Bæjarráð Fjallabyggðar

296. fundur 21. maí 2013 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2013

Málsnúmer 1305031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landskerfa bókasafna hf, ásamt ársreikningi og samþykktum félagsins. 
Aðalfundur verður haldinn í Reykjavík 24. maí n.k. 

2.Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri

Málsnúmer 1305029Vakta málsnúmer

Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri var haldinn 15. maí sl.

Ekki höfðu fulltrúar sveitarfélagsins tök á að sækja fundinn að þessu sinni.

3.Náttúrufræðistofa Kópavogs - rannsókn á lífríki, efna- og eðlisþáttum í Ólafsfjarðarvatni

Málsnúmer 1305015Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um verklag og kostnaðaráætlun varðandi rannsókn á Ólafsfjarðarvatni.

Kostnaðaráætlun er kr. 2.436.900.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

4.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa - endurskoðaðar

Málsnúmer 1305044Vakta málsnúmer

Lagðar fram endurskoðaðar siðareglur fyrir bæjarfulltrúa.
Að beiðni Innanríkisráðuneytisins er núverandi siðareglum sveitarfélagsins skipt upp í tvo hluta - þ.e. eina samþykkt fyrir kjörna fulltrúa og aðra fyrir stjórnendur.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Skóla- og frístundaakstur 2013-2014

Málsnúmer 1305018Vakta málsnúmer

Samningur um skóla- og frístundaakstur rennur út 31. ágúst 2013.  Heimilt er að framlengja samning án útboðs eitt ár í senn, að hámarki tvisvar.
Bæjarráð samþykkir að bjóða út aksturinn og felur fræðslu- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að yfirfara núverandi samning og þær þarfir sem þarf að uppfylla í samráði við ábendingar frá fagnefndum. 

 

 

6.Túlkun og framkvæmd kjarasamninga sveitarfélaga

Málsnúmer 1304044Vakta málsnúmer

a. Hlutaveikindi

Í tengslum við grein 12.2.10 í samningum stéttarfélaga við Samband ísl. sveitarfélaga eða sambærilega grein í samningum aðildarfélaga KÍ er eftirfarandi tillaga að verklagsreglum um hlutaveikindi lögð fram, til að skerpa á túlkun greinarinnar.

"Forstöðumenn og yfirmenn stofnana sveitarfélagsins skulu hafa samráð við skrifstofu- og fjármálastjóra þegar til skoðunar er að veita starfsmönnum heimild til að vinna skert starf að læknisráði vegna veikinda eða slysa (hlutaveikindi)".

Grein 12.2.10 Ef starfsmaður að læknisráði og með leyfi forstöðumanns vinnur skert starf vegna slyss eða veikinda, skal miða greiðslu veikindalauna fyrir dagvinnu við það starfshlutfall sem vantar á að hann sinni fullu starfi.

Bæjarráð samþykkir tillögu með 3 atkvæðum.


b. Trúnaðarlæknisþjónusta
Skrifstofu- og fjármálastjóri gerði grein fyrir möguleikum á þjónustu trúnaðarlæknis fyrir sveitarfélagið.
Af þeim tveimur kostum sem kynntir voru, annars vegar frá Vinnuvernd og hins vegar frá Heilsuvernd, samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við Heilsuvernd.
Kannað verði einnig með þá liði í þjónustuframboði Heilsuverndar er snúa að ráðgjöf varðandi veikindi og fjarvistir starfsmanna, heilsuvernd og endurhæfingu.

7.Útboð á sorphirðu 2013

Málsnúmer 1305048Vakta málsnúmer

Í tengslum við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið sem samþykkt var á 290 fundi bæjarráðs, er óskað eftir því að bæjarráð taki afstöðu til tunnufyrirkomulags í útboði og rekstur sorpmóttökustöðva.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar.

8.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Eftirfarandi breytingar voru lagðar fram að hálfu T-lista.
Aðalmaður í stjórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar verður Inga Eiríksdóttir í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur.

Varafulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund Sambands íslenskra sveitarfélaga verður Sigurður Hlöðvesson og kemur í stað Bjakeyjar Gunnarsdóttur.
Aðalmaður á Aðalfund Eyþings verður Sigurður Hlöðvesson í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur.

Eftirfarandi breyting var lögð fram af hálfu B-lista.

Ruth Gylfadóttir verður varamaður í undirkjörstjórn í Ólafsfirði í stað Eydísar Óskar Víðisdóttur.

 

Fráfarandi nefndarfólki þökkuð góð störf og nýtt fólk boðið velkomið til starfa.

9.Fyrirspurn um áhaldahúsið í Ólafsfirði

Málsnúmer 1303037Vakta málsnúmer

89. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti að fela bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framlagðan undirritaðan kaupsamning.
Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.

10.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi formanns Vildarvina Siglufjarðar og formanns Siglfirðingafélagsins þar sem sveitarfélagið er kvatt til þess að standa vel að 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðarkaupstaðar 20. maí 2018 og að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar menningarnefndar.

11.Kynning á málefnum þeirra landsvæða sem úrskurðuð hafa verið þjóðlendur

Málsnúmer 1204011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Mánaðarleg launayfirlit 2013

Málsnúmer 1303045Vakta málsnúmer

Mánaðarlegt yfirlit lagt fram til kynningar fyrir janúar til apríl 2013. Niðurstaðan fyrir heildina er 264,8 m.kr. sem er um 100% af áætlun.
Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 9 milljónir á móti öðrum deildum sem eru undir áætun samtals um sömu upphæð.

13.Þjónustusamningur um fjargæslu utan höfuðborgarsvæðisins - Tjarnarborg

Málsnúmer 1305040Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur við Securitas um vöktun á brunavarnarkerfi í Tjarnarborg, dagsettur 17. apríl 2013.
Bæjarráð staðfestir samning með fyrirvara um að tímalengd falli að innkaupareglum sveitarfélagsins.

14.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2013

Málsnúmer 1301027Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 23. apríl 2013 lögð fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að ræða við forstöðumann Hornbrekku um framkomnar ábendingar og boða nefnd um öldrunarmál til fundar.

15.Fundagerðir stjórnar Eyþings 2013

Málsnúmer 1301026Vakta málsnúmer

Fundargerðir 238. fundar til og með 241. lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.