Samningur um rekstrar- og fjárhagslega úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 280. fundur - 04.12.2012

Lagður fram samningur við HLH ehf., kt.480409-0430 um fjárhagslega úttekt og tillögur til frekari hagræðingar

í rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Sólrún Júlíusdóttir situr hjá og óskar að bókað sé að hún hafi ekki forsendur til að meta úttektaraðila.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 05.02.2013

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu úttektar.

Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað vegna úttektar á stjórnsýslu.
"Undirrituð telur að heppilegra hefði verið að bjóða út úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, en nauðsynlegt er að slíkur aðili sé óumdeildur. Minnihlutinn hefur ekki haft þess kost að hafa neina aðkomu að þessari ráðningu, sem reyndar er mjög óheppilegt, og hefur engar forsendur til að meta eða velja milli aðila. Þá hefði útboð mögulega lækkað kostnað, en í það minnsta boðið uppá mismunandi valkosti".

Bæjarráð Fjallabyggðar - 299. fundur - 11.06.2013

Undir þessum lið var rætt símleiðis við Harald L. Haraldsson varðandi ábendingar í úttektarskýrslu.

Tímasetning kynningafunda með starfsmönnum og íbúum ákveðnar.

Fundur með starfsmönnum skrifstofu, deildarstjórum og forstöðumönnum, verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 11:00

Íbúafundir verða haldnir fimmtudaginn 13. júní kl. 17:00 Tjarnarborg í Ólafsfirði og þriðjudaginn 18. júní kl. 20:00 í ráðhúsinu á Siglufirði.

Í upphafi bæjarstjórnarfundar 12. júní n.k. verður lögð fram tillaga um að dagskrárliður 13 um stjórnsýsluúttekt verði ræddur sem trúnaðarmál.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.06.2013

Tillögur bæjarstjórnar í kjölfar rekstar- og fjárhagslegar úttektar á Fjallabyggð lagðar fram og samþykktar með 9 atkvæðum.
Samkvæmt tillögu sem samþykkt var í upphafi fundar er þessi dagskrárliður færður sem trúnaðarmál.

Niðurstaða bæjarstjórnar verður birt opinberlega á vef sveitarfélagsins samhliða birtingu úttektarskýrslu kl. 21:00 fimmtudaginn 13. júní 2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 300. fundur - 18.06.2013

Bæjarráð fór yfir nokkur mál er varðar rekstrar- og fjárhagslega úttekt í Fjallabyggð.
Samkvæmt nýju skipuriti sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. júní s.l., er stjórnsýslu Fjallabyggðar skipt í 3 deildir í stað 5 áður.
Yfirmenn deildanna verða samkvæmt þessu, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar, deildarstjóri tæknideildar og deildarstjóri fjölskyldudeildar.
Samkvæmt nýju skipuriti er staða fræðslu- og menningarfulltrúa lögð niður og verkefni er snúa að fræðslumálum heyra framvegis undir bæjarstjóra, hvað varðar rekstur, fjölskyldudeild og skólastjóra grunnskóla, leikskóla og tónskóla. Verkefni er snúa að menningar-, atvinnu-, kynningar- og ferðamálum heyra undir nýtt starf sem heyrir undir Stjórnsýslu og fjármáladeild. Núverandi fræðslu- og menningarfulltrúa er boðið að taka við hinu nýja starfi á þeirri deild.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 20.06.2013

Eftirfarandi tillaga forseta var samþykkt með 9 atkvæðum.

"Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa svör við þeim fyrirspurnum sem bornar voru fram á íbúafundum um tillögur bæjarstjórnar sem samþykktar voru 12. júní 2013, og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Bæjarstjórn samþykkti á 91. fundi sínum að fela bæjarstjóra að undirbúa svör við þeim fyrirspurnum sem bornar voru fram á íbúafundum um tillögur bæjarstjórnar sem samþykktar voru 12. júní 2013, og leggja fyrir næsta fundi bæjarráðs.

Samantekt bæjarstjórnar Fjallabyggðar
”Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt“

Inngangur
Með samningi, dags. 20. desember 2012, tók HLH ehf. að sér að gera úttekt á rekstri Fjallabyggðar með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í rekstri, þannig að reksturinn skili meiri framlegð.
? Við vinnslu á verkefninu var rætt við forstöðumenn og farið yfir fyrirkomulag rekstrar viðkomandi stofnunar.
? Rekstararútgjöld og tekjur sveitarfélagsins voru borin saman við rekstrarútgjöld og tekjur hjá 10 sveitarfélögum, sambærilegum að stærð.
? Einnig átti skýrsluhöfundur fundi með bæjarstjóra og bæjarstjórnarfulltrúum þar sem farið var yfir ýmis málefni tengd verkefninu.

Markmiðið
Markmiðið með verkefninu var að koma með tillögur að hagræðingu í rekstri, þannig að reksturinn skili meiri framlegð til að standa undir framkvæmdum og jafnvel til að lækka skatta.

Skuldir Fjallabyggðar

Fram hefur komið að skuldahlutfall Fjallabyggðar var aðeins um 102% í árslok 2012.
Því eru skuldir sveitarfélagsins vel innan þeirra marka sem sveitarstjórnarlög heimila. Það hefur vakið athygli að skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur lækkað frá 2011 ? 2013 og það hefur einnig vakið athygli að rétt um 50% af skuldum sveitarfélagsins er vaxtaberandi.

Af hverju var skýrslan trúnaðarmál
Bæjarstjórn tók þá ákvörðun að halda skýrslunni sem trúnaðarmáli, þar til búið var að fara yfir ábendingar skýrsluhöfundar.

Þetta var gert að fengnu áliti þar sem m.a. var verið að fjalla um persónur, starfshlutfall og tillögur um breytingu á stjórnsýslu bæjarfélagsins.

? Skýrslan kemur með sterkar vísbendingar um að launakostnaður Fjallabyggðar sé of hár.

Áherslur bæjarstjórnar
Það er mat bæjarstjórnar að vel hafi tekist til varðandi staðsetningu á þjónustu við íbúa.
Hér má nefna sem dæmi;
1. Það er leikskóli í báðum bæjarkjörnum
2. Það er grunnskóli í báðum bæjarkjörnum
3. Það er slökkvistöð í báðum bæjarkjörnum
4. Það er almenn þjónusta við útgerð á báðum stöðum
5. Það eru íþróttamannvirki og sundlaugar á báðum stöðum
6. Það er almenn þjónusta á skrifstofum bæjarfélagsins á báðum stöðum
7. Það er Menntaskóli í Fjallabyggð og er hann staðsettur í Ólafsfirði
8. Það er sýslumaður og löggæsla með aðsetur á Siglufirði

Lögð er einnig áhersla á að nú þegar eru m.a. kennarar, nemendur og aðrir starfsmenn sem ferðast á milli bæjarkjarna til að sinna störfum sínum fyrir íbúa Fjallabyggðar.

Hins vegar telur bæjarstjórn eðlilegt að taka á nokkrum þáttum til hagræðingar og tengist markvissari vinnu á skrifstofu og þar með stjórnsýslu bæjarfélagsins. Öll þjónusta við íbúa verður hins vegar áfram til staðar á báðum stöðum en bókhald og skjalaumsýsla mun hins vegar verða í ráðhúsinu á Siglufirði.

Lögð er hins vegar áhersla á neðanritað er varðar þjónustu við íbúa í Ólafsfirði sérstaklega
1. Tveir starfsmenn verða alla daga vikunnar í þjónustu fyrir íbúa á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði. Þar verður hægt að reka öll almenn erindi eins og verið hefur.
2. Bæjarstjóri, deildarstjórar stjórnsýslu og fjármáladeildar, tæknideildar og fjölskyldudeildar verða til viðtals eftir þörfum og óskum íbúa í Ólafsfirði.
3. Aðstaða nefnda bæjarfélagsins verður með sama hætti og verið hefur út kjörtímabilið.

Bæjarstjórn tekur undir áherslur skýrsluhöfundar
? Það er tillaga skýrsluhöfundar til bæjarstjórnar að þeirri stefnu verði fylgt að reka sveitarfélagið þannig að reksturinn og eignir standi undir nýframkvæmdum og afborgunum lána. Öfugt við margar aðrar sveitarstjórnir stendur bæjarstjórn Fjallabyggðar því frammi fyrir þeim valkosti að geta hagrætt í rekstri til að fjármagna framkvæmdir og/eða lækkað skatta og gjöld á íbúa sveitarfélagsins. Í sjálfu sér getur reksturinn gengið upp að öllu óbreyttu, en þá þarf að viðhalda óbreyttum sköttum og gjöldum og taka lán fyrir nýjum framkvæmdum. Þar með þyrfti að grípa til aðgerða til hagræðingar síðar til að standa undir lántökum vegna framkvæmda.
? Það er mat skýrsluhöfundar að Fjallabyggð hafi alla möguleika á því að skipa sér fremst á bekk á meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa litlar skuldir og eru með lágar álögur á íbúa. Bæjarstjórn hefur ákveðið að fara að ráðleggingum hvað varðar rekstrarútgjöld til að ná þessu markmiði fyrir íbúa Fjallabyggðar.
? Skýrsluhöfundur hefur valið þann kostinn að benda á það sem talið er mögulegt að gera án þess að skerða þjónustu við íbúa.
? Í þeim tillögum, sem hér eru settar fram, þarf hins vegar að grípa til ýmissa aðgerða, sem m.a. munu leiða til breytinga á stöðu starfsmanna.
? Í afgreiðslum bæjarstjórnar er ekki gengið lengra en fordæmi er fyrir í sambærilegum sveitarfélögum.

Mikilvægt var því að ná samstöðu innan bæjarstjórnar á milli meirihluta og minnihluta um þessar aðgerðir.
? Slík samstaða er mikilvæg við framgang verkefnisins og ekki hvað síst fyrir íbúa bæjarfélagsins. Framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar verður unnin með stéttarfélögum og kjarasviði sveitarfélaga. Hér verður farið að lögum og allir samningar við stéttarfélög verða virtir.

Tilfærslur og uppsagnir vegna breytinga á skipuriti

1. Sameina á starf íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns íþróttamannvirkja í eitt starf vegna breytinga á skipuriti.
? Núverandi starfsmönnum hefur verið boðið að sækja um nýja stöðu í fjölskyldudeild.
2. Starf fræðslu- og menningarfulltrúa er lagt niður vegna breytinga á skipuriti.
? Núverandi starfsmanni hefur verið boðið nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa í stjórnsýslu- og fjármáladeild.
3. Starf umhverfisfulltrúa verður lagt niður og verður þeirri vinnu stýrt af deildarstjóra tæknideildar og verkefni falin öðrum starfsmönnum Fjallabyggðar og/eða tímabundnum ráðningum yfir sumarið.

Aðrar áherslur í breytingu á skipuriti
Skólastjórar, yfirhafnarvörður og slökkviliðsstjóri heyra samkvæmt nýju skipuriti beint undir bæjarstjóra.
Fagleg hlið fræðslumála t.d. sérfræðiþjónusta, mun framvegis vera á ábyrgð deildarstjóra fjölskyldudeildar, skólastjórnenda og starfsmanna fræðslustofnana bæjarfélagsins. Starfsmaður í ráðhúsi bæjarfélagsins mun auk þess vinna með skólastjórnendum.

f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri

Bæjarráð Fjallabyggðar - 302. fundur - 02.07.2013

Afgreiðslur á tillögum bæjarstjórnar afgreiddar af bæjarstjóra lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 303. fundur - 09.07.2013

Lagt fram bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu dags. 2. júlí 2013.

Félagið hvetur Fjallabyggð til að leggja áherslu á faglegt frístundastarf, m.a. í félagsmiðstöðum og hjá eldri bæjarbúum og stíga varlega til jarðar þegar gera á breytingar eða hagræða í þessum málaflokki.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Lögð fram bréf til formanns Starfsmannafélags Fjallabyggðar og til formanns Kjalar, er varðar rökstuðning vegna uppsagnar og/eða breytinga á störfum starfsmanna Fjallabyggðar.

Einnig var lögð fram fundargerð samstarfsnefndar Kjalar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Karítas Skarphéðinsdóttir Neff sendir tvö bréf. 1. Vegna uppsagnar á starfi fræðslu- og menningarfulltrúa og 2. Ósk um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun um uppsagnir og upplýsingar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara framkomnum bréfum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Samkomulag hefur verið undirritað við f.v. umhverfisfulltrúa bæjarfélagsins um starfslok hans, dagsett 22. júlí 2013.

Bæjarráð staðfestir samkomulagið.

Lagt fram til kynningar bréf til f.v. starfsmanns fræðslu-  og menningarmála, dagsett 19. júlí 2013.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og hafnarstjóra að fara yfir og gera tillögu að nýju bakvaktarfyrirkomulagi og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 306. fundur - 07.08.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir framgangi mála til dagsins í dag.

Hjörtur Hjartarsson deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir áherslur um vinnuna í framhaldi af bréfi bæjarstjóra frá 27. júní 2013.

Bæjarráð þakkaði Hirti fyrir yfirferð og skýringar.


Bæjarráð leggur áherslu á reglulega fundi deildarstjóra með bæjarráði.


Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar kom til fundar við bæjarráð.

Bæjarráð þakkar Ármanni fyrir yfirferð og skýringar.


Aukafundur verður haldinn í bæjarráði mánudaginn 19.08.2013. kl. 8.00.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 307. fundur - 15.08.2013

Lagt fram bréf frá Lögmannsþjónustunni Draupni, Laugavegi 182. Bréfið er ritað í umboði Karítasar Neff Skarphéðinsdóttur.

 

Bæjarstjóra er falið að svara erindinu í samráði við lögmann Sambands ísl. sveitarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 308. fundur - 20.08.2013

Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fór yfir þær ábendingar sem fram hafa komið úr greinargerð HLH um stjórnsýsluúttekt.

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að draga saman tillögur bæjarráðs til umræðu og samþykktar fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 11. september nk.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 12.09.2013









Forseti kynnti tillögu bæjarráðs að útfærslu samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 12. júní s.l..






3.    Langtímaskuldir
Kanna skal hvort hægt sé að endurfjármagna eldri lán með hagstæðari kjörum.
Kannað hefur verið með endurfjármögnun og eru til staðar lán sem hægt er að greiða upp (sjá minnisblað deildarstjóra).
Bæjarstjórn felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar að ganga frá uppgreiðslu á þeim lánum.



12.  Greiðslur inn á orlofsreikninga
Lagt er til að skoðað verði að hætta að greiða orlof inn á orlofsreikninga vegna þeirra starfsmanna sem hafa fasta yfirtíð, eða þeir fái ekki greidda fasta yfirtíð þegar orlof er tekið.
Samkvæmt kjarasamningum er ekki heimilt að skerða launakjör starfsmanna í orlofi. Bæjarráð leggur til að fyrirkomulagi greiðslu orlofs verði ekki breytt.



13.  Bakvaktir  
Lagt er til að fyrirkomulag bakvakta hjá sveitarfélaginu verði  endurskoðað þannig að dregið verði úr þeim.
Bæjarráð leggur til fyrirkomulag bakvakta í tillögum nr. 62 og nr. 70



14.  Grein 2.6.9 í kjarasamningi
Lagt er til að kanna  hvort ekki sé ódýrara að viðvera starfsmanna á hverri vakt verði 25 mínútum skemmri en umsaminn vinnutími segir til um hjá vaktavinnufólki.  Þetta verði gert þannig að ekki þurfi að greiða sérstaklega í yfirvinnu fyrir umræddar 25 mínútur, skv. grein 2.6.9 í kjarasamningi, eða þá að vinnan verði skipulögð þannig að starfsmenn hafi reglulegan matar- og kaffitíma.
Forstöðumönnum er falið að koma með tillögur til Bæjarráðs.



15.  Samræming launa  fyrir sömu störf
Greiða skal sömu laun fyrir sömu störf hjá sveitarfélaginu. Greiðslu húsnæðisstyrkja til starfsmanna verði hætt.
Unnið verður að samræmingu launa hjá Fjallabyggð, deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar og bæjarstjóra falið að vinna að samræmingu launa.



25.  Rekstur málefna fatlaðra
Lagt er til að þess verði gætt að þjónustu vegna málefna fatlaðra verði hagað þannig að tekjur, sem ætlaðar eru í málaflokkinn, standi ávallt undir sér.
Fundargerðir stjórnar Þjónustusamlags um málefni fatlaðra SSNV skulu kynntar í bæjarráði
Unnið verður að því að reksturinn standi undir sér á vettvangi Byggðasamlags um málefni fatlaðra. Bæjarstjórn telur ekki raunhæft að reksturinn skili framlegð til sveitarfélagsins.



26.  Yfirstjórn málefna fatlaðra
Lagt er til að Fjallabyggð beiti sér fyrir því, með aðildar sveitarfélögunum, að yfirstjórn um málefni fatlaðra verði endurskoðuð.   Stjórnunin verði gerð markvissari og færð nær bæjarstjórnunum en verið hefur.
Fjallabyggð skal beita sér fyrir því, með aðildar sveitarfélögunum, að yfirstjórn um málefni fatlaðra verði endurskoðuð.   Stjórnunin verði gerð markvissari og færð nær bæjarstjórnunum en verið hefur.
Unnið verður að því að fyrirkomulag á yfirstjórn málefna fatlaðra verði endurskoðað á vettvangi Byggðasamlags um málefni fatlaðra.



Leikskóli Fjallabyggðar



27.  Álagsgreiðslur og yfirtíð
Lagt er til að hætt verði að greiða yfirtíð þeim starfsönnum sem mæta fyrir kl. 8:00 og hætta eftir kl. 16:00.   Séð verði til þess að sá vinnutími rúmist innan dagvinnutíma viðkomandi.  Greiðist þá fyrir þann tíma dagvinnukaup með álagi skv. kjarasamningi fyrir kl. 8:00 en ekkert álag eftir kl. 16:00.
Hætt verður að greiða yfirtíð þeim starfsönnum sem mæta fyrir kl. 8:00 og hætta eftir kl. 16:00.   Séð verði til þess að sá vinnutími rúmist innan dagvinnutíma viðkomandi.  Greiðist þá fyrir þann tíma dagvinnukaup með álagi skv. kjarasamningi fyrir kl. 8:00 en ekkert álag eftir kl. 16:00.
Bæjarstjórn felur leikskólastjóra að gera tillögu til Bæjarráðs um framkvæmd.



30.  Stöðugildi
Lagt er til að endurskoða fjölda stöðugilda við leikskólana.  Bæjarstjórn setji sér markmið um fjölda barna á hvert stöðugildi við leikskólann.  Þetta  komi skýrt fram í greinargerð með fjárhagsáætlun um fjölda stöðugilda á leikskólanum og því verði fylgt eftir.
Markmið til viðmiðunar verður sett við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.



31.  Ræstingar
Lagt er til að ræstingar hjá leikskólunum verði  endurskoðaðar og hafður sami háttur á í báðum húsunum.  Kannað verði hvort ekki sé hagstæðara að ræstingar fari fram í tímavinnu.
Ræstingar hjá leikskólunum skulu endurskoðaðar og hafður sami háttur á í báðum starfsstöðvum leikskóla.
Ákvörðun verður tekin eftir útreikninga og endurskoðun við gerð fjárhagsáætlunar.



Grunnskóli Fjallabyggðar



34.  Fjöldi stöðugilda
Lagt er til að fjöldi stöðugilda við Grunnskóla Fjallabyggðar, bæði hvað varðar kennara og annað starfsfólk, verð tekinn til endurskoðunar.  Bæjarstjórn marki sér ákveðna stefnu um fjölda nemenda á hvert stöðugildi.
Markmið til viðmiðunar verður sett við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.



36.  Yfirtíð annarra starfsmanna en kennara
Lagt er til að húsverðir verði einu starfsmenn skólans sem hafi fasta yfirtíð og tímafjöldinn verði endurskoðaður.  Jafnframt að öll vinna annarra starfsmanna en kennara verði endurskipulögð þannig að ekki komi til þess að greiða þurfi fyrir yfirtíð.
Húsverðir skulu vera einu starfsmenn skólans sem hafi fasta yfirtíð og tímafjöldinn skal endurskoðaður.  Jafnframt skal öll vinna annarra starfsmanna en kennara  endurskipulögð þannig að ekki komi til þess að greiða þurfi fyrir yfirtíð.
Skólastjóra er falið að gera tillögu að útfærslu á þessum lið.



37.  Samræming launakjara
Lagt er til að launakjör almennra starfsmanna við skólann verði samræmd.
Launakjör almennra starfsmanna við skólann skulu samræmd.
Bæjarstjórn felur skólastjóra að vinna að samræmingu launa starfsmanna við Grunnskóla Fjallabyggðar.



38.  Ræstingar
Lagt er til að skólaliðar sjái alfarið um ræstingar.  Jafnframt að húsvörður hafi yfirumsjón með ræstingum.
Skólastjóra hefur verið falin framkvæmd þessarar tillögu.



40.  Húsumsjónarmaður
Lagt er til að  húsumsjónarmenn við grunnskólann verði jafnframt húsumsjónarmenn við leikskólann á hvorum stað.
Húsumsjónarmenn við grunnskólann verði jafnframt húsumsjónarmenn við leikskólann á hvorum stað.
Ekki er hægt að gera þessa breytingu að sinni þar sem búið er að skipuleggja starfið í vetur.



41.  Skráning orkunotkunar
Lagt er til að húsumsjónarmanni verði falið að skrá orkunotkun mánaðarlega vegna grunnskólans.
Húsumsjónarmanni verði falið að skrá orkunotkun mánaðarlega vegna grunnskólans og skila niðurstöðum til Tæknideildar.
Skólastjóra hefur verið falið að koma skráningu til framkvæmda.



Tónskóli Fjallabyggðar



43.  Ræstingar
Lagt er til að ræstingar við skólann verð samræmdar.  Einnig hvort komi til greina að draga úr ræstingum.
Bæjarstjórn felur skólastjóra að gera tillögu til Bæjarráðs.


Tjarnarborg, menningarhús



45.  Starfsmaður við ræstingar
Lagt er til að kanna hvort minnka megi starfshlutfall vegna ræstinga sem nú er 50% starf.  Jafnframt að starfsmaðurinn heyri undir forstöðumann Tjarnarborgar og að forstöðumaðurinn hafi yfirumsjón með ræstingum í öllu húsinu, þ.m.t. húsnæði tónlistarskólans.
Bæjarstjórn felur skólastjóra og forstöðumanni Tjarnarborgar útfæra tillögu til Bæjarráðs.



Æskulýðs- og íþróttamál



46.  Félagsmiðstöð
Lagt er til að starfshlutföll og vinnutilhögun í félagsmiðstöð verði tekin til endurskoðunar m.a. með það að markmiði að draga úr yfirvinnu.
Deildarstjóra fjölskyldudeildar er falið að koma tillögu til framkvæmda við ráðningar fyrir veturinn.  Jafnframt er fjölskyldudeild falið að kanna húsnæðismál félagsmiðstöðvar í Ólafsfirði m.a. verði kannað hvort vallarhús við Ægisgötu geti hentað fyrir starfsemina.



47.  Vinnuskólinn
Lagt er til að vinna verði skipulögð þannig að ekki sé yfirvinna  hjá starfsmönnum.
Vinnuskóli skal skipulagður þannig að ekki verði yfirvinna  hjá starfsmönnum.
Bæjarstjórn felur umsjónarmönnum vinnuskóla að koma tillögu til framkvæmda við ráðningar fyrir næsta sumar.



Slökkvilið Fjallabyggðar



53.  Bakvaktir
Lagt er til að kanna  hvort til greina komi að einn maður sé á bakvakt hjá slökkviliðinu á hverjum tíma.
Ekki er talið raunhæft að einn maður sinni vakt í báðum bæjarkjörnum samtímis.
Kanna skal hvort slökkvilið geti tekið að sér að vakta brunaviðvörunarkerfi í stofnunum Fjallabyggðar.
Ekki er talið raunhæft öryggis vegna að stjórnendur slökkviliðs vakti brunaviðvörunarkerfi, sjá minnisblað slökkviliðsstjóra. Kannað skal hvort aðrir starfsmenn Fjallabyggðar geti tekið að sér vöktun.



61.  Stöðugildi
Lagt er til að endurskoða fjölda stöðugilda við þjónustumiðstöðina með það að markmiði að fækka þeim og/eða auka verkefni þjónustumiðstöðvarinnar eins og t.d. að taka yfir rekstur gámasvæðisins.
Fjöldi stöðugilda í Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar skal vera í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að fækka þeim. Niðurstaða liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2014.
Tillaga bæjarráðs er að starfsmenn í þjónustumiðstöð verði 4 þegar núverandi bæjarverkstjóri lætur af störfum.  Bæjarstjóra er falið að koma breytingum til framkvæmda í samráði við Bæjarráð.



62.  Bakvaktir
Lagt er til að skoðað verði að leggja niður bakvaktir hjá þjónustumiðstöðinni.
Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar er nauðsynlegt að hafa einn mann á bakvakt í þjónustumiðstöð vegna vatnsveitu og fráveitu.  Bæjarráð leggur til óbreytt fyrirkomulag bakvakta í þjónustumiðstöð.



Fjallabyggðarhafnir



70.  Bakvaktir, 40% álag ofan á föst laun og föst yfirtíð
Lagt er til að tekið verði til skoðunar að hætta að greiða starfsmönnum hafnarinnar 40% álag ofan á föst laun og fyrir bakvaktir.  Í stað þess verði samið við starfsmenn hafnarinnar um fasta yfirtíð, sem nái yfir alla vinnu og óþægindi utan reglubundins vinnutíma, þ.m.t. bakvaktir.
Bæjarstjórn samþykkir að starfsmenn við Fjallabyggðarhafnir verði 2 þegar núverandi yfirhafnarvörður lætur af störfum. Bæjarstjóra er falið að koma breytingum til framkvæmda í samráði við Bæjarráð og Hafnarstjórn.  



72.  Reikningagerð
Lagt er til að yfirhafnarvörður geri reikninga fyrir höfnina eða setji greiðslukröfur  þannig fram að ekki þurfi að endursemja reikningana  á bæjarskrifstofunni.  Jafnframt að reikningagerð fari fram mánaðarlega.
Yfirhafnarvörður skal gera reikninga fyrir höfnina eða setja greiðslukröfur  þannig fram að ekki þurfi að endursemja reikningana  á bæjarskrifstofu.  Jafnframt skal reikningagerð fara fram mánaðarlega.
Samkvæmt minnisblaði yfirhafnarvarðar myndi innheimtukostnaður hækka við þessa breytingu, lagt er til að fyrirkomulag verði óbreytt að sinni.



Eftir yfirferð forseta tók Sigurður Hlöðvesson til máls.


Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu 70. liðar tillögunnar.
Liður 70 samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.


Aðrir liðir samþykktir að öðru leyti með 9 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 311. fundur - 18.09.2013

Deildarstjóri tæknideildar óskar heimildar til að selja traktor frá árinu 1990, sem þarfnast endurnýjunar.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöðu yfirhafnarvarðar og verkstjóra þjónustumiðstöðvar lausar til umsóknar.

Bæjarstjóra er falið að auglýsa stöðurnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 04.11.2013

Ólafur Kárason lagði fram neðanritaða tillögu.
"Lagt er til að bæjarráð endurskoði hugmyndir sínar um fækkun um einn starfsmann við Fjallabyggðahafnir.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að Fjallabyggðahafnir eru í mikilli sókn og tekjur hafa aukist ár frá ári"
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en Steingrímur Óli sat hjá.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 08.11.2013

Lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni á Akureyri, dags. 22. október s.l.
Í bréfinu er óskað eftir skriflegum svörum er varðar uppsögn úr starfi íþrótta - og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar 27. júní 2013.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu að höfðu samráði við lögmann Sambands ísl. sveitarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19.11.2013

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Lögmannsstofu Akureyrar ehf. er varðar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.