Bæjarráð Fjallabyggðar

449. fundur 14. júní 2016 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1606023Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

2.Garðsláttur 2016

Málsnúmer 1605085Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi deildarstjóra tæknideildar varðandi garðslátt fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.

Bæjarráð samþykkir að bæjarfélagið bjóði upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu.
Gjald fyrir hvern slátt verði kr. 4.950.

Ljóst er að kostnaður er hærri en samþykkt gjaldskrá og gera skal ráð fyrir í næstu fjárhagsáætlun að sá mismunur færist á deild félagsmála.

3.Siglufjarðarkirkja - Vinnuskóli - Kirkjuvarsla

Málsnúmer 1606007Vakta málsnúmer

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, var tekin fyrir beiðni um aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu í Siglufjarðarkirkju yfir sumarmánuðina,
með sambærilegum hætti og á síðasta ári.
Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að kanna kostnað og nánari útfærslu.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir aðkomu vinnuskólans að kirkjuvörslu með svipuðum hætti og í fyrra, en leggur áherslu á að styrkbeiðnir séu settar fram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Kostnaður færist á atvinnu- og ferðamál (13810-9291).

4.Ofrukkaður fasteignaskattur

Málsnúmer 1605063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Á 447. fundi bæjarráðs, 1. júní 2016, var
lagt fram erindi Síldarminjasafns Íslands er varðaði fasteignaskatt.
Óskað var eftir því að álagning fasteignaskatts á árunum 2006 til 2016 yrði endurskoðuð.
Bæjarráð óskaði umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að álagning á eignir safnsins verði samræmd 2017, jafnhliða endurskoðun rekstrarsamnings við safnið.
Bæjarráð samþykkir að leiðrétta beri álagningu á þrjár fasteignir á árunum 2015 og 2016.
Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar fasteignagjöld fyrir 2017 á Róaldsbrakka og Hlíðarhús samhliða endurskoðun rekstrarsamnings við safnið.

5.Mengun í Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1606006Vakta málsnúmer

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn 27. maí s.l.
Von var á skýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra varðandi málið.

Skýrsla HNV lögð fram.
Þar kemur m.a. fram að skoðuð voru frárennsliskerfi hjá Ramma hf. og Kítósan verksmiðjunni Primex ehf.

Einnig lagt fram afrit bréfs Ramma hf. til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 9. júní 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra málið og að tryggt verði að atvik sem þessi hendi ekki aftur.

6.Kauptilboð - Aðalgata 52 Ólafsfirði

Málsnúmer 1606011Vakta málsnúmer

Lagt fram samþykkt kauptilboð í eign bæjarfélagsins að Aðalgötu 52, Ólafsfirði með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

7.Hólavegur 12 Siglufirði

Málsnúmer 1606012Vakta málsnúmer

Fyrirspurn hefur borist bæjarfélaginu um kaup á efri hæðinni að Hólavegi 12 Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignina til sölu.

8.Starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1604076Vakta málsnúmer

Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016 var samþykkt að ráða Lindu Leu Bogadóttur í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráði til upplýsingar hefur tveimur umsækjendum verið send umsögn sem lögð var fram á þeim fundi.

9.Erindi Bás ehf. vegna deiliskipulags Leirutanga

Málsnúmer 1603023Vakta málsnúmer

Á 163. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar, 16. mars 2016, var lagt fram erindi Bás ehf. dagsett 3. mars 2016. Óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins við Egilstanga 1-3 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og að deiliskipulag við Leirutanga verði endurskoðað í samræmi við það.

Nefndin lagði til að fundað yrði með bæjarráði ásamt eigendum Bás ehf. á athafnasvæði Bás við Egilstanga.

Samtal hefur átt sér stað milli bæjarráðsfulltrúa og fulltrúa BÁS.

Bæjarráð hafnar ósk um stækkun lóðar, en samþykkir að veita fyrirtækinu heimild til 1. júní 2017, fyrir afnot á viðbótarsvæði við núverandi lóð sem Bás hefur nýtt.

10.Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Í erindi eigenda að Vesturgötu 5 Ólafsfirði, dagsett 6. júní 2016, er þess óskað í ljósi nýs lóðarblaðs, sé skúr sem tilheyrir Ólafsvegi 2 allur inn á lóð Vesturgötu 5.

Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar er lóðarblað það sem vísað er til ekki rétt og án nokkurra málsetninga og annarra upplýsinga.
Stækkun lóðar hefur ekki verið tekin fyrir né samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd eða af bæjarstjórn.

Bæjarráð vísar að öðru leyti til fyrri umfjöllunar um málið í bæjarráði.

11.Göngustígur meðfram austurbakka Ólafsfjarðarvatns - undirskriftarlisti

Málsnúmer 1606014Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftarlisti 248 íbúa Fjallabyggðar um að ljúka við gerð malbikaðs göngustígs meðfram austurbakka Ólafsfjarðarvatns, fram að landamerkjum að Hlíð.

Bæjarráð lítur jákvætt á málið og vísar til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Jafnframt er deildarstjóra tæknideildar falið að kostnaðarmeta verkefnið.

12.Fundur með Landsneti

Málsnúmer 1606024Vakta málsnúmer

Boðað er til fundar Landsnets með fulltrúum sveitarfélaga, miðvikudaginn 15. júní n.k. í Varmahlíð.

Lagt fram.

13.Saurbæjarás - framfylgni reglna um búfjárhald í þéttbýli

Málsnúmer 1606019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sumarhúsaeigenda á Saurbæjarási, Ágústs Hilmarssonar og Kristjáns Haukssonar, dagsett 8. júní 2016, vegna ágangs sauðfjár. Þess er óskað að bæjaryfirvöld framfylgi reglum um búfjárhald í þéttbýli.

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

Samkvæmt aðalskipulagi Fjallabyggðar og samþykktum bæjarfélagsins um búfjárhald er frístundasvæðið á Saurbæjarás hluti af þéttbýli í Siglufirði, þar sem lausaganga búfjár er óheimil.
Undirlendi í Siglufirði er hluti þéttbýlis þ.m.t. frístundasvæðið í Hólsdal, svæðið í kringum syðri kirkjugarðinn og norður með austanverðum firðinum að Staðarhólslandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

14.Ósk um niðurfellingu á gámagjöldum

Málsnúmer 1603037Vakta málsnúmer

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, hafnaði bæjarráð ósk Björgunarsveitarinnar Stráka, Siglufirði um niðurfellingu á gjöldum vegna stöðuleyfis gáma.

Lögð fram til kynningar viðbrögð og svör við þeirri afgreiðslu.

15.Forsetakosningar - 2016

Málsnúmer 1605026Vakta málsnúmer

Lagðar fram eftirfarandi upplýsingar varðandi forsetakosningar:

a) Upplýsingar um leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna.

b) Greiðslur úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna forsetakosninga.

c) Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

16.Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 1606003Vakta málsnúmer

Í tengslum við undirritun kjarasamnings milli Samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags Grunnskólakennara, 30. maí. s.l. var boðað til
kynningarfunda.
Fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúi sótti kynningarfund 7. júní á Akureyri.
9. júní var ljóst að Félag Grunnskólakennara hafði fellt samninginn í atkvæðagreiðslu.

Til kynningar.

17.Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands

Málsnúmer 1605052Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra, 1. júní s.l. þar sem Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands skora á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á Samgönguáætlun til næstu ára.

18.Árshátíð - beiðni um styrk

Málsnúmer 1606022Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni skemmtinefndar Siglfirðingafélagsins í Reykjavík, dagsett 2. júní 2016 um styrk vegna árshátíðar félagsins.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

19.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra - 2016

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð HNV frá 7. júní 2016.

20.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 279. fundar stjórnar Eyþings frá 20. apríl 2016.

21.Greið leið - aðalfundur 2016

Málsnúmer 1605003Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar ársreikningur Greiðrar leiðar ehf fyrir 2015, sem samþykktir voru á aðalfundi 10. maí s.l.

22.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

29. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 6. júní 2016.

Fundi slitið.