Bæjarráð Fjallabyggðar

305. fundur 30. júlí 2013 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Fram hefur komið fyrirspurn um skipulag og hönnun lóða á og við hafnarsvæðið á Siglufirði og að ráðhúsi bæjarfélagsins.

Gert hefur verið samkomulag um afhendingu lóða, sjá samning við Rauðku ehf.

Bæjarráð telur eðlilegt að gengið verði frá lóðarblöðum fyrir umræddar lóðir og felur tæknideild að koma fram með tillögur að lóðarblöðum umræddra lóða.

Ljóst er að tjaldsvæðið á lóð nr. 1 við Snorragötu þarfnast lagfæringar og hefur verið gert samkomulag við Rauðku ehf. um að láta kanna kostnað við þær lagfæringar í tengslum við væntanlegar skipulagshugmyndir af svæðinu.

Bæjarráð telur rétt að tæknideild bæjarfélagsins taki málið til skoðunar og tillögugerðar í vetur.

2.Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - framtíðarstarfsmaður, opnunartími og fleira

Málsnúmer 1307043Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá forstöðumanni bókasafnsins frá 24. júlí 2013.
Í bréfinu koma fram hennar áherslur og tillögur í þremur liðum.

1. Opnunartími á bókasafni bæjarfélagsins í Ólafsfirði eftir 26. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkir tillögur um að opnunartími bókasafnsins sé frá kl. 14.00 til 17.00 alla virka daga og að vinnutíminn sé frá kl. 13.00 - 17.00. 
Bæjarráð felur forstöðumanni að samræma opnunartíma í bókasöfnum Fjallabyggðar miðað við ofanritað.
2. Lögð fram tillaga um ráðningu á starfsmanni í 50% starf.
Bæjarráð samþykkir ráðningu í 50% starf, en telur að ræsting á núverandi húsnæði rúmist innan starfsins.

3. Flutningur á bókasafninu á nýjan stað.
Bæjarráð telur eðlilegt að miða flutning á bókasafni við framkomna tillögu bæjarstjórnar. Miða skal flutning á bókasafni að Ólafsvegi 4 við árið 2014, enda er ekki gert ráð fyrir fjármagni á árinu 2013 til slíkra framkvæmda.

Samþykkt einróma.

3.Erindi vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 1307044Vakta málsnúmer

Í bréfi framkvæmdastjóra Eyþings dagsett 25. júlí 2013, er óskað heimildar hjá aðildarsveitarfélögum handa stjórn Eyþings til að taka yfirdráttarlán hjá Sparisjóði Höfðhverfinga.  
Um er að ræða 10 m.kr. heimild til að mæta rekstrarvanda almenningssamgangna.
Stjórn Eyþings hefur óskað eftir fundi með þingmönnum og innanríkisráðherra til að fá aukið fjármagn í reksturinn.


Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framkomna ósk, en leggur áherslu á að bæjarfélagið telji eðlilegt að fjármagn fáist til að standa undir þeim rekstri sem er í raun tilraunaverkefni á ábyrgð ríkisins.

4.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Samkomulag hefur verið undirritað við f.v. umhverfisfulltrúa bæjarfélagsins um starfslok hans, dagsett 22. júlí 2013.

Bæjarráð staðfestir samkomulagið.

Lagt fram til kynningar bréf til f.v. starfsmanns fræðslu-  og menningarmála, dagsett 19. júlí 2013.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og hafnarstjóra að fara yfir og gera tillögu að nýju bakvaktarfyrirkomulagi og leggja fyrir bæjarráð.

5.Sýslum. beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Málsnúmer 1307029Vakta málsnúmer

Sýslumanninum á Siglufirði hefur borist erindi um endurskoðun á rekstrarleyfi fyrir Síldarminjasafnið að Snorragötu 10-18, Siglufirði.
Fram kemur að engar breytingar verða gerðar á rekstrinum, en að ábyrgðamaður fyrir rekstrinum verður Aníta Elefsen, kt. 261287-3079.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd til sýslumanns við fram komna breytingu á rekstrarleyfinu og endurnýjun þess.

