Umsókn um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð

Málsnúmer 1307038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24.07.2013

Pétur Vopni Sigurðsson f.h. Rarik ohf sækir um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð sem staðsett yrði á horni Hverfisgötu og Hávegs. Stöðin yrði rekin þangað til ný spennistöð hefur verið byggð.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð til tveggja mánaða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Með tölvupósti 22. júlí 2013, sækir deildarstjóri netrekstrar hjá Rarik um stöðuleyfi fyrir spennistöð sem staðsett yrði á horni Hverfisgötu og Hávegar á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur tekið málið fyrir og afgreitt.

Lögmaður f.h. eigenda að Hávegi 37 Siglufirði, hefur sent bæjarfélaginu bréf dags. 25. júlí s.l., þar sem fram koma áhyggjur af staðsetningu á umræddri spennistöð og bráðabyrgðarleyfi.


Bæjarráð telur eðlilegt að framkvæmdum verði hraðað eftir mætti þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir.

Bæjarráð leggur áherslu á að ný stöð verði lækkuð í landi eins og frekast er kostur og aðkoman mótuð þannig að fyllsta öryggis sé gætt.

Bæjarráð telur hins vegar ógerlegt að stöðva framkvæmdirnar, þar sem þá yrði stór hluti bæjarfélagsins án rafmagns.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.09.2013

Á síðasta fundi nefndarinnar, þann 24. júlí síðastliðinn samþykkti nefndin stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hverfisgötu og Hávegs til tveggja mánaða. Það leyfi rennur út þann 24. september næstkomandi.

 

Þar sem verið er að vinna úr grenndarkