Bæjarráð Fjallabyggðar

299. fundur 11. júní 2013 kl. 07:30 - 08:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fund bæjarráðs sat forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson.

1.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Málsnúmer 0807009Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að samþykktum fyrir sveitarfélagið.

Tillaga verður til umræðu á bæjarstjórnarfundi 12. júní og síðari umræða um tillögu að samþykktum verður á aukafundi bæjarstjórnar 21. júní 2013.

2.Samningur um rekstrar- og fjárhagslega úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var rætt símleiðis við Harald L. Haraldsson varðandi ábendingar í úttektarskýrslu.

Tímasetning kynningafunda með starfsmönnum og íbúum ákveðnar.

Fundur með starfsmönnum skrifstofu, deildarstjórum og forstöðumönnum, verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 11:00

Íbúafundir verða haldnir fimmtudaginn 13. júní kl. 17:00 Tjarnarborg í Ólafsfirði og þriðjudaginn 18. júní kl. 20:00 í ráðhúsinu á Siglufirði.

Í upphafi bæjarstjórnarfundar 12. júní n.k. verður lögð fram tillaga um að dagskrárliður 13 um stjórnsýsluúttekt verði ræddur sem trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 08:30.