Bæjarráð Fjallabyggðar

432. fundur 16. febrúar 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Aðildarumsókn sveitarfélaga að rammasamningskerfi Ríkiskaupa fyrir árið 2016

Málsnúmer 1602030Vakta málsnúmer

Í erindi frá Ríkiskaupum, dagsett 5. febrúar 2016, er kannaður vilji bæjarfélagsins til áframhaldandi aðildar að rammasamningum Ríkiskaupa 2016.

Bæjarráð samþykkir óbreytta og áframhaldandi aðild Fjallabyggðar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa.

2.Krafa um bætur vegna skemmda á fasteigninni Hólavegi 7, Siglufirði

Málsnúmer 1208011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afstaða Ofanflóðanefndar til sáttartillögu eigenda fasteignarinnar að Hólavegi 7, Siglufirði.

Ofanflóðanefnd samþykkir kaup á húsinu samkvæmt sáttartillögu og bæjarstjórn einnig.

3.Launayfirlit tímabils 2016

Málsnúmer 1602012Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar 2016.

Niðurstaðan fyrir heildina er 80,8 m.kr. sem er 97,3% af áætlun tímabilsins sem var 83,0 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 1,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 3,7 m.kr.
Nettóniðurstaða er því 2,2 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

4.Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra.

Í umsögn kemur m.a. fram að bæjarráð hafi falið bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.
Bæjarstjóri hefur haft samband við eigendur skúrsins, og viðræður hafa verið milli eigenda Vesturgötu 5 og Ólafsvegar 2 Ólafsfirði, en niðurstaða ekki fengin.
Bæjarfélagið á enga aðkomu að málinu, nema að tala við aðila málsins og reyna að ná sáttum. Það hefur því miður ekki gengið.

Bæjarráð samþykkir að senda umsögn bæjarstjóra til aðila máls.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 1.
Rekstrargjöld aukast um 6,9 millj. og framkvæmdaliðir efnahags breytast um 12,5 millj. aðallega vegna framkvæmda við leikskólann Leikskála.

Breyting er m.a. fjármögnuð með samkomulagsgreiðslu Akureyrarkaupstaðar að upphæð 15 milljónir og niðurskurði í öðrum framkvæmdum.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1602025Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

7.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026

Málsnúmer 1509073Vakta málsnúmer

Í erindi frá Flokkun Eyjafjörður ehf., dagsett 9. febrúar 2016, kemur fram að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hefur verið samþykkt í öllum 18 sveitarfélögunum.

Fyrirhugað er að halda fund þar sem samstarf í úrgangsmálum og eftirfylgni svæðisáætlunar munu vera til umræðu. Í ljósi þess að ein af tillögum svæðisáætlunar er að sveitarfélögin undirbúi og komi á formlegum samstarfs- og samráðsvettvangi í þessum málaflokki hefur verið ákveðið að boða til fundar um málið á Akureyri 25. febrúar 2016.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna deildarstjóra tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson sem fulltrúa bæjarfélagsins.

8.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi - Sólvangur

Málsnúmer 1602040Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 11. febrúar 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Sólvangi, í landi efri Skútu, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.Endurgreiðsla vegna refaveiða

Málsnúmer 1602036Vakta málsnúmer

Í erindi Umhverfisstofnunar er upplýst um endurgreiðslu vegna refaveiða fyrir uppgjörstímabilið 1. september 2014 til 31. ágúst 2015.
Kostnaður bæjarfélagsins varð 1,2 milljónir og er þátttaka Umhverfisstofnunar í kostnaði 120 þúsund.

Lagt fram til kynningar.

10.Ósk um styrk til móts við leigugjald í Aravíti

Málsnúmer 1602034Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Í erindi Síldarminjasafnsins, dagsett 29. janúar 2016, er lögð fram ósk um styrk á móti leigugjaldi að upphæð 182 þúsund, í geymsluhúsnæði Fjallabyggðar að Lækjargötu 16, Siglufirði.

Hluti safnskosts safnsins hefur verið geymdur þar undanfarin ár, án endurgjalds og á þeim forsendum.

Stefnt er að því að flytja muni yfir í Salthúsið, varðveisluhús safnsins, sem er í uppbyggingu, og verður tekið í notkun í áföngum á næstu árum.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

11.Til umsagnar 14. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1602022Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.

Bæjarráð samþykkir að bíða með umsögn þar til umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga liggur fyrir.

12.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 1505027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Mennta- og menningarráðuneytis, dagsett 8. febrúar 2016 um niðurstöður úttektar á starfsemi Grunnskóla Fjallabyggðar, sem gerð var í október 2015.

Ráðuneytið óskar eftir því að bæjarstjóri sendi ráðuneytinu, fyrir 13. apríl nk., tímasetta umbótaáætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni.

Jafnframt er yfirvöldum fræðslumála, starfsfólki skóla, nemendum og foreldrum þökkuð góð samvinna við úttektina.

13.Heimsókn á vegum EU verkefnisins

Málsnúmer 1602041Vakta málsnúmer

Í erindi fulltrúa Rökstóla Samvinnumiðstöðvar í Fjallabyggð, dagsett 5. febrúar 2016, er óskað eftir því að fá að hitta fulltrúa bæjarfélagsins og kynna samstarf Rökstóla við SÍMEY og VMST í þróun þver-faglegra úrræða fyrir konur án vinnu í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð.

Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmála afgreiðslu málsins.

14.Vetrarleikar

Málsnúmer 1602042Vakta málsnúmer

Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fara fram dagana 26. febrúar - 6. mars. Þar munu aðildarfélögin vera með ýmsa viðburði og opnar æfingar eða kynningar á sinni íþrótt. Fjallabyggð hefur komið að þessum leikum með því að bjóða frítt í sund og rækt beggja vegna, í 1 - 2 daga.
Í erindi stjórnar UÍF frá 9. febrúar 2016 er kannað hvort aðkoma Fjallabyggðar verði með sama hætti þetta árið.

Bæjarráð samþykkir að bjóða frítt í sund og líkamsrækt í tvo daga, dagana 26. febrúar til 6. mars 2016 og þátttaka verði kynnt bæjarráði.

15.Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands 17. febrúar 2016

Málsnúmer 1602033Vakta málsnúmer

Samgönguþing MN 2016 verður haldið í Hofi á Akureyri n.k. miðvikudag 17. febrúar.
Fjallað verður um Strætó, skemmtiferðaskip og innanlandsflug frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar.

Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

Starfshópur um MTR 2. fundur, 10. febrúar 2016.
Ungmennaráð 12. fundur, 10. febrúar 2016.

Fundi slitið.