Nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 1306070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 302. fundur - 02.07.2013

Tillaga lögð fram til kynningar og felur bæjarráð bæjarstjóra að auglýsa umrætt starf hið fyrsta.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Umsóknarfrestur um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa rann út 26. júlí 2013.
Sex umsóknir bárust um starfið.

Umsækjendur eru:

1. Bjarki Ármann Oddsson
2. Dögg Árnadóttir

3. Gísli Rúnar Gylfason

4. Haukur Sigurðsson

5. Kristinn J Reimarsson
6. Týr Thorarinsson


Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fjölskyldudeildar að kalla umsækjendur í viðtal. Tillaga deildarstjóra fjölskyldudeildar verður lögð fyrir bæjarráð og ákvörðun um ráðningu í starfið verður tekin þriðjudaginn 13. ágúst n.k.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 08.08.2013

Umsóknarfrestur um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa rann út 26. júlí 2013. Sex umsóknir bárust um starfið.
Umsækjendur eru: Bjarki Ármann Oddsson, Dögg Árnadóttir, Gísli Rúnar Gylfason, Haukur Sigurðsson, Kristinn J Reimarsson, Týr Thorarinsson.
Bæjarstjóri og deildarstjóri hafa boðað umsækjendur til viðtals. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 13. ágúst næst komandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 307. fundur - 15.08.2013

Deildarstjóri fjölskyldudeildar og bæjarstjóri lögðu fram upplýsingar og samantekt á viðtölum sem þeir áttu við sex umsækjendur.

Fram kom tillaga þeirra, með rökstuðningi, að Haukur Sigurðsson verði ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða.