Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1301007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 08.01.2013

Bæjarráð samþykkir að Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar verði þannig skipuð:

1. S. Guðrún Hauksdóttir verður aðalmaður og Óskar Sigurbjörnsson varamaður.

2. Magnús G. Ólafsson verður aðalmaður og varamaður hans Guðbjörn Arngrímsson.

3. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir verður aðalmaður og Hafþór Kolbeinsson varamaður.

4. Ingvar Erlingsson verður aðalmaður og Óskar Þórðarson varamaður.

5. Jónína Magnúsdóttir aðalmaður og Ríkey Sigurbjörnsdóttir varamaður.

6. Áheyrnarfulltrúi minnihluta er Jón Tryggvi Jökulsson og Jakob Kárason varamaður.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 23.01.2013

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum ósk Halldóru Salbjargar Björgvinsdóttur, sem verið hefur í leyfi frá störfum bæjarstjórnar, um lausn frá störfum bæjarstjórnar til loka kjörtímabils.

Forseti bæjarstjórnar þakkaði Halldóru fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 10.04.2013

88. fundur bæjarstjórnar samþykkir eftirfarandi breytingu í menningarnefnd með 9 atkvæðum.

Aðalmaður verður Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson til vara.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

89. fundur bæjarstjórnar samþykkti með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingu í frístundanefnd:

Fyrir T-lista verður María Bjarney Leifsdóttir, aðalmaður og Sigurður Björn Gunnarsson, varamaður.

89. fundur bæjarstjórnar samþykkti með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingu í menningarnefnd:

Fyrir T - lista verður Inga Eiríksdóttir formaður og Sigurður Hlöðversson, varamaður.

89. fundur bæjarstjórnar samþykkti með 9 atkvæðum ósk Bjarkeyjar Gunnarsdóttur, um lausn frá störfum bæjarstjórnar til loka kjörtímabils.
Aðalmaður í bæjarstjórn verður Sigurður Hlöðvesson og varabæjarfulltrúi Guðrún Unnsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar þakkaði Bjarkey fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskaði velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi Alþingis.

Bjarkey Gunnarsdóttir tók til máls undir þessum lið og þakkaði ánægjulegt samstarf og góð kynni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21.05.2013

Eftirfarandi breytingar voru lagðar fram að hálfu T-lista.
Aðalmaður í stjórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar verður Inga Eiríksdóttir í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur.

Varafulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund Sambands íslenskra sveitarfélaga verður Sigurður Hlöðvesson og kemur í stað Bjakeyjar Gunnarsdóttur.
Aðalmaður á Aðalfund Eyþings verður Sigurður Hlöðvesson í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur.

Eftirfarandi breyting var lögð fram af hálfu B-lista.

Ruth Gylfadóttir verður varamaður í undirkjörstjórn í Ólafsfirði í stað Eydísar Óskar Víðisdóttur.

 

Fráfarandi nefndarfólki þökkuð góð störf og nýtt fólk boðið velkomið til starfa.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.06.2013

Samþykkt var með 9 atkvæðum að Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir yrði varamaður í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur í stjórn Hornbrekku.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 20.06.2013

a. Kjör forseta bæjarstjórnar skv. 9. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um að Ingvar Erlingsson yrði forseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.
b. Kjör 1. varaforseta bæjarstjórnar skv. 9. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um að Þorbjörn Sigurðsson yrði 1. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.
c. Kjör 2. varaforseta bæjarstjórnar skv. 9. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um að Egill Rögnvaldsson yrði 2. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.
d. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara skv. 12. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um Sólrúnu Júlíusdóttur og Guðmund Gauta Sveinsson sem skrifara og Ólaf Helga Marteinsson og Sigurð Hlöðvesson til vara.
Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.
e. Kosning í bæjarráð skv. 30. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um að aðalmenn í bæjarráði yrðu Þorbjörn Sigurðsson sem formaður, Helga Helgadóttir og Egill Rögnvaldsson. Til vara Ólafur H. Marteinsson, Ingvar Erlingsson og Sólrún Júlíusdóttir.
Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.

Samþykkt var með 9 atkvæðum að vísa öðrum nefndarbreytingum  til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

91. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa öðrum nefndarbreytingum á dagskrá þess fundar til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti eftirfarandi tillögur samhljóða:

Hafnarstjórn.

Aðalmaður, Rögnvaldur Ingólfsson fyrir S-lista.

Varamaður, Víglundur Pálsson fyrir S-lista.


Fræðslu- og frístundanefnd.

Aðalmaður, Nanna Árnadóttir fyrir S-lista.

Varamaður, Þrúður Sigmundsdóttir, fyrir S-lista.

Aðalmaður, S. Guðrún Hauksdóttir, fyrir D-lista.

Varamaður, Brynja Hafsteinsdóttir, fyrir D-lista.

Aðalmaður, Katrín Freysdóttir fyrir B-lista.

Varamaður, Óskar Þórðarson fyrir B-lista.

Aðalmaður, Sólrún Júlíusdóttir utan framboðs.

Varamaður, Jón Tryggvi Jökulsson utan framboðs.

Aðalmaður, Ólafur H. Kárason fyrir S-lista.

Varamaður, Jakob Örn Kárason fyrir S-lista.


Heilbrigðisnefnd SSNV.

Aðalmaður, Margrét Ósk Harðardóttir.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 12.09.2013

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að fresta þessum fundarlið.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 09.10.2013

Kosning í markaðs- og menningarnefnd.

Skipan nefndarinnar verðu með þeim hætti að meirihluti hefur þrjá nefndarmenn og minnihluti tvo.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

Eftirtaldar nefndabreytingar voru samþykktar samhljóða.

Breyting í almannavarnarnefnd Eyjafjarðar.
Í stað Þorsteins Jóhannessonar verði aðalmaður Tómas A. Einarsson.

Varamaður verður Arnar Freyr Þrastarson.

Kosning í markaðs- og menningarnefnd.
Aðalmenn:
Ingvar Erlingsson formaður f.h. B lista.

Arndís Jónsdóttir f.h. D lista.
Guðrún Unnsteinsdóttir f.h. T lista.
Ægir Bergsson f.h. S lista.
Sólrún Júlíusdóttir utan flokka.
Áheyrnarfulltrúi Sæbjörg Ágústsdóttir f.h. S lista.

Varamenn:
Margrét Jónsdóttir f.h. B lista.
Hjalti Gunnarsson f.h. D lista.
Sigurður Hlöðvesson f.h. T lista.
Guðmundur Gauti Sveinsson f.h. S lista.
Egill Rögnvaldsson f.h. S lista.
Varaáheyrnarfulltrúi Kristjana Sveinsdóttir f.h. S lista.

 

Breyting í fræðslu- og frístundanefnd
Í stað Katrín Freysdóttur verður Ásdís Pálmadóttir aðalmaður

Því nefndarfólki sem er að láta af störfum eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og nýtt nefndarfólk boðið velkomið til starfa.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 13.11.2013

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingar á nefndarskipan.

Í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar verði Ingvar Erlingsson í stjórn Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Í stað Ingu Eiríksdóttur verði Ingvar Erlingsson aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur verður Helga Helgadóttir aðalmaður í fulltrúaráði Eyþings.