Bæjarstjórn Fjallabyggðar

88. fundur 10. apríl 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Margrét Ósk Harðardóttir varabæjarfulltrúi
  • Guðrún Unnsteinsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir, nema S.Guðrún Hauksdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir, sem boðuðu forföll og í þeirra stað komu Margrét Ósk Harðardóttir og Guðrún Unnsteinsdóttir.

Samþykkt var með 9 atkvæðum að taka á dagskrá liðinn "Nefndarbeytingar 2013"

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013

Málsnúmer 1303008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Lögð fram fundargerð aukafundar Eyþings frá 12. febrúar sem og sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra fyrir árið 2013.
    Í þeirri áætlun kemur fram að ætlunin er að leggja um 50 m.kr. til verkefna sem ekki eru falin öðrum með lögum og þá fyrst og fremst á sviði atvinnumála og nýsköpunar, mennta og menningarmála eða markaðsmála.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram bréf frá 27. febrúar, er varðar styrkumsókn áhugamannahóps um útgáfu á bók um "Björn í Firði."
    Bæjarráð samþykkir að vísa fram komnum óskum til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Ársfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl kl. 14.00. Búið er að tilnefna í stjórn f.h. sveitarfélaga við Eyjafjörð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Fræðslu og menningarfulltrúi sækir um aukafjárveitingu fyrir sérfræðiþjónustu á leikskóla Fjallabyggðar frá 1. september n.k.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umrædd fjárheimild verði samþykkt eða kr. 1.308.000.-.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Sótt er um rekstrarleyfi handa Billanum vegna veitingastofu að Lækjargötu 8, Siglufirði.
    Bæjarráð staðfestir jákvæða afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Eigendur sumarhúsa að Reykjum óska eftir niðurfellingu á sorphirðu og sorpeyðingargjaldi sem lagt er á allar eignir þ.m.t. bústaði.
    Bæjarráð hafnar fram komnum óskum og vísar í reglur bæjarfélagsins og framlagt minnisblað frá umhverfisfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Bæjarráð staðfestir útreikninga á framlögum til stjórnmálaflokka á grundvelli laga nr. 162 frá 2006.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við eiganda Óslands ehf um hugmyndir hans er varðar áhaldahúsið í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Íþróttafélagið sækir um styrk.
    Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Bæjarráð tilnefnir formann menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttur sem aðalmann og Arndísi Erlu Jónsdóttur sem varamann.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Fundargerð aðlafundar húsfélagsins frá 22. mars 2013, lögð fram til kynningar.
    Fram kemur að gluggaskipti á norðurhlið hússins séu talin mjög aðkallandi.
    Bæjarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti að húsfélagið leiti verðtilboða í gluggaskipti á norðurhlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að bjóða út soprhirðu í Fjallabyggð, þar sem samningur rennur út á árinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Í bókun 85. fundar fræðslunefndar kom eftirfarandi m.a. fram:
    "Nú er ljóst að skólahald getur ekki orðið með þeim hætti sem gengið var út frá við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
    Það liggur fyrir að nýbygging við Norðurgötu verður ekki tilbúin innan tilskilins tíma þar sem komið hefur í ljós að deiliskipulag liggur ekki fyrir.
    Því leggur fræðslunefnd áherslu á að skólahald verði óbreytt frá því sem nú er þ.e. að kennt verði áfram í skólahúsinu við Hlíðarveg á Siglufirði til vors 2014.
    Vegna þessa er nauðsynlegt að gera breytingar á fjárhagsáætlun til að mæta auknum útgjöldum. Áætlaður útlagður kostnaður á árinu 2013 eykst um kr. 3.825.000, auk þess hækka liðir sem ekki hafa bein áhrif á fjárstreymi s.s. innri leiga og fasteignagjöld.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja aukafjárveitingu samkvæmt ofangreindri tillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram til kynningar yfirlit janúar til febrúar 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Fundur á vegum Ungmennafélags Íslands var haldinn 20. - 22. mars s.l. á Egilsstöðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. mars 2013, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 11. mars, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26. mars 2013
    Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 19. febrúar 2013, lögð fram til kynningar.
    Umræða varð í bæjarráði um starfsmannamál og um stöðu Hornbrekku og er bæjarstjóra falið að upplýsa stjórn um stöðu mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 290. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013

Málsnúmer 1304001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lagðar fram upplýsingar og verklýsing um tilraunavindkljúf í Hafnarhyrnu, en Framkvæmdasýsla ríkisins hefur boðið verkið út.
    Búið er að opna tilboð í verkið.  Tvö tilboð bárust. J.E. vélaverkstæði átti lægsta tilboðið kr. 2.062.734.- og er hlutur Fjallabyggðar 10% af þeirri upphæð.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við verkefnið og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi verksamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá 13.maí 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda við slíkt nám, veitir ríkissjóður árlega fjárhæð til að mæta kennslukostnaði í tónlistarskólum landsins.
    Sveitarfélögin taka tímabundið við 6 verkefnum að upphæð 216.4 kr. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun innheimta hlutdeild sveitarfélagsins í framangreindum verkefnum á grundvelli íbúafjölda sem var 2012, 1. janúar 2013.
    Um er að ræða greiðslu sem nemur 1.352.765 kr. og mun fara fram af greiðslum til sveitarfélagsins vegna útgjaldajöfnunarframlags eða almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við fjárhagsáætlun verði samþykktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar frá því í desember sl. var til umræðu samningur um afnotarétt af landi Fjallabyggðar til þyrsluskíðaferða. Umsækjandi er Bergmann ehf.
    Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst á fundinum frá umsækjanda, þar sem fram kemur að fyrirtækið hefur nú einnig undirritað samning við Grýtubakkahrepp um sama málefni.
     
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áætlanir og hugmyndir umsækjanda um þyrluskíðun í Fjallabyggð, en telur ekki rétt að ganga til samninga um einkaleyfi til svo langs tíma.
    Bæjarráð vill taka fram, að komi til samstarfs við fyrirtæki í ferðaþjónustu innan Fjallabyggðar um uppbyggingu og aukna þjónustu við ferðamenn, mun málið verða tekið til endurskoðunar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar drög að samningi við Bolla og Bedda ehf um rekstur og umsjón upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði, sem verður opin allt árið, en bæjarfélagið greiðir fyrir sem samsvarar launum starfsmanns í 50% starfi í þrjá mánuði.
    Bæjarstjóra er falið að leggja samninginn fram undirritaðan og fullfrágengin á næsta fundi bæjarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi við Bolla og Bedda ehf um rekstur á tjaldsvæði í Ólafsfirði. Samningurinn er í samræmi við samskonar samning á Siglufirði.
    Bæjarstjóra er falið að leggja samninginn fram undirritaðan og fullfrágengin á næsta fundi bæjarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram tillaga um að veita bæjarráði Fjallabyggðar umboð til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fer þann 27. apríl 2013 og fullnaðarumboði til úrskurða um athugasemdir er vísað til afgreiðslu næsta fundar bæjarstjórnar.
    Einnig voru lagðar fram upplýsingar um greiðslur til sveitarfélagsins vegna komandi alþingiskosninga, en bréf Innanríkisráðuneytis er dags. 2. apríl 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir slökkvilið Fjallabyggðar. Bæjarráð telur rétt að vísa gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012, lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur áherslu á fá nánari skýringar á frávikum frá fjárhagsáætlun þegar um slíkt er að ræða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Upplýsingar um arðgreiðslu Lánasjóðs sveitarfélaga ehf vegna ársins 2012 lögð fram til kynningar.
    Hlutur Fjallabyggðar er 2.394% og nemur 9.767.520 kr. Í samræmi við lög nr. 94/1996 skal greiða 20% í fjármagnstekjuskatt til ríkisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 20. mars 2013

Málsnúmer 1303007FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 3.1 1303042 Kennslufyrirkomulag í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 20. mars 2013
    Nú er ljóst að skólahald getur ekki orðið með þeim hætti sem gengið var útfrá við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
    Það liggur fyrir að nýbygging við Norðurgötu verður ekki tilbúin innan tilskilins tíma, þar sem komið hefur í ljós að deiliskipulag liggur ekki fyrir.
    Því leggur fræðslunefnd áherslu á að skólahald verði óbreytt frá því sem nú er þ.e. að kennt verði áfram í skólahúsinu við Hlíðarveg á Siglufirði til vors 2014.
    Vegna þessa er nauðsynlegt að gera breytingar á fjárhagsáætlun til að mæta auknum útgjöldum. Áætlaður útlagður kostnaður á árinu 2013 eykst um kr. 3.825.000, auk þess hækka liðir sem ekki hafa bein áhrif á fjárstreymi s.s. innri leiga og fasteignagjöld. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna skólahalds við Hlíðarveg á árinu 2014 verður kr. 5.355.000 fyrir sömu liði. Stefnt er að því að kennsla í tveimur skólahúsum, við Norðurgötu á Siglufirði og Tjarnarstíg í Ólafsfirði hefjist í ágúst 2014.
    Fræðslunefnd harmar þessi mistök, sem að sönnu hefði mátt koma í veg fyrir.
    Fræðslunefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar fræðslunefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013

Málsnúmer 1303002FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 4.1 1208083 Breytingar á rekstrarleyfi Tjarnarborgar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Undir þessum lið sat forstöðumaður Tjarnarborgar Anna María Guðlaugsdóttir.
     
    Umræður um rekstrar- og áfengisleyfi. Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að kanna þá möguleika sem til eru í stöðunni fyrir næsta fund.
     
     
     
     
     
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.2 1302083 Framkvæmdir í Menningarhúsinu Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Leikfélögin í Fjallabyggð og forstöðumaður Tjarnarborgar hafa undanfarið unnið í sjálfboðavinnu við að stækka og mála sviðið í Tjarnarborg og þar með er orðið til geymslupláss fyrir borðin þegar þau eru ekki í notkun. Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Neon hafa tekið að sér að mála annað búningsherbergið og þar verður settur upp flatskjár, svo hægt verði að spila tölvuleiki. Herbergið verður áfram notað sem búningsherbergi þegar þess þarf. Þá er búið að taka niður ónýta hátalara við sviðið og ofn í efri sal sem farinn var að leka. Menningarnefnd þakkar þeim aðilum sem komu að stækkun sviðsins fyrir sína vinnu.
    Bókun fundar <DIV>Bæjarstjórn tekur undir þakkir menningarnefndar til þeirra aðila sem komu að stækkun sviðs í Tjarnarborg.<BR>Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 4.3 1303046 Rekstraryfirlit janúar 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.4 1302087 Stutt kynning á málþingi um menningarmál í Dalvíkurbyggð
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.5 1302084 Náttúrugripasafn - beiðni um að fá að selja sýningarskáp
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Guðrún Þórisdóttir listakona hefur lokið við uppsetningu í rými á náttúrugripasafninu. Í kjölfarið er tómur sýningarskápur sem fræðslu- og menningarfulltrúi leggur til að verði seldur. Menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skápurinn verði seldur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.6 1212017 Umsókn til Menningarráðs Eyþings vegna 2013 - Stofn- og rekstrarstyrkur
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Fræðslu- og menningarfulltrúi sótti um stofn- og rekstrarstyrk til Menningarráðs Eyþings til að koma safnkosti Listasafns Fjallabyggðar í viðunandi horf. Menningarráðið hefur ákveðið að úthluta Fjallabyggð styrk að upphæð 1.000.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.7 1302075 Uppsögn starfsmanns í 50% ræstingarstöðu í Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Elín Hreggviðsdóttir hefur sagt upp 50% starfi sínu í ræstingum í Tjarnarborg frá og með 1. júní.
    Menningarnefnd þakkar henni fyrir vel unnin störf.
    Fræðslu- og menningarfulltrúi mun auglýsa stöðuna fljótlega.
    Bókun fundar <DIV>Bæjarstjórn þakkar Elínu Hreggviðsdóttur vel unnin störf.</DIV><DIV>Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 4.8 1303003 Leigusamningar um geymslupláss í Aravíti
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Ægir Bergsson vék af fundi undir þessum lið.
     
    Gerðir hafa verið leigusamningar um geymslupláss í Aravíti, við Karlakór Siglufjarðar og Síldarminjasafnið án þess að þeir hafi farið fyrir menningarnefnd til umfjöllunar. Samningurinn við karlakórinn er frá 2012-2016 og er styrkurinn frá Fjallabyggð 63.888 kr. á mánuði eða 766.656 á ári, sem færður hefur verið undir menningarmál.
    Menningarnefnd gerði ekki ráð fyrir þessari upphæð 2013 og beinir því til bæjarráðs að fjármagn til menningarmála verði aukið sem þessu nemur.
    Jafnframt óskar nefndin eftir því að framvegis fari mál sem þessi fyrir menningarnefnd til umfjöllunar, áður en ákvörðun er tekin í slíkum málum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.9 1303033 Starfsmannamál, orlof, ráðningar o.fl. í menningarstofnunum
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Almennar umræður um orlof starfsmanna í menningarstofnunum. Nú er ljóst að loka þarf bókasafninu í Ólafsfirði í 3 vikur í sumar vegna orlofs starfsmanna í Bóka- og héraðsskjalasafni Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.10 1302086 Síldarævintýrið 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Síldarævintýrið 2013 mun vera í höndum Félags um Síldarævintýrið, líkt og undanfarin tvö ár. Ákveðið hefur verið að halda opinn fund í ráðhúsinu 18. apríl, þar sem staða og framtíð Síldarævintýrisins verður rædd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.11 1302085 Heimsókn menningarnefndar í Náttúrugripasafn og menningarhús
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Heimsókn frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152

Málsnúmer 1304002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Deiliskipulagstillögur fyrir Eyrarflöt á Siglufirði, frístundabyggð við Saurbæjarás á Siglufirði, svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði, snjóflóðavarnir ofan byggðar á Siglufirði, frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði, snjóflóðavarnir við Hornbrekku Ólafsfirði og Flæðar Ólafsfirði voru í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 20. febrúar til og með 3. apríl 2013.
     
    Ein athugasemd vegna frístundabyggðar við Saurbæjarás barst frá Örlygi Kristfinnssyni og Guðnýju Róbertsdóttur. Athugasemdin er hér með lögð fram til kynningar og afgreiðslu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Saurbæjarás frestað.
     
    Nefndin samþykkir að eftirfarandi deiliskipulög verði send til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun:
    1. Eyrarflöt á Siglufirði.
    2. Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði.
    3. Snjóflóðavarnir ofan byggðar á Siglufirði.
    4. Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði.
    5. Snjóflóðavarnir við Hornbrekku Ólafsfirði.
    6. Flæðar Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar sækir um leyfi til að setja upp fræðsluskilti um skíðastökkpallinn á sléttunni neðan við pallinn skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Þar sem samkomulag hefur ekki náðst við báða lóðarhafa vegna ágreinings um lóðarmörk á lóðum Gránugötu 5b og Gránugötu 13b hefur nefndin í samráði við lögfræðing Fjallabyggðar samþykkt eftirfarandi bókun.
     
    Með lóðarleigusamningi, dagsettum 30. janúar 2001, var Skipaafgreiðslunni ehf leigð lóðin Gránugata 5b. Lóðarleigusamningur þessi var móttekinn til þinglýsingar og innfærður 7. febrúar 2001 án athugasemda. Á lóðinni er nú rekinn veitingastaðurinn Harbour House Café og hefur lóðarhafi byggt pall sem nýttur er af gestum staðarins.
    Í ljós hefur komið að lóðin skarast á við lóðina nr. 13b við Gránugötu þannig að hún nær 4 metra inn á lóðina. Lóðin nr. 13b við Gránugötu sem er 839,8 m2 var upphaflega leigð samkvæmt samningi dagsettum 22. október 1980. Samningi þessum var þinglýst 31. október 1980. Fjallabyggð telur þar sem samkomulag hefur ekki náðst, að leysa eigi málið á þeim grundvelli að eigandi lóðarinnar nr. 13b við Gránugötu haldi rétti sínum samkvæmt upprunalegum lóðarsamningi. Sú niðurstaða byggist á meginreglu þinglýsingarlaga um að réttarvernd skjals ráðist af afhendingu þess til þinglýsingar. Þar að auki verði ákvæði í þeim lóðarleigusamningi, um að gera megi lítilsháttar breytingu á lóðarstærð við endanlega mælingu, ekki beitt eins og hér stendur á.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.<BR>Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Ólafur Sigurðsson f.h. SR-vélaverkstæði hf óskar eftir leyfi fyrir 6 m2 viðbyggingu við húsnæði þeirra að Vetrarbraut 14 skv. meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Lagt fram bréf frá stjórn hestamannafélagsins Gnýfara er varðar háa grunnvatnsstöðu vestan Óss í Ólafsfirði. Er rakið í bréfinu að mikið yfirborðsvatn sé á svæðinu sem komi sérstaklega fram eftir hlýindi. Óskar stjórnin eftir því að útræsin tvö við Kleifaveginn verði grafin út eða uppsöfnuðu vatni í þeim dælt í burtu.
     
    Tæknideild leggur til að grafið verði niður og opnuð leið fyrir vatnið í ræsin sem liggja undir gamla flugvöllinn í austur. Einnig að þess verði gætt að útræsin tvö við Kleifaveginn verði grafin út á hverju vori.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Jón Árni Konráðsson óskar eftir leyfi fyrir rekstri búfjár, vegna árlegrar smölunar að hausti, í gegnum Ólafsfjörð skv. meðfylgjandi teikningu.
     
    Jón vék af fundi undir þessum lið.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Þór Konráðsson f.h. Skútaberg ehf óskar eftir leyfi f.h. Síldarvinnslunar hf til að rífa mjölhúsið á Siglufirði (fnr. 213-1073), einnig nefnt Ákavíti. Áætlað er að ljúka niðurrifi á húsinu í júní á þessu ári.
     
    Ósk um leyfi til niðurrifs er frestað á þeim forsendum að í vinnslu er deiliskipulag fyrir Þormóðseyri sem nær m.a. yfir umrædda lóð. Deildarstjóra tæknideildar er falið að fara yfir málið með skipulagsráðgjafa vegna vinnu við deiliskipulag Þormóðseyrar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Ólafur H. Marteinsson.</DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson óskaði að bókað yrði að hann væri alfarið á móti niðurrifi á þessu húsi.</DIV><DIV>Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Þorsteinn Jóhannesson sækir um leyfi f.h. E. Sigurðsson ehf til þess að klæða húseignina Suðurgata 24 að utan. Gert er ráð fyrir að efri hæðin verði klædd með bárujárni en neðri hæðin með timbri. Staðfesting verkfræðings á nægjanlegu haldi fyrir legtur í útveggjum hússins liggur fyrir. Einnig er sótt um leyfi til þess að gera bílastæði sunnan við húsið skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
     
    Nefndin frestar erindinu og óskar eftir nánari lýsingu á timburklæðningarefni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar sala á eignarhlut í jörðinni Reyðará í Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Viðbót við innkaupareglur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1204079Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti tillögu að breytingum á innkaupareglum Fjallabyggðar.
Fyrri umræða var á 87. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum breytingar á innkaupareglum Fjallabyggðar.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 1 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Rekstur málaflokka breytist sem hér segir :
02 - Félagsþjónusta 275.000
04 - Fræðslu- og uppeldismál 12.358.000
05 - Menningarmál 1.100.000
07 - Brunamál og almannavarnir 1.000.000
09 - Skipulags- og byggingamál -5.000.000
13 - Atvinnumál 400.000
21 - Sameiginlegur kostnaður 770.000
Aðalsjóður - samtals 10.903.000
31- Eignasjóður -5.725.000
A - hluti samtals 5.178.000
Breyting á rekstri er fjármögnuð með eigin fé

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 2 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

Tillaga á fundi bæjarstjórnar er framkomin þar sem búið er að ákveða að fresta framkvæmdum og lántöku við grunnskólann á Siglufirði að hluta yfir á næsta fjárhagsár. Forsendur breytinga eru sem hér segir :            
                                                 2013        2014
Lántaka færist milli ára                 -50 m.kr. +50 m.kr.
Framkvæmdir við Grunnskóla       -75 m.kr. +75 m.kr.
Framkvæmdir fluttar fram um ár. +25 m.kr. - 25 m.kr.

Áherslur í fjárfestingum og rekstri á árinu 2013 verða því sem hér segir:
1. Breytingar á fjárheimildum á árinu 2013 25.0 m.kr.
- Atvinnuátak/Umhverfismál* 13.0 m.kr.
- Vatnsveita - holræsi** 5.5 m.kr.
- Ólafsvegur 28 - 30* 3.5 m.kr.
- Hlíðarvegur 45. Sigluf.** 7.0 m.kr.
Færsla af viðhaldslið* -4.0 m.kr
Samtals 25.0 m.kr.

2. Færsla á láni milli ára og minni fjárfestingar.*** 
- Endurreikna þarf fjármagnsliði, þeir lækka á árinu 2013 um 2.0 m.kr. 
- Endurreikna þarf afskriftir, lækka á árinu 2013 um 0.5 m.kr

3. Viðbót vegna breytinga á fjármagnsliðum.*** 2.5 m.kr. 
- Skoða þar lausnir fyrir vagnageymslu við leikskóla 0.5 m.kr. 
- Skipulagsskoðun og lagfæringar á íþróttasv. Siglufirði . 2.0 m.kr. Samtals 2.5 m.kr.

*Í aukinn rekstur er varið 12.5 m.kr.
**Í auknar fjárfestingar er varið 12.5 m.kr.
*** Engar breytingar verða í rekstri vegna færslu á milli liða hér að ofan.
Samtals fjárfestingar 2013 235 - 75 + 12.5 - 3.5* = 169.0 m.kr.
Samtals fjárfestingar 2014 135 + 75 - 25.0 = 185 m.kr.
Samtals fjárfestingar 2015 125 m.kr.
Samtals fjárfestingar 2016 165 m.kr.
Heildarfjárfestingar 2013 - 2016 644 m.kr.

Áherslur í fjárfestingum á árinu 2013 verða því sem hér segir:
1. Grunnskólinn á Siglufirði, útboð 100.0 m.kr.
2. Brunaviðvörunarkerfi Tjarnarborg 1.5 m.kr.
3. Neyðarútgangur í Grunnskóla Ólafsfirði 5.0 m.kr.
4. Vetrarbraut á Siglufirði, útboð lokið 7.0 m.kr.
5. Kirkjugarður á Siglufirði, útboð lokið 4.0 m.kr.
6. Gámasvæðið á Siglufirði, útboð lokið 10.0 m.kr.
7. Holræsi og vatn fyrir Hótel, útboð 7.0 m.kr.
8. Framkvæmdir á hafnarsvæði, óskilgr. 12.5 m.kr.
9. Umferðaröryggisáætlun - skýli 3.5 m.kr.
10. Vatnsveita Ólafsfirði 6.0 m.kr.
11. Holræsi og vatn á Siglufirði 5.5 m.kr.
12. Hlíðarvegur 45 á Siglufirði. 7.0 m.kr.
     Samtals. 169.0 m.kr.

13. Hönnun - eftirlit - skipulag færist á rekstur* 3.5 m.kr.


Í tengslum við tillögu 2 að viðauka samþykkti bæjarstjórn með 9 atkvæðum að skipa vinnuhóp á vegum bæjarráðs. Verkefnið er undirbúningur, stjórnun og eftirfylgni er varðar atvinnuátak og umhverfisátak á vegum bæjarstjórnar Fjallabyggðar á árinu 2013.
Bæjarstjórn samþykkti að vinnuhópinn skipuðu Ólafur Helgi Marteinsson, Helga Jónsdóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson.

8.Alþingiskosningar 27. apríl 2013

Málsnúmer 1303055Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti með 9 atkvæðum að veita bæjarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 27. apríl 2013.
Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

9.Ársreikningur Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1301127Vakta málsnúmer

Síðari umræða

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, fór yfir skýringar með ársreikningi 2012 og lagði til við bæjarstjórn að reikningurinn fyrir árið 2012 yrði samþykktur.
Vísað er til vefs sveitarfélagsins þar sem finna má skýringar bæjarstjóra með ársreikningi sem og endurskoðunarskýrslu KPMG.
Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Ólafur H. Marteinsson.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Fjallabyggðar fyrir árið 2012 með 9 atkvæðum.

10.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

88. fundur bæjarstjórnar samþykkir eftirfarandi breytingu í menningarnefnd með 9 atkvæðum.

Aðalmaður verður Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson til vara.

Fundi slitið - kl. 19:00.