Vetrarleikar

Málsnúmer 1602042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16.02.2016

Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fara fram dagana 26. febrúar - 6. mars. Þar munu aðildarfélögin vera með ýmsa viðburði og opnar æfingar eða kynningar á sinni íþrótt. Fjallabyggð hefur komið að þessum leikum með því að bjóða frítt í sund og rækt beggja vegna, í 1 - 2 daga.
Í erindi stjórnar UÍF frá 9. febrúar 2016 er kannað hvort aðkoma Fjallabyggðar verði með sama hætti þetta árið.

Bæjarráð samþykkir að bjóða frítt í sund og líkamsrækt í tvo daga, dagana 26. febrúar til 6. mars 2016 og þátttaka verði kynnt bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21.03.2016

Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fóru fram dagana 26. febrúar - 6. mars. Þar voru aðildarfélög með ýmsa viðburði og opnar æfingar eða kynningar á sinni íþrótt. Fjallabyggð kom að þessum leikum með því að bjóða frítt í sund og rækt í tvo daga á þessum tíma.

Samkvæmt aðsóknarupplýsingum komu 60 í frítt sund og rækt. Kostnaður bæjarfélagsins var kr. 45.600.