6.Tjón á varnargarði í Ólafsfirði

Málsnúmer 1304029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun, forstöðumanni hafnarsviðs, er varðar samþykkt til að veita tjónastyrk úr B-deild hafnarbótasjóðs til viðgerða á þeim hluta hafnargarðsins í Ólafsfirði sem nemur 75% framkvæmdarkostnaðar án vsk, þó að hámarki 9 m.kr.

Áætlaður kostnaður er um 14 m.kr.

Bæjarráð fagnar umræddum styrk og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.

7.Umsókn um tækifærisleyfi vegna árshátíðar húsbílafólks í Íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði

Málsnúmer 1307036Vakta málsnúmer

Lögð fram til bókunar afgreiðsla bæjarstjóra á umsókn um tækifærisleyfi fyrir s.l. helgi.

Fulltrúar bæjarráðs höfðu samþykkt umrædda umsókn, en bæjarfulltrúar leggja áherslu á að slíkar umsóknir berist bæjarráði tímanlega.

8.Vegur við Ólafsfjarðarvatn að vestanverðu

Málsnúmer 1306048Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá svæðisstjóra Norðursvæðis hjá Vegagerðinni. Þar kemur fram að búið er að tengja Þóroddsstaði til suðurs og er sá vegur orðinn héraðsvegur nr. 8016 og ber heitið Þóroddsstaðavegur. Sé það ætlun og vilji bæjarráðs að tengja veginn áfram til norðurs þá mun helmingskostnaður við lagfæringar á þeim hluta vegarins lenda á umsækjandanum.

Bæjarráð telur rétt að vísa framkvæmdinni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
Bæjarráð óskar eftir því við Vegagerðina að vegurinn verði gerður akfær þ.e. verði viðhaldið með lágmarksþjónustu í sumar þar til ráðist verði í sameiginlegar lagfæringar á næsta fjárhagsári.
Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati frá Vegagerðinni á umræddum framkvæmdum.

9.Nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1306068Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 26. júlí 2013, hafnar Karítas Skarphéðinsdóttir Neff boði um að taka við nýju starfi markaðs- og menningarfulltrúa í stjórnsýslu- og fjármáladeild.

Bæjarráð samþykkir í ljósi þeirrar ákvörðunar að auglýsa starfið laust til umsóknar og að umsóknarfrestur sé til föstudagsins 16. ágúst n.k.

10.Nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 1306070Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa rann út 26. júlí 2013.
Sex umsóknir bárust um starfið.

Umsækjendur eru:

1. Bjarki Ármann Oddsson
2. Dögg Árnadóttir

3. Gísli Rúnar Gylfason

4. Haukur Sigurðsson

5. Kristinn J Reimarsson
6. Týr Thorarinsson


Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fjölskyldudeildar að kalla umsækjendur í viðtal. Tillaga deildarstjóra fjölskyldudeildar verður lögð fyrir bæjarráð og ákvörðun um ráðningu í starfið verður tekin þriðjudaginn 13. ágúst n.k.

11.Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð

Málsnúmer 1307038Vakta málsnúmer

Með tölvupósti 22. júlí 2013, sækir deildarstjóri netrekstrar hjá Rarik um stöðuleyfi fyrir spennistöð sem staðsett yrði á horni Hverfisgötu og Hávegar á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur tekið málið fyrir og afgreitt.

Lögmaður f.h. eigenda að Hávegi 37 Siglufirði, hefur sent bæjarfélaginu bréf dags. 25. júlí s.l., þar sem fram koma áhyggjur af staðsetningu á umræddri spennistöð og bráðabyrgðarleyfi.


Bæjarráð telur eðlilegt að framkvæmdum verði hraðað eftir mætti þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir.

Bæjarráð leggur áherslu á að ný stöð verði lækkuð í landi eins og frekast er kostur og aðkoman mótuð þannig að fyllsta öryggis sé gætt.

Bæjarráð telur hins vegar ógerlegt að stöðva framkvæmdirnar, þar sem þá yrði stór hluti bæjarfélagsins án rafmagns.

12.Ráðstefna um NPA á Íslandi - Væntingar og veruleiki

Málsnúmer 1307045Vakta málsnúmer

Ráðstefna á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga og samtaka félagsmálastjóra á Íslandi um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar þjónustu á Íslandi verður haldin miðvikudaginn 2. október n.k. í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

13.Fundir bæjarstjóra með forstöðumönnum - 2013

Málsnúmer 1307047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarstjóra frá 11. júlí s.l.

14.Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal

Málsnúmer 1202066Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við hestamannafélagið Glæsi á Siglufirði. Eftir yfirferð og umræður samþykkir bæjarráð með tveimur atkvæðum samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd Fjallabyggðar.
Samningur verður lagður fram til kynningar á opnum stjórnarfundi hestamannafélagsins Glæsi síðar í kvöld.
Egill Rögnvaldsson greiddi atkvæði á móti samningnum og óskaði að bókað yrði neðanritað:

"Ég undirritaður get ekki samþykkt samninginn því eins og ég hef  bókað áður á bæjarráðsfundi vil ég að fram fari úttekt á því landssvæði sem hestamenn hafa til beitar í Siglufirði"

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013

Málsnúmer 1307002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Á 156. fundi nefndarinnar var ákveðið að leggja dagsektir á eignina Aðalgötu 6 að upphæð 10.000 kr. fyrir hvern dag frá og með 8. júlí. Eigenda var gefinn kostur á því að tjá sig um álagðar dagsektir fyrir 8. júlí.
    Borist hefur svar frá eigenda Aðalgötu 6 þar sem hann leggur fram upplýsingar um fyrirhugðar framkvæmdir á eigninni.
    Nefndin samþykkir að fresta dagsektum þar sem fyrir liggur áætlun eiganda um að viðgerðum verði lokið fyrir 15 ágúst, ef svo verður ekki verða lagðar á dagsektir.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Á 156. fundi nefndarinnar var tillaga að deiliskipulagi Þormóðseyrar lögð fram til kynningar og þann 5. júlí var tillagan kynnt með opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar.
    Nú er tillagan lögð fram á nýjan leik og er lagt til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lagt fram bréf frá Ómari Möller þar sem hann bendir á ýmis atriði sem mætti laga í umhverfi Siglufjarðar.
    Lagt fram bréf frá Arnari Frey Þrastarsyni þar sem hann fjallar um tjaldsvæðið og malarvöllinn á Siglufirði en tjaldsvæðið er afar viðkvæmt fyrir úrkomu og þörf fyrir úrbætur búin að vera lengi til staðar. Að sama skapi er malarvöllurinn búinn að standa auður í mörg ár og engar lagfæringar átt sér stað á honum. Bréfritari óskar eftir upplýsingum um það hvenær úrbóta er að vænta á þessum svæðum.
    Lagt fram bréf frá Huldu Magnúsardóttur þar sem hún lýsir því að eftir gríðarmikla fjölgun ferðamanna á Siglufirði síðastliðin ár, þá hefur bæjarfélagið ekki séð ástæðu til að fara í lagfæringar á tjaldsvæði og malarvelli en malarvöllurinn er eitt stærsta lýtið á bænum í dag auk þess sem tjaldsvæðið verður að vatnasvæði við minnstu úrkomu. Einnig eru lagðar fram tillögur umhverfisfulltrúa þar sem meðal annars er lagt til að farið verði í framkvæmdir á malarvelli og tjaldsvæði á Siglufirði.
    Nefndin þakkar fyrir innsend erindi og leggur áherslu á að farið verði í endurbætur á tjaldsvæði og að sáð verði fyrir grasi í gamla malarvöllinn nú í sumar. Einnig vísar nefndin til gerð fjárhagsáætlunar 2014 auknu fé til framkvæmda á opnum svæðum í Fjallabyggð.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lagt fram bréf íbúa sem búa við nyrsta hluta Hávegs á Siglufirði. Rekja þeir að gatan sé mjög þröng og beri mikinn umferðarþunga auk þess að erfitt sé að finna bílastæði, sérstaklega yfir sumartímann. Liggur við öngþveiti í götunni þegar umferðin er hvað mest. Eru lagðar fram ákveðnar tillögur að lausn vandans meðal annars með nýju bílastæði og nýrri akstursleið.
    Nefndin felur tæknideild að skoða hvort fram lögð tillaga sé framkvæmanleg og kostnaðarmeta.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lagðar fram myndir af höfninni á Siglufirði en á þeim sést mengun sem á upptök sín í rækjuvinnslu Ramma hf.
    Nefndin vísar erindinu til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og ítrekar að samkvæmt starfsleyfi þá skal fyrirtækið hafa fullnægjandi búnað til að hindra að föst óhreinindi berist í holræsakerfi sveitarfélagsins. Óheimilt er að farga lífrænum úrgangi, þ.m.t. rækjuskel um niðurföll.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Haraldur Björnsson fyrir hönd Fjáreigendafélags Siglufjarðar óskar eftir því að nýta land Efri- og Neðri-Skútu til hagabeitar yfir sumarið. Einnig óskar hann eftir því að fá til afnota það svæði í kringum Hól, sem Golfklúbbur Siglufjarðar nýtir nú undir golfvöll en mun ekki gera eftir að hann flytur yfir á nýjan völl í Hólsdal. Hyggjast fjáreigendur nýta svæðið til sláttar, ef af verður, til heyöflunar fyrir vetrarfóðrun.
    Nefndin bókar að nú standa yfir samningaviðræður við hestamannafélagið Glæsir um afnotarétt á landi Efri- og Neðri- Skútu og er því ekki hægt að taka ákvörðun um málið á þessu stigi. Varðandi svæði í kringum Hól þá telur nefndin ekki tímabært að úthluta því þar sem golfvöllurinn verður að minnsta kosti næstu tvö árin þar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hornbrekku, ræktunarlóð nr. 19.
    Nefndin felur tæknideild að afla lögfræðiálits á lóðarleigusamingnum og hvort hann teljist enn í gildi.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Jón Valgeir Baldursson og Hrönn Gylfadóttir óska eftir því að fá úthlutað sumarhúsalóð nr. 2 í landi Hólkots í Ólafsfirði.
    Erindi samþykkt
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Haraldur Björnsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem staðsettur yrði vestan við fjárhús hans, að Lambafeni 1 á Siglufirði.
    Jafnframt býður Haraldur nefndarmönnum í heimsókn í fjárhúsið til að skoða aðbúnað og umhirðu, bæði innan- og utandyra.
    Nefndin hafnar erindinu og bendir á að ekki er gert ráð gámum í deiliskipulagi svæðisins.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita stöðuleyfi í eitt ár til 1. september 2014</DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Hólmfríður Arngríms óskar eftir leyfi til að setja niður skilti á horninu sunnan Aðalgötu og vestan Ægisgötu til að vekja athygli á vinnustofu sinni.
    Erindi samþykkt og skal skiltið staðsett í samráði við tæknideild.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra varðandi fráveitu í höfnina á Siglufirði.
     
    Nefndin felur tæknideild að svara erindinu.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Sigurbirni Pálssyni vegna reksturs gististaðar að Lindargötu 9b á Siglufirði.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.<DIV> </DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013

    Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Álfhildi Stefánsdóttur vegna reksturs gististaðar að Aðalgötu 9, neðri hæð, á Siglufirði.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013

    Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Ara Má Arasyni vegna reksturs gististaðar að Lindargötu 17, efri hæð, á Siglufirði.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Elísabetu Árnadóttur vegna reksturs gististaðar að Hólavegi 8 á Siglufirði.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>

16.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013

Málsnúmer 1307005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
    Pétur Vopni Sigurðsson f.h. Rarik ohf sækir um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð sem staðsett yrði á horni Hverfisgötu og Hávegs. Stöðin yrði rekin þangað til ný spennistöð hefur verið byggð.
     
    Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð til tveggja mánaða.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
    Á 157. fundi nefndarinnar samþykkti nefndin að fela tæknideild að afla lögfræðiálits á lóðarleigusamning fyrir Hornbrekku, ræktunarlóð nr. 19 og hvort hann teljist enn í gildi. Lögfræðiálitið hefur nú borist frá Jóhannesi Bjarna Björnssyni.
     
    Nefndin tekur undir nálgun í sjötta lið álits Jóhannesar Bjarna að gera skuli nýjan lóðarleigusamning um landið eða þann hluta sem nýttur er undir sumarbústað. Réttindi og skyldur aðila yrðu þannig skilgreindar upp á nýtt og tækju mið að núverandi nýtingu landsins.
     
    Nefndin felur tæknideild að ganga frá málinu.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
    Þorsteinn Jóhannesson f.h. Rarik ohf sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Spennistöðinni er ætlað að leysa af hólmi þá stöð sem nú er í húsinu að Suðurgötu 47.
     
    Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
    Lagt fram til kynningar bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, en borist hefur kæra þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar um samþykkt deiliskipulags grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>

17.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013

Málsnúmer 1307004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013





    Í bréfi frá 11. júní 2013 kemur fram að Gísli Örn Reynisson hdl. f.h. Vátryggingafélags Íslands telur að starfsmenn Siglufjarðarhafnar og Siglfirðings hf. hafi með háttsemi sinni sýnt af sér saknæma háttsemi sem orsakaði tjón á Millu SI-727. Vátryggingafélagið telur því að nefndir aðilar beri ábyrgð á tjóninu eftir almennum reglum skaðabótaréttar.

     

    Í bréfi frá 26.júní kemur fram að Valtýr Sigurðsson hrl. f.h. Fjallabyggðar og Siglfirðings hf, telur að VÍS hafi greitt útgerð MIllu SI 727 bætur umfram það tjón sem útgerð bátsins getur sýnt fram á að hafi í raun orðið vegna atviksins og verður það að teljast alfarið á ábyrgð VÍS. Í bréfinu kemur einnig fram að lögmaður bæjarfélagsins telur að Fjallabyggð og/eða hafnaryfirvöld beri enga ábyrgð á tjóninu.

     

    Lagt fram til kynningar. 

     
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013






    Farið yfir fundargerð frá 22. maí 2013 sjá 1. lið þ.e. upplýsingar um viðhaldsverkefni fyrir árið 2013.

    Viðhald á dekkjum er nánast búið, en eftir er vinna við verkefnið í tvo til þrjá daga.

    Lagfæring á hafnarvog á Siglufirði er í vinnslu.

    Búið er að lagfæra  þekju í Ólafsfirði - malbikun lokið.

    Búið er að setja hita undir vigt og steypa í kringum litlu vigtina í Ólafsfirði.


    Búið er að leggja hitaveitu í hafnaskrifstofu á Siglufirði.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013
    Farið yfir fundargerð frá 22. maí 2013 sjá 2. lið þ.e. upplýsingar um framkvæmdir ársins 2013. 
    Lokafrágangur við flotbryggju er að fara af stað, vinnu verður lokið fyrir miðjan ágúst.
    Kostnaður við myndavélakerfi er um 100 þúsund kr. fyrir Óskarsbryggju, án uppsetningar.
    Hafnarstjórn leggur til að málið verði kannað til hlítar og þær keyptar sé verðið í samræmi við uppgefnar tölur.
    Flotbryggja hefur verið keypt og er áætlaður kostnaður um kr. 7.850.000.- með uppsetningu og vsk.
    Allar festingar og keðjur eru í tilboði Króla.
     
     
     
     
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013




    Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar. Tekjur eru um 400 þúsund kr. yfir áætlun á tímabilinu og launaliðir eru um 500 þúsund kr. yfir áætlun tímabilsins. Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu mála og góða þróun í rekstri hafnarinnar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013
    Lagður fram þjónustusamningur við Eimskip Íslands ehf.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013





    Lagt fram bréf frá Siglingastofnun frá 28. júní 2013. Í bréfinu kemur fram að Siglingastofnun mun veita tjónastyrk úr B-deild hafnabótasjóðs til viðgerða á þeim hluta sem tilheyrir hafnargarðinum, sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði án vsk, þó að hámarki 9 m.kr.

    Hafnarstjórn/bæjarráð þarf að leggja um 5 m.kr. í verkefnið.
    Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að ráðast í umræddar framkvæmdir.
    Hafnarstjórn telur eðlilegt að bæjarráð taki afstöðu til málsins þar sem framkvæmdarkostnaður er áætlaður um 14 m.kr.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>

18.Fundagerðir stjórnar Eyþings 2013

Málsnúmer 1301026Vakta málsnúmer

Fundargerðir 242. og 243. fundar stjórnar Eyþings lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.