Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði

Málsnúmer 1506027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Tekið fyrir erindi frá íbúum að Vesturgötu 5, Ólafsfirði, dagsett 5. júní 2015, er varðar skúr á baklóð er tilheyrir Ólafsvegi 2.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16.02.2016

Lögð fram umsögn bæjarstjóra.

Í umsögn kemur m.a. fram að bæjarráð hafi falið bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.
Bæjarstjóri hefur haft samband við eigendur skúrsins, og viðræður hafa verið milli eigenda Vesturgötu 5 og Ólafsvegar 2 Ólafsfirði, en niðurstaða ekki fengin.
Bæjarfélagið á enga aðkomu að málinu, nema að tala við aðila málsins og reyna að ná sáttum. Það hefur því miður ekki gengið.

Bæjarráð samþykkir að senda umsögn bæjarstjóra til aðila máls.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Í erindi eigenda að Vesturgötu 5 Ólafsfirði, dagsett 6. júní 2016, er þess óskað í ljósi nýs lóðarblaðs, sé skúr sem tilheyrir Ólafsvegi 2 allur inn á lóð Vesturgötu 5.

Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar er lóðarblað það sem vísað er til ekki rétt og án nokkurra málsetninga og annarra upplýsinga.
Stækkun lóðar hefur ekki verið tekin fyrir né samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd eða af bæjarstjórn.

Bæjarráð vísar að öðru leyti til fyrri umfjöllunar um málið í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17.10.2017

Tekið fyrir erindi frá Húseigendafélaginu f.h. Björgvins Björnssonar, Vesturgötu 5, Ólafsfirði, dags. 19. september 2017., vegna skúrs á baklóð. Í erindinu er farið fram á að bæjarráð endurskoði afstöðu sína í málinu og málið tekið aftur til skoðunar.

Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína um að bæjarfélagið eigi ekki aðkomu að lausn málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 04.01.2024

Lagt fram erindi Björgvins Björnssonar og Vöku Njálsdóttur, húseigenda við Vesturgötu 5 í Ólafsfirði. Í erindinu er óskað eftir því að meðfylgjandi lóðarblað frá árinu 2016 verði tekið gott og gilt svo skúrpartur sem tilheyrir Ólafsvegi 2 sé innan lóðar Vesturgötu 5. Einnig er þess óskað að eigendur skúrsins fjarlægi hann tafarlaust af lóðinni.
Synjað
Erindi hafnað.