjórna koma m.a. fram.

Svæðisáætlunin inniheldur m.a. allítarlegt yfirlit yfir stöðu úrgangsmála í hverju sveitarfélagi um sig og á starfssvæðum einstakra sorpsamlaga. Þar eru einnig settar fram megináherslur sveitarfélaga á Norðurlandi í úrgangsmálum fram til ársins 2026.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 15.10.2015

Tekin til afgreiðslu tillaga um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst til kynningar í Lögbirtingablaðinu og í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. og gefinn frestur til 3. júlí til að koma athugasemdum á framfæri.
Verkefnisstjórn hefur farið yfir þær ábendingar sem bárust og gert tilsvarandi breytingar á áætluninni eftir því sem þörf var talin á.
Eina efnislega breytingin sem gerð hefur verið, frá þeirri tillögu sem send var til sveitarstjórna í sumarbyrjun, felst í umfjöllun um brennslustöðvar fyrir dýraleifar.

Hlutaðeigandi sveitarstjórnir þurfa að staðfesta svæðisáætlunina í samræmi við 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum. Þegar allar sveitarstjórnir á svæðinu hafa samþykkt áætlunina verður gengið frá endanlegri útgáfu þar sem dagsetningar samþykkta einstakra sveitarstjórna koma m.a. fram.

Svæðisáætlunin inniheldur m.a. allítarlegt yfirlit yfir stöðu úrgangsmála í hverju sveitarfélagi um sig og á starfssvæðum einstakra sorpsamlaga. Þar eru einnig settar fram megináherslur sveitarfélaga á Norðurlandi í úrgangsmálum fram til ársins 2026.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 til 2026.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16.02.2016

Í erindi frá Flokkun Eyjafjörður ehf., dagsett 9. febrúar 2016, kemur fram að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hefur verið samþykkt í öllum 18 sveitarfélögunum.

Fyrirhugað er að halda fund þar sem samstarf í úrgangsmálum og eftirfylgni svæðisáætlunar munu vera til umræðu. Í ljósi þess að ein af tillögum svæðisáætlunar er að sveitarfélögin undirbúi og komi á formlegum samstarfs- og samráðsvettvangi í þessum málaflokki hefur verið ákveðið að boða til fundar um málið á Akureyri 25. febrúar 2016.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna deildarstjóra tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson sem fulltrúa bæjarfélagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16.03.2016

Lögð fram til kynningar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12.04.2016

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

Umfjöllun í skýrslunni skiptist í eftirfarandi þætti:

Atriði er varða samskipti og lagfæringu regluverks:
1. Samskipti sveitarfélaga og ríkis
2. Úrbætur á löggjöf
3. Úrbætur á tölfræði um úrgangsmál

Atriði sem varða framkvæmd á meðhöndlun úrgangs
4. Stjórntæki sveitarfélaga
5. Markmið í úrgangsmálum
6. Fyrirkomulag framleiðendaábyrgðar
7. Úrgangsforvarnir
8. Framkvæmd úrgangsmeðhöndlunar
9. Sérstakar ábendingar fyrir tiltekna úrgangsflokka

Atriði sem munu hafa áhrif á framtíðarstefnu úrgangsmála á Íslandi

10. Úrgangsmál í regluverki Evrópu-sambandsins - áhrif hringrásarhagkerfis á sveitarfélögin

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 199. fundur - 14.04.2016

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

Umfjöllun í skýrslunni skiptist í eftirfarandi þætti:

Atriði er varða samskipti og lagfæringu regluverks:
1. Samskipti sveitarfélaga og ríkis
2. Úrbætur á löggjöf
3. Úrbætur á tölfræði um úrgangsmál

Atriði sem varða framkvæmd á meðhöndlun úrgangs
4. Stjórntæki sveitarfélaga
5. Markmið í úrgangsmálum
6. Fyrirkomulag framleiðendaábyrgðar
7. Úrgangsforvarnir
8. Framkvæmd úrgangsmeðhöndlunar
9. Sérstakar ábendingar fyrir tiltekna úrgangsflokka

Atriði sem munu hafa áhrif á framtíðarstefnu úrgangsmála á Íslandi

10. Úrgangsmál í regluverki Evrópu-sambandsins - áhrif hringrásarhagkerfis á sveitarfélögin


Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar.