Bæjarráð Fjallabyggðar

317. fundur 22. október 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.30 ára afmæli Starfsmannafélags Fjallabyggðar

Málsnúmer 1310045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 15. október 2013, undirritað af formanni stéttarfélagsins er varðar ósk um styrk til að halda veglega afmælisárshátíð  26. október n.k., í tilefni af 30 ára afmæli Starfsmannafélags Fjallabyggðar.


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við formann félagsins um að bæjarfélagið stefni að sameiginglegri hátíð allra starfsmanna Fjallabyggðar.

2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014

Málsnúmer 1309029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dags. 16. október.  Í bréfinu kemur fram að ætlunin er að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins sem skiptist þannig, að Siglufjörður fær 140 þorskígildistonn en Ólafsfjörður 300 þorskígildistonn.
Frestur til að leggja fram rökstuddar tillögur um úthlutun er til 1. nóvember n.k.
Á næsta fundi bæjarráðs verður tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun.

 

3.Case IH 4230 dráttarvél, opnun tilboða

Málsnúmer 1310051Vakta málsnúmer

Tilboð í Case IH 4230 dráttarvél voru opnuð 16. október 2013. Tilboð bárust frá fimm aðilum.

Hæsta tilboðið kom frá Ingólfi Frímannssyni að upphæð kr.1.251.000.-.

Bæjarráð leggur til að því tilboði verði tekið.

4.Framtíðaráform fyrir Skíðasvæðið í Skarðsdal með hliðsjón af snjóflóðahættu

Málsnúmer 1301022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Valtý Sigurðssyni hrl., dagsett 14. október 2013.
Þess er farið á leit við Fjallabyggð, með aðkomu tæknideildar, að formlegt erindi verði sent til Vegagerðarinnar um að gera frumdrög að vegalagningu og bílastæðum að nýjum upphafsstað miðað við framkomna tvo valkosti.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda formlegt erindi til Vegagerðar er varðar óskir um frumdrög að vegalagningu að nýjum skíðaskála.

5.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Eftirtaldar nefndabreytingar voru samþykktar samhljóða.

Breyting í almannavarnarnefnd Eyjafjarðar.
Í stað Þorsteins Jóhannessonar verði aðalmaður Tómas A. Einarsson.

Varamaður verður Arnar Freyr Þrastarson.

Kosning í markaðs- og menningarnefnd.
Aðalmenn:
Ingvar Erlingsson formaður f.h. B lista.

Arndís Jónsdóttir f.h. D lista.
Guðrún Unnsteinsdóttir f.h. T lista.
Ægir Bergsson f.h. S lista.
Sólrún Júlíusdóttir utan flokka.
Áheyrnarfulltrúi Sæbjörg Ágústsdóttir f.h. S lista.

Varamenn:
Margrét Jónsdóttir f.h. B lista.
Hjalti Gunnarsson f.h. D lista.
Sigurður Hlöðvesson f.h. T lista.
Guðmundur Gauti Sveinsson f.h. S lista.
Egill Rögnvaldsson f.h. S lista.
Varaáheyrnarfulltrúi Kristjana Sveinsdóttir f.h. S lista.

 

Breyting í fræðslu- og frístundanefnd
Í stað Katrín Freysdóttur verður Ásdís Pálmadóttir aðalmaður

Því nefndarfólki sem er að láta af störfum eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og nýtt nefndarfólk boðið velkomið til starfa.

6.Ósk um nýjan/endurbættan vegkafla frá Garðsvegi og upp að golfskála GÓ Skeggjabrekku

Málsnúmer 1310001Vakta málsnúmer

Stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar óskar eftir að bæjarfélagið leggi nýjan /endurbættan veg frá Garðsvegi og að golfskála félagsins í Skeggjabrekku.

Lagt fram til kynningar og vísað til áætlunargerðar.

7.Umsókn um aukastyrk vegna útgjalda við sjálfboðaliðahóp "SEEDS"

Málsnúmer 1310012Vakta málsnúmer

Skógræktarfélag Siglufjarðar óskar eftir aukastyrk að upphæð kr. 140.000.- til að greiða húsnæði fyrir sjálfboðaliðshóp er dvaldi á þeirra vegum í 14 daga.

Einnig er minnt á og óskað eftir endurskoðun á samstarfssamningi sem áður hefur verið vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.

Bæjarráð telur rétt að vísa báðum erindunum til endanlegrar gerðar fjárhagsáætlunar.

8.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

Um er að ræða annars vegar tilfærslu milli fjárhagsliða innan rekstar og hins vegar tilfærslu fjárhagsliða vegna framkvæmda.
Niðurstaða fjárhagsáætlunar breytist ekki.

9.Viðtalstímar þingmanna og sveitarstjórna í Eyþingi

Málsnúmer 1310041Vakta málsnúmer

Fundur þingmanna og fulltrúa Fjallabyggðar verður á Akureyri fimmtudaginn 24. október kl. 15.45.

Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að sitja fundinn f.h. bæjarfélagsins.
Bæjarstjóri lagði fram greinargerð og tillögur að umræðuefni þess fundar sem og fundar með fjárlaganefnd.
Greinargerðin var samþykkt með áorðnum breytingum.

10.VIII. umhverfisþing 8. nóvember 2013

Málsnúmer 1310042Vakta málsnúmer

Áttunda umhverfisþing á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis verður haldið föstudaginn 8. nóvember 2013 í Hörpu í Reykjavík.
Lögð er áhersla á að fulltrúar sveitarfélaga skrái sig fyrir 28. október n.k.

 

 

11.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar

Málsnúmer 0807009Vakta málsnúmer

93. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa drögum að erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar í bæjarráði og í framhaldi af því til markaðs- og menningarnefndar.

Bæjarráð telur rétt að vísa erindisbréfi til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

12.Aðalfundur slökkviliðsstjóra á Íslandi 2013

Málsnúmer 1310035Vakta málsnúmer

Félag slökkviliðsstjóra hélt aðalfund sinn um síðustu helgi á Akureyri. Slökkviliðsstjóri var fulltrúi bæjarfélagsins.

13.Aðalfundur Eyþings 27. og 28. september 2013

Málsnúmer 1310016Vakta málsnúmer

Lagðar fram ályktanir aðalfundar Eyþings frá því í september.

 

14.150 milljónir greiddar til aðildarsveitarfélaga EBÍ

Málsnúmer 1310050Vakta málsnúmer

Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands hefur samþykkt að greiða út ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga EBÍ.
Hlutur Fjallabyggðar er kr. 3.700.500.- og samkvæmt áætlun sveitarfélagsins.

15.Samantekt á fyrirhuguðum verkefnum í Listhúsi í Fjallabyggð á árinu 2014

Málsnúmer 1310017Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að verkefnum sem vinna á í umhverfismálum í Ólafsfirði á næsta ári.

Bæjarráð vísar tillögunum til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

16.Til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 6. mál

Málsnúmer 1310044Vakta málsnúmer

Þingsályktunartillaga lögð fram til kynningar.

17.Fundagerðir samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1301028Vakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar frá 19. september 2013 lögð fram til kynningar.

18.Þjónusta við sjávarútvegssveitarfélög - Stjórnborði

Málsnúmer 1310023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Fundur sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 1309063Vakta málsnúmer

Greinargerð með áherslum Fjallabyggðar lögð fram og hún samþykkt með breytingum.

20.Sigurhæð - safnamál

Málsnúmer 1310058Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Þorsteinn Ásgeirsson, Kristín Trampe og Sveinn Magnússon og afhentu undirskriftarlista 523 stuðningsaðila um að breyta húsnæðinu Sigurhæð, Aðalgötu 15 í Ólafsfirði, í safnahús. 
Hugmyndir þeirra ganga út á að stofna sjálfseignastofnun um starfsemina, með aðkomu hollvinafélags.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

21.Samráðsfundir með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar frá fundi bæjarstjóra og formanni bæjarráðs með fulltrúum Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 19:00.