Bæjarráð Fjallabyggðar

304. fundur 16. júlí 2013 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Erindi lögmannsstofu vegna deiliskipulags Hornbrekkubótar

Málsnúmer 1307014Vakta málsnúmer

Brimnes hótel ehf. Bylgjubyggð 2, Ólafsfirði hefur falið Mandat lögmannsstofu að gæta hagsmuna sinna vegna deiliskipulags við Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði við Ólafsfjarðarvatn. 
Um er að ræða; 
1. Deiliskipulaginu er mótmælt sem slíku.
2. Framkvæmdum á lóð er mótmælt.
3. Boðuð er bótakrafa, ef af framkvæmdum verður á lóðinni af hálfu bæjarfélagsins.

Bæjarráð vísar fyrstu ábendingu lögmannsins til umfjöllunar hjá tæknideild bæjarfélagsins um leið og því er lýst yfir að bæjarfélagið mun ekki standa fyrir neinum framkvæmdum á umræddri lóð á árinu og engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar.

2.Krafa um bætur vegna skemmda á fasteigninni Hólavegi 7, Siglufirði

Málsnúmer 1208011Vakta málsnúmer

Eigendur umræddrar húseignar gera kröfu um að þeim verði bætt það tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarða í tengslum við framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs. Lögmaður eigenda óskar eftir því að gengið verði til samninga um uppgjör á skaðabótum vegna tjónsins.

Bæjarráð telur eðlilegt að fulltrúi Fjallabyggðar og fulltrúi frá Ofanflóðasjóði taki upp viðræður við eigendur um lausn málsins.

 

3.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf til formanns Starfsmannafélags Fjallabyggðar og til formanns Kjalar, er varðar rökstuðning vegna uppsagnar og/eða breytinga á störfum starfsmanna Fjallabyggðar.

Einnig var lögð fram fundargerð samstarfsnefndar Kjalar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Karítas Skarphéðinsdóttir Neff sendir tvö bréf. 1. Vegna uppsagnar á starfi fræðslu- og menningarfulltrúa og 2. Ósk um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun um uppsagnir og upplýsingar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara framkomnum bréfum.

4.Stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1307008Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem staðsettur yrði vestan við fjárhús að Lambafeni 1 á Siglufirði.

Bæjarráð telur rétt að skipulags- og umhverfisnefnd taki málið til endurskoðunar.

 

5.Túngata 15-17 Siglufirði, skipulagskostnaður

Málsnúmer 1307019Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Reisum ehf. og Stefáni Einarssyni ehf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við þessa aðila um uppgjör og skuldajöfnun vegna deiliskipulagsvinnu á Siglufirði.

6.Vatnshitaréttindi jarðanna Garðs og Skeggjabrekku

Málsnúmer 1010092Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá 15. apríl 2013 og tölvupóstar við formann Golfklúbbsins er varðar vatnshitaréttindi Skeggjabrekku og Garðs.

Bæjarráð felur lögmanni sínum, Valtý Sigurðssyni hrl., að kanna til hlýtar rétt bæjarfélagsins á þeim hlunnindum sem minnisblaðið tekur á.

Stjórn Golfklúbbsins mun þó kanna til hlýtar hvort stjórnendur Norðurorku séu tilbúnir til að að taka á málinu og að þar finnist viðunandi lausn á ágreiningi aðila.

Frekari framvinda málsins ræðst af þeirri niðurstöðu.

 

7.Vinnuhópur um atvinnu- og umhverfisátak

Málsnúmer 1307023Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að halda utan um þau verkefni sem ætlunin er að vinna í átaksverkefni bæjarstjórnar á árinu 2013.

Verkefnið er tvíþætt, þ.e. atvinnuátak og umhverfisátak. Bæjarráð þakkar vinnuhóp bæjarstjórnar fyrir sín störf.

Bæjarráð samþykkir að viðaukaframlagi bæjarstjórnar sé skipt þannig að í launalið verði varið 8.327 þúsund, launatengd gjöld 1.544 þúsund og 929 þúsund í tryggingargjald.

Í verklegar framkvæmdir - umhverfisátak, koma 2.2 m.kr. sem og framlag til fegrunar á malarvelli við Túngötu á Siglufirði kr. 2.0 m.kr.

8.Nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1306068Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að umgjörð á nýju starfi á stjórnsýslu- og fjármálasviði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomna tillögu.

9.Sýslum. - beiðni um umsögn um tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 1307025Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dags. 12. júlí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn frá Sigríði Maríu Róbertsdóttur um sölu áfengis með matsölu föstudagskvöldið 19. júlí í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umrætt tækifærisleyfi.

10.Sýslum. - beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1307026Vakta málsnúmer

Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Sigurbjörn R. Antonsson, kt. 280658-3249 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Laugarvegi 34, Siglufirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni. 

Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. I. flokki 3. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða heimagistingu, án veitinga. 

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi.

 

11.Sýslum. - beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1307027Vakta málsnúmer

Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir kt. 310765-4739 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Suðurgötu 36, Siglufirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni. 

Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. I. flokki 3. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða heimagistingu, án veitinga. 

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi.

12.3. áfangi - Grunnskóli Ólafsfirði

Málsnúmer 1307024Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar heimildar til að færa 2 m.kr af lið 31-13-8500 yfir á 31-15-8590 til þess að hægt sé að ljúka við gerð á neyðarútgangi og lagfæringum á gólfefnum á 1. hæða Grunnskólans við Tjarnarstíg, eftir viðgerðir á vatnsleka og aðrar lagfæringar á eldra húsnæði skólans.

Bæjarráð samþykkir fram komnar óskir.

13.Opin svæði - tillögur 2013

Málsnúmer 1303011Vakta málsnúmer

Bæjarráð staðfestir framkomnar ábendingar, sjá 157. fund skipulags- og umhverfisnefndar, opin svæði, en þar er bókað m.a.

"Lögð er áhersla á að farið verði í endurbætur á tjaldsvæði og að sáð verði fyrir grasi í gamla malarvöllinn nú í sumar." 

14.Áætlað uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts 2013

Málsnúmer 1307015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 3. júlí 2013 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

15.Endurnýjun á stofnlögn vatns í Brimnesdal

Málsnúmer 1209116Vakta málsnúmer

Stefán Einarsson f.h. Reisum hefur fallið frá tilboði sínu í endurnýjun á stofnlögn vatnsveitu í Brimnesdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við næst lægstbjóðanda um verkið þ.e. Árna Helgason ehf.

16.Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal

Málsnúmer 1202066Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fulltrúa Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsis, vegna Ræktunarsamnings fyrir skeiðvelli og aðra aðstöðu.

 

Meirihluti bæjarráðs telur rétt að ljúka samningum á grundvelli þeirra forsenda sem fram koma í umræddri fundargerð.

Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum, en Egill Rögnvaldsson lagði fram neðanritaða bókun.

"Í ljósi aðstæðna er rétt að meta það beitarland sem verið er að nýta undir hrossabeit í dag, áður en nýju landi er úthlutað til frekari beitar til Hestamannafélagsins Glæsis.

 

17.Uppsetning stoðvirkja í Hafnarfjalli - fundargerðir

Málsnúmer 1307013Vakta málsnúmer

Fundargerð nr. 1, frá 3. júlí 2013, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.