Skóla- og frístundaakstur 2013-2014

Málsnúmer 1305018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21.05.2013

Samningur um skóla- og frístundaakstur rennur út 31. ágúst 2013.  Heimilt er að framlengja samning án útboðs eitt ár í senn, að hámarki tvisvar.
Bæjarráð samþykkir að bjóða út aksturinn og felur fræðslu- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að yfirfara núverandi samning og þær þarfir sem þarf að uppfylla í samráði við ábendingar frá fagnefndum. 

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Fræðslunefnd samþykkti á 88. fundi sínum að leggja til við bæjarráð að skoðað verði ítarlega að skólaakstur geti hafist kl. 07:45 frá báðum byggðarkjörnum, svo skólahald geti hafist kl. 08:10 í öllum starfsstöðvum grunnskóla Fjallabyggðar.
Einnig lagt fyrir bæjarráð minnisblað starfsmanna frá 19.6.2013.

Bæjarráð leggur til að akstur næsta haust verði með óbreyttu fyrirkomulagi, en settir verði til viðbótar tveir fyrirvarar í útboðsgögn á skóla- og frístundaakstri, er varða:
1. Breytingar geta orðið á akstri haustið 2014 í tengslum við skólahald grunnskóla Fjallabyggðar.

2. Breytingar geta orðið á akstri fyrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 08.08.2013

Um þessar mundir er í gangi verðkönnun um skóla- og frístundaakstur meðal þjónustuaðila á svæðinu. Skilafrestur er til 13. ágúst n.k.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 307. fundur - 15.08.2013

Lagðar fram niðurstöður er varðar verðhugmyndir í akstur fyrir Fjallabyggð.
Tvö tilboð bárust:

Frá Suðurleiðum ehf. kr. 7.152.- pr. ferð  og frá Hópferðabílum Akureyrar kr. 5.100.-. pr. ferð.

Bæjarráð leggur til að tilboði Hópferðabíla Akureyrar verði tekið og er deildarstjóra fjölskyldudeildar og bæjarstjóra falið að ganga frá samningi til undirritunar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 29.09.2013

Lagður fram til kynningar samningur um skóla- og frístundaakstur 2013-2016.