1.Erindi lögmannsstofu vegna deiliskipulags Hornbrekkubótar
2.Krafa um bætur vegna skemmda á fasteigninni Hólavegi 7, Siglufirði
3.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð
5.Túngata 15-17 Siglufirði, skipulagskostnaður
6.Vatnshitaréttindi jarðanna Garðs og Skeggjabrekku
7.Vinnuhópur um atvinnu- og umhverfisátak
8.Nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa
9.Sýslum. - beiðni um umsögn um tímabundið áfengisleyfi
10.Sýslum. - beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi
11.Sýslum. - beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi
12.3. áfangi - Grunnskóli Ólafsfirði
13.Opin svæði - tillögur 2013
14.Áætlað uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts 2013
15.Endurnýjun á stofnlögn vatns í Brimnesdal
16.Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal
17.Uppsetning stoðvirkja í Hafnarfjalli - fundargerðir
Fundi slitið - kl. 18:00.
Brimnes hótel ehf. Bylgjubyggð 2, Ólafsfirði hefur falið Mandat lögmannsstofu að gæta hagsmuna sinna vegna deiliskipulags við Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði við Ólafsfjarðarvatn.
Um er að ræða;
1. Deiliskipulaginu er mótmælt sem slíku.
2. Framkvæmdum á lóð er mótmælt.
3. Boðuð er bótakrafa, ef af framkvæmdum verður á lóðinni af hálfu bæjarfélagsins.
Bæjarráð vísar fyrstu ábendingu lögmannsins til umfjöllunar hjá tæknideild bæjarfélagsins um leið og því er lýst yfir að bæjarfélagið mun ekki standa fyrir neinum framkvæmdum á umræddri lóð á árinu og engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar.