Bæjarráð Fjallabyggðar

313. fundur 29. september 2013 kl. 08:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Helgi Marteinsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Ólafur H. Marteinsson sat fund bæjarráðs í stað Þorbjörns Sigurðssonar.

1.Atvinnuveganefnd Alþingis - óskar umsagnar

Málsnúmer 1309049Vakta málsnúmer

Í erindi Atvinnuveganefnd Alþingis dagsett 23.septbember 2013, er óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 8. október nk.

Lagt fram til kynningar.

2.Bakvaktir Slökkviliðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1309050Vakta málsnúmer

Í tölvupósti framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, frá 17. september 2013 er gerð athugasemd við greiðslur fyrir bakvaktir hjá Slökkviliði Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður um skipulag bakvakta Slökkviliðs Fjallabyggðar.

3.Beiðni um umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Hafnarkaffi

Málsnúmer 1309055Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 5. júlí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Edduheima ehf, kt. 520204-3260, um endurnýjun rekstrarleyfis vegna reksturs veitingastaðar að Gránugötu 5b, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun leyfis, að þeim skilyrðum uppfylltum að reksturinn trufli ekki hafnsækna starfsemi.

4.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1307004Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 1. júlí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Álfhildar Stefánsdóttur, kt. 180541-2689, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar Aðalgötu 9, neðri hæð, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

5.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1306078Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. júní 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Ara Más Arasonar, kt. 200481-5265, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar Lindargötu 17, efri hæð, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

6.Endurnýjun húsaleigusamnings Aðalgötu 14, Ólafsfirði

Málsnúmer 1309057Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða að endurnýja húsaleigusamning við Arion banka er varðar húsnæði fyrir Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.

7.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrstu keyrslu á tillögu að ramma fyrir áætlun 2014.

Bæjarráð felur forstöðumönnum og deildarstjórum að hefja vinnu við gerð launaáætlunar fyrir árið 2014.

8.Fundur sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 1309063Vakta málsnúmer

Í erindi fjárlaganefndar Alþingis frá 26. september 2013, er fulltrúum sveitarfélagsins boðið að eiga viðtal um fjármál sveitarfélagsins í tenglum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014.  Fundardagar eru áætlaðir í kringum mánaðarmótin október/nóvember.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa erindi til fjárlaganefndar og er þar lögð áhersla á fjögur mál sérstaklega.

1. Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga.

2. Málefni Hornbrekku.

3. Málefni byggðasamlags fatlaðra.

4. Málefni Fjallabyggðahafna.


Bæjarráð mun taka þátt í fundi með fjárlaganefnd í gegnum fjarfundarbúnað.

9.Niðurgreiðsla á rútuferðum fyrir framhalds- og háskólanema

Málsnúmer 1308049Vakta málsnúmer

Skrifstofu - og fjármálastjóri lagði fram tillögu að reglum fyrir niðurgreiðslu á rútuferðum fyrir framhalds- og háskólanema.

Bæjarráð samþykkti að vísa þeim til umfjöllunar bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.

10.Útboð á sorphirðu 2013

Málsnúmer 1305048Vakta málsnúmer

3. september 2013 voru opnuð hjá Ríkiskaupum tilboð í sorphirðu fyrir Fjallabyggð, verkefni 15458.
Tvö tilboð bárust annað frá Gámaþjónustu Norðurlands sem eftir yfirferð er að upphæð 64.903.980 og hitt frá Íslenska gámafélaginu að upphæð 50.787.000.
Ríkiskaup hefur sent frá sér tillögu að töku tilboðs og deildarstjóri tæknideildar yfirfarið tækniforskriftir inn sendra gagna.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda, Íslenska Gámafélagsins að upphæð 50.787.000.- króna.

11.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar 2013, sem hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu reksturs.

Slökkvilið Fjallabyggðar.
Í erindi slökkviliðsstjóra frá 26. september 2013 er óskað heimildar til að ráðstafa auknum tekjum að upphæð 593 þúsund frá Vegagerðinni vegna þvottar á Héðinsfjarðargöngum, í símagjöld 50 þúsund, í fjarskiptagjöld 60 þúsund og í búnaðarkaup 483 þúsund.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöðu yfirhafnarvarðar og verkstjóra þjónustumiðstöðvar lausar til umsóknar.

Bæjarstjóra er falið að auglýsa stöðurnar.

13.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309065Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 25. september 2013.

Þar eru m.a. kynnt áform um að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir í Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi,
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki,

Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð,

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,

Heilsugæslustöðin Dalvík og

Heilsugæslustöðin á Akureyri.

Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að tjá sig um sameiningaráform til 15. október n.k.

Þar sem ekki kemur fram í bréfi Velferðarráðuneytisins hvaða áhrif þetta muni hafa á heilbrigðisþjónustu í Fjallabyggð, lýsir bæjarráð yfir áhyggjum af fyrirhuguðum áformum og óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra.

14.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur með lögum nr.19/2013

Málsnúmer 1309054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 18. september 2013.

Um er að ræða áform um fræðsluþing í október víða um land.

Fundi slitið - kl. 19:00.