Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

2. fundur 29. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Félagsmiðstöðin Neon - húsnæðismál

Málsnúmer 1110089Vakta málsnúmer

Frístunda- og fræðslunefnd ræddi um aðstöðu og húsnæðismál sem félagsmiðstöðin Neon hefur til afnota í Tjarnaborg. Eftir breytingar á húsnæði Tjarnaborgar er ljóst að aðstæður fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar eru ekki viðunandi. Segja má að staðsetning Neon í Tjarnaborg henti hvorugum aðilanum. Til athugunar er að flytja starfið um set er það mál til skoðunar.

2.Samkomulag um verkaskiptingu og vinnutilhögun skólastjóra og aðstoðarskólastjóra leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1308030Vakta málsnúmer

Lagt fyrir samkomulag um verkskiptingu og verkábyrgð skólastjórnenda leikskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemd við samkomulagið.

3.Samningur Fjallabyggðar um talmeinafræðslu veturinn 2013-2014

Málsnúmer 1309027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur við talmeinafræðinga um talmeinafræðslu á því sviði fyrir yfirstandi skólaár. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvar 2013

Málsnúmer 1308040Vakta málsnúmer

Umræður fyrirkomulag á úthlutun frítíma í íþróttasali íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Deildarstjóra falið að leggja tillögu að verklagsreglum, fyrir næsta nefndarfund.

5.Ljósabekkir í íþróttamiðstöð á Siglufirði

Málsnúmer 1302070Vakta málsnúmer

Ljósabekkir í íþróttamiðstöð á Siglufirði eru ekki lengur í rekstri og hafa verið auglýstir til sölu.

6.Skóla- og frístundaakstur 2013-2016

Málsnúmer 1305018Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um skóla- og frístundaakstur 2013-2016.

7.Samningur um greiðslur við foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2013-2014

Málsnúmer 1308048Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um greiðslur við foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2013-2014.

8.Skólamötuneyti veturinn 2013-2014

Málsnúmer 1305059Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um skólamötuneyti veturinn 2013-2014.

9.Rekstraryfirlit júlí 2013

Málsnúmer 1308057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi 1997 til 2013

Málsnúmer 1309058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Lokaskýrsla Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 1306046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynninar.

Fundi slitið - kl. 16:00.