Málsnúmer 1307002FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Á 156. fundi nefndarinnar var ákveðið að leggja dagsektir á eignina Aðalgötu 6 að upphæð 10.000 kr. fyrir hvern dag frá og með 8. júlí. Eigenda var gefinn kostur á því að tjá sig um álagðar dagsektir fyrir 8. júlí.
Borist hefur svar frá eigenda Aðalgötu 6 þar sem hann leggur fram upplýsingar um fyrirhugðar framkvæmdir á eigninni.
Nefndin samþykkir að fresta dagsektum þar sem fyrir liggur áætlun eiganda um að viðgerðum verði lokið fyrir 15 ágúst, ef svo verður ekki verða lagðar á dagsektir.
Bókun fundar
<DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Á 156. fundi nefndarinnar var tillaga að deiliskipulagi Þormóðseyrar lögð fram til kynningar og þann 5. júlí var tillagan kynnt með opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar.
Nú er tillagan lögð fram á nýjan leik og er lagt til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
<DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lagt fram bréf frá Ómari Möller þar sem hann bendir á ýmis atriði sem mætti laga í umhverfi Siglufjarðar.
Lagt fram bréf frá Arnari Frey Þrastarsyni þar sem hann fjallar um tjaldsvæðið og malarvöllinn á Siglufirði en tjaldsvæðið er afar viðkvæmt fyrir úrkomu og þörf fyrir úrbætur búin að vera lengi til staðar. Að sama skapi er malarvöllurinn búinn að standa auður í mörg ár og engar lagfæringar átt sér stað á honum. Bréfritari óskar eftir upplýsingum um það hvenær úrbóta er að vænta á þessum svæðum.
Lagt fram bréf frá Huldu Magnúsardóttur þar sem hún lýsir því að eftir gríðarmikla fjölgun ferðamanna á Siglufirði síðastliðin ár, þá hefur bæjarfélagið ekki séð ástæðu til að fara í lagfæringar á tjaldsvæði og malarvelli en malarvöllurinn er eitt stærsta lýtið á bænum í dag auk þess sem tjaldsvæðið verður að vatnasvæði við minnstu úrkomu. Einnig eru lagðar fram tillögur umhverfisfulltrúa þar sem meðal annars er lagt til að farið verði í framkvæmdir á malarvelli og tjaldsvæði á Siglufirði.
Nefndin þakkar fyrir innsend erindi og leggur áherslu á að farið verði í endurbætur á tjaldsvæði og að sáð verði fyrir grasi í gamla malarvöllinn nú í sumar. Einnig vísar nefndin til gerð fjárhagsáætlunar 2014 auknu fé til framkvæmda á opnum svæðum í Fjallabyggð.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lagt fram bréf íbúa sem búa við nyrsta hluta Hávegs á Siglufirði. Rekja þeir að gatan sé mjög þröng og beri mikinn umferðarþunga auk þess að erfitt sé að finna bílastæði, sérstaklega yfir sumartímann. Liggur við öngþveiti í götunni þegar umferðin er hvað mest. Eru lagðar fram ákveðnar tillögur að lausn vandans meðal annars með nýju bílastæði og nýrri akstursleið.
Nefndin felur tæknideild að skoða hvort fram lögð tillaga sé framkvæmanleg og kostnaðarmeta.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lagðar fram myndir af höfninni á Siglufirði en á þeim sést mengun sem á upptök sín í rækjuvinnslu Ramma hf.
Nefndin vísar erindinu til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og ítrekar að samkvæmt starfsleyfi þá skal fyrirtækið hafa fullnægjandi búnað til að hindra að föst óhreinindi berist í holræsakerfi sveitarfélagsins. Óheimilt er að farga lífrænum úrgangi, þ.m.t. rækjuskel um niðurföll.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Haraldur Björnsson fyrir hönd Fjáreigendafélags Siglufjarðar óskar eftir því að nýta land Efri- og Neðri-Skútu til hagabeitar yfir sumarið. Einnig óskar hann eftir því að fá til afnota það svæði í kringum Hól, sem Golfklúbbur Siglufjarðar nýtir nú undir golfvöll en mun ekki gera eftir að hann flytur yfir á nýjan völl í Hólsdal. Hyggjast fjáreigendur nýta svæðið til sláttar, ef af verður, til heyöflunar fyrir vetrarfóðrun.
Nefndin bókar að nú standa yfir samningaviðræður við hestamannafélagið Glæsir um afnotarétt á landi Efri- og Neðri- Skútu og er því ekki hægt að taka ákvörðun um málið á þessu stigi. Varðandi svæði í kringum Hól þá telur nefndin ekki tímabært að úthluta því þar sem golfvöllurinn verður að minnsta kosti næstu tvö árin þar.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Hornbrekku, ræktunarlóð nr. 19.
Nefndin felur tæknideild að afla lögfræðiálits á lóðarleigusamingnum og hvort hann teljist enn í gildi.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Jón Valgeir Baldursson og Hrönn Gylfadóttir óska eftir því að fá úthlutað sumarhúsalóð nr. 2 í landi Hólkots í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Haraldur Björnsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem staðsettur yrði vestan við fjárhús hans, að Lambafeni 1 á Siglufirði.
Jafnframt býður Haraldur nefndarmönnum í heimsókn í fjárhúsið til að skoða aðbúnað og umhirðu, bæði innan- og utandyra.
Nefndin hafnar erindinu og bendir á að ekki er gert ráð gámum í deiliskipulagi svæðisins.
Bókun fundar
<DIV><DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita stöðuleyfi í eitt ár til 1. september 2014</DIV></DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Hólmfríður Arngríms óskar eftir leyfi til að setja niður skilti á horninu sunnan Aðalgötu og vestan Ægisgötu til að vekja athygli á vinnustofu sinni.
Erindi samþykkt og skal skiltið staðsett í samráði við tæknideild.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra varðandi fráveitu í höfnina á Siglufirði.
Nefndin felur tæknideild að svara erindinu.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Sigurbirni Pálssyni vegna reksturs gististaðar að Lindargötu 9b á Siglufirði.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.<DIV> </DIV></DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Álfhildi Stefánsdóttur vegna reksturs gististaðar að Aðalgötu 9, neðri hæð, á Siglufirði.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Ara Má Arasyni vegna reksturs gististaðar að Lindargötu 17, efri hæð, á Siglufirði.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni Sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Elísabetu Árnadóttur vegna reksturs gististaðar að Hólavegi 8 á Siglufirði.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10. júlí 2013
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 157. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
Fram hefur komið fyrirspurn um skipulag og hönnun lóða á og við hafnarsvæðið á Siglufirði og að ráðhúsi bæjarfélagsins.
Gert hefur verið samkomulag um afhendingu lóða, sjá samning við Rauðku ehf.
Bæjarráð telur eðlilegt að gengið verði frá lóðarblöðum fyrir umræddar lóðir og felur tæknideild að koma fram með tillögur að lóðarblöðum umræddra lóða.
Ljóst er að tjaldsvæðið á lóð nr. 1 við Snorragötu þarfnast lagfæringar og hefur verið gert samkomulag við Rauðku ehf. um að láta kanna kostnað við þær lagfæringar í tengslum við væntanlegar skipulagshugmyndir af svæðinu.
Bæjarráð telur rétt að tæknideild bæjarfélagsins taki málið til skoðunar og tillögugerðar í vetur.