Krafa um bætur vegna skemmda á fasteigninni Hólavegi 7, Siglufirði

Málsnúmer 1208011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Eigendur umræddrar húseignar gera kröfu um að þeim verði bætt það tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarða í tengslum við framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs. Lögmaður eigenda óskar eftir því að gengið verði til samninga um uppgjör á skaðabótum vegna tjónsins.

Bæjarráð telur eðlilegt að fulltrúi Fjallabyggðar og fulltrúi frá Ofanflóðasjóði taki upp viðræður við eigendur um lausn málsins.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Lögð fram sáttartillaga eigenda fasteignarinnar Hólavegi 7, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna.
Stjórn Ofanfljóðasjóðs hefur samþykkt tillöguna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við eigendur samkvæmt fyrirliggjandi sáttartillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16.02.2016

Lögð fram til kynningar afstaða Ofanflóðanefndar til sáttartillögu eigenda fasteignarinnar að Hólavegi 7, Siglufirði.

Ofanflóðanefnd samþykkir kaup á húsinu samkvæmt sáttartillögu og bæjarstjórn einnig.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21.06.2016

Lagður fram til kynningar kaupsamningur og afsal að fasteigninni að Hólavegi 7, Siglufirði.
Kaupin voru gerð með aðkomu Ofanflóðasjóðs.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eignina til sölu í því ástandi sem hún er.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 07.03.2017

Lagt fram undirritað og samþykkt kauptilboð í Hólaveg 7, Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti.