Bæjarráð Fjallabyggðar

300. fundur 18. júní 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök

Málsnúmer 1306024Vakta málsnúmer

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, kallar eftir því að sveitarfélög tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði.

Lagt fram til kynningar, bæjarráð mun taka slíkar beiðnir til afgreiðslu með sama hætti og beiðnir frá öðrum félagasamtökum.

2.Reglur eða vinnureglur varðandi afhendingu upplýsinga t.d. til fjölmiðla

Málsnúmer 1306021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar til stjórnenda varðandi afhendingu gagna úr skjalakerfi bæjarfélagsins til m.a. fjölmiðla sem og eyðublöð er slík mál varðar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögur og leiðbeiningar til stjórnenda, sem og eyðublað sambærilegt því sem nokkur sveitarfélög hafa komið sér upp.

3.Stefnumótun í menningarmálum á starfsvæði Eyþings

Málsnúmer 1306017Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur sem Menningarráð Eyþings hefur samið um stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings.

 

Bæjarráð samþykkir að vísar tillögunum til umfjöllunar í menningarnefnd.

4.Tilboðsopnun - Skálarhlíð, breytingar á 3. hæð

Málsnúmer 1306026Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða tilboðsopnunar frá 11. júní sem var í umsjón deildarstjóra tæknideildar.
Tilboð bárust frá þremur aðilum í breytingar á 3. hæð Skálarhlíðar.
Byggingafélagið Berg ehf. bauð 5.760.000 kr. sem er 82,9 % af kostnaðaráætlun.
ÓHK Trésmíðar ehf. bauð 6.800.925 kr. sem er 97,8 % af kostnaðaráætlun.
GJ Smiðir ehf. bauð 7.458.929 kr. sem er 107,3 % af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6.951.031 kr.

Bæjarráð telur rétt að taka lægsta tilboðinu að upphæð kr. 5.760.000.- frá Byggingarfélaginu Berg hf.

5.Umferð og bílastæðaskortur við Háveg

Málsnúmer 1306009Vakta málsnúmer

Í erindi íbúa við Háveg, Siglufirði dagsettu 31. maí 2013, er óskað eftir skoðun á umferð og bílastæðaskorti við umrædda götu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Útboð á sorphirðu 2013

Málsnúmer 1305048Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir afstöðu bæjarráðs á því, hvort breyta eigi fyrirkomulagi á tunnufjölda við hús í útboði sem á að fara fram er varðar sorphirðu.

Bæjarráð telur rétt að miða við núverandi kerfi, en að hægt sé að bjóða einnig tveggja tunnu kerfi með áherslu á óbreytta flokkun.

Bæjarráð leggur áherslu á að sorpmóttökustöð sé inni í útboði að þessu sinni.

7.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Málsnúmer 0807009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný samþykkt fyrir Fjallabyggð.
Eftir yfirferð, lagfæringar og breytingar vísar bæjarráð samþykktunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

8.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Bæjarráð fór yfir nokkur mál er varðar rekstrar- og fjárhagslega úttekt í Fjallabyggð.
Samkvæmt nýju skipuriti sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. júní s.l., er stjórnsýslu Fjallabyggðar skipt í 3 deildir í stað 5 áður.
Yfirmenn deildanna verða samkvæmt þessu, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar, deildarstjóri tæknideildar og deildarstjóri fjölskyldudeildar.
Samkvæmt nýju skipuriti er staða fræðslu- og menningarfulltrúa lögð niður og verkefni er snúa að fræðslumálum heyra framvegis undir bæjarstjóra, hvað varðar rekstur, fjölskyldudeild og skólastjóra grunnskóla, leikskóla og tónskóla. Verkefni er snúa að menningar-, atvinnu-, kynningar- og ferðamálum heyra undir nýtt starf sem heyrir undir Stjórnsýslu og fjármáladeild. Núverandi fræðslu- og menningarfulltrúa er boðið að taka við hinu nýja starfi á þeirri deild.

Samþykkt samhljóða.

9.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Haraldi L. Haraldssyni er varðar aukið tímamagn við gerð úttektar fyrir bæjarfélagið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 3 verði samþykktur í ljósi fram kominna upplýsinga.

10.Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun

Málsnúmer 1306025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 30. maí 2013, þar sem fram kemur að nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í þriðja skipti 29. janúar 2014 á Grand hóteli í Reykjavík. Sveitarfélög geta því byrjað að velta fyrir sér tilnefningum, en í september verða nánari upplýsingar sendar og óskað eftir formlegum tilnefningum. Gert er ráð fyrir að frestur til að leggja þær fram verði til 1. nóvember n.k.

11.Dagur íslenskrar náttúru 2013

Málsnúmer 1306033Vakta málsnúmer

Dagur ísl. náttúru verður að venju haldinn hátíðlegur 16. september n.k. og er sveitarfélagið hvatt til þátttöku.

 

12.Húsgagnakaup fyrir unglingastig

Málsnúmer 1306032Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um kaup á búnaði fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði, en um er að ræða 80 borð og stóla fyrir um 9.963.374.- kr. í samræmi við tillögur við gerð fjárhagsáætlunar.

13.Stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar

Málsnúmer 1306028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Hagmunasamtökum Heimilanna, sem barst í rafpósti þann 24. maí 2013, þar sem fram kemur m.a. að Hagmunasamtök heimilanna beina þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við nauðungarsölur og aðrar fullnustuaðgerðir. Í bréfinu er kynnt ályktun um áskorun til sveitarstjórnar sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna 15. maí s.l.

14.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2013

Málsnúmer 1301027Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 4. júní 2013 lögð fram til kynningar.

15.Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1301025Vakta málsnúmer

Fundargerð 806. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 31. maí 2013, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.