Staðfesting á nýjum samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Málsnúmer 0807009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 04.06.2013

Tekin til umfjöllunar samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar og breytingar sem þarf að gera.

Unnið verður áfram í samráði við lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillaga lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 299. fundur - 11.06.2013

Farið yfir drög að samþykktum fyrir sveitarfélagið.

Tillaga verður til umræðu á bæjarstjórnarfundi 12. júní og síðari umræða um tillögu að samþykktum verður á aukafundi bæjarstjórnar 21. júní 2013.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.06.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að samþykktum.
Allir bæjarfulltrúar tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögu að samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar til síðari umræðu í bæjarstjórn 20. júní 2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 300. fundur - 18.06.2013

Lögð fram til kynningar ný samþykkt fyrir Fjallabyggð.
Eftir yfirferð, lagfæringar og breytingar vísar bæjarráð samþykktunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 20.06.2013

90. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa tillögu að samþykktum um stjórn Fjallabyggðar til síðari umræðu á 91. fundi.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að samþykktum.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum tillögu að samþykktum um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 12.09.2013

Forseti gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu um breytingu á 46. grein samþykkta.

"Bæjarstjórn samþykkir að sameina tvær nefndir, menningarnefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd í markaðs- og menningarnefnd".

 

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 09.10.2013

Tekin til síðari umræðu eftirfarandi tillaga um breytingu á 46. grein samþykkta lið b.

"Bæjarstjórn samþykkir að sameina tvær nefndir,
menningarnefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd í markaðs- og menningarnefnd".

 
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 9 atkvæðum.
Liður 4 og 5 eru sameinaðir undir lið 4 í eina nefnd í samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og aðrir númeraðir liðir í 46. grein b þar á eftir taka breytingum samkvæmt því.

Drög að erindisbréfi lögð fram og samþykkti bæjarstjórn að vísað þeim til umfjöllunar í bæjarráði og í framhaldi af því til markaðs- og menningarnefndar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

93. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa drögum að erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar í bæjarráði og í framhaldi af því til markaðs- og menningarnefndar.

Bæjarráð telur rétt að vísa erindisbréfi til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.