Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013

Málsnúmer 1303002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 10.04.2013

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1208083 Breytingar á rekstrarleyfi Tjarnarborgar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Undir þessum lið sat forstöðumaður Tjarnarborgar Anna María Guðlaugsdóttir.
     
    Umræður um rekstrar- og áfengisleyfi. Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að kanna þá möguleika sem til eru í stöðunni fyrir næsta fund.
     
     
     
     
     
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1302083 Framkvæmdir í Menningarhúsinu Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Leikfélögin í Fjallabyggð og forstöðumaður Tjarnarborgar hafa undanfarið unnið í sjálfboðavinnu við að stækka og mála sviðið í Tjarnarborg og þar með er orðið til geymslupláss fyrir borðin þegar þau eru ekki í notkun. Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Neon hafa tekið að sér að mála annað búningsherbergið og þar verður settur upp flatskjár, svo hægt verði að spila tölvuleiki. Herbergið verður áfram notað sem búningsherbergi þegar þess þarf. Þá er búið að taka niður ónýta hátalara við sviðið og ofn í efri sal sem farinn var að leka. Menningarnefnd þakkar þeim aðilum sem komu að stækkun sviðsins fyrir sína vinnu.
    Bókun fundar <DIV>Bæjarstjórn tekur undir þakkir menningarnefndar til þeirra aðila sem komu að stækkun sviðs í Tjarnarborg.<BR>Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .3 1303046 Rekstraryfirlit janúar 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1302087 Stutt kynning á málþingi um menningarmál í Dalvíkurbyggð
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .5 1302084 Náttúrugripasafn - beiðni um að fá að selja sýningarskáp
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Guðrún Þórisdóttir listakona hefur lokið við uppsetningu í rými á náttúrugripasafninu. Í kjölfarið er tómur sýningarskápur sem fræðslu- og menningarfulltrúi leggur til að verði seldur. Menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skápurinn verði seldur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1212017 Umsókn til Menningarráðs Eyþings vegna 2013 - Stofn- og rekstrarstyrkur
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Fræðslu- og menningarfulltrúi sótti um stofn- og rekstrarstyrk til Menningarráðs Eyþings til að koma safnkosti Listasafns Fjallabyggðar í viðunandi horf. Menningarráðið hefur ákveðið að úthluta Fjallabyggð styrk að upphæð 1.000.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .7 1302075 Uppsögn starfsmanns í 50% ræstingarstöðu í Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Elín Hreggviðsdóttir hefur sagt upp 50% starfi sínu í ræstingum í Tjarnarborg frá og með 1. júní.
    Menningarnefnd þakkar henni fyrir vel unnin störf.
    Fræðslu- og menningarfulltrúi mun auglýsa stöðuna fljótlega.
    Bókun fundar <DIV>Bæjarstjórn þakkar Elínu Hreggviðsdóttur vel unnin störf.</DIV><DIV>Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .8 1303003 Leigusamningar um geymslupláss í Aravíti
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Ægir Bergsson vék af fundi undir þessum lið.
     
    Gerðir hafa verið leigusamningar um geymslupláss í Aravíti, við Karlakór Siglufjarðar og Síldarminjasafnið án þess að þeir hafi farið fyrir menningarnefnd til umfjöllunar. Samningurinn við karlakórinn er frá 2012-2016 og er styrkurinn frá Fjallabyggð 63.888 kr. á mánuði eða 766.656 á ári, sem færður hefur verið undir menningarmál.
    Menningarnefnd gerði ekki ráð fyrir þessari upphæð 2013 og beinir því til bæjarráðs að fjármagn til menningarmála verði aukið sem þessu nemur.
    Jafnframt óskar nefndin eftir því að framvegis fari mál sem þessi fyrir menningarnefnd til umfjöllunar, áður en ákvörðun er tekin í slíkum málum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .9 1303033 Starfsmannamál, orlof, ráðningar o.fl. í menningarstofnunum
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Almennar umræður um orlof starfsmanna í menningarstofnunum. Nú er ljóst að loka þarf bókasafninu í Ólafsfirði í 3 vikur í sumar vegna orlofs starfsmanna í Bóka- og héraðsskjalasafni Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .10 1302086 Síldarævintýrið 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Síldarævintýrið 2013 mun vera í höndum Félags um Síldarævintýrið, líkt og undanfarin tvö ár. Ákveðið hefur verið að halda opinn fund í ráðhúsinu 18. apríl, þar sem staða og framtíð Síldarævintýrisins verður rædd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .11 1302085 Heimsókn menningarnefndar í Náttúrugripasafn og menningarhús
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 26. mars 2013
    Heimsókn frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar menningarnefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.