Deiliskipulagstillögur fyrir Eyrarflöt á Siglufirði, frístundabyggð við Saurbæjarás á Siglufirði, svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði, snjóflóðavarnir ofan byggðar á Siglufirði, frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði, snjóflóðavarnir við Hornbrekku Ólafsfirði og Flæðar Ólafsfirði voru í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 20. febrúar til og með 3. apríl 2013.
Ein athugasemd vegna frístundabyggðar við Saurbæjarás barst frá Örlygi Kristfinnssyni og Guðnýju Róbertsdóttur. Athugasemdin er hér með lögð fram til kynningar og afgreiðslu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Saurbæjarás frestað.
Nefndin samþykkir að eftirfarandi deiliskipulög verði send til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun:
1. Eyrarflöt á Siglufirði.
2. Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði.
3. Snjóflóðavarnir ofan byggðar á Siglufirði.
4. Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði.
5. Snjóflóðavarnir við Hornbrekku Ólafsfirði.
6. Flæðar Ólafsfirði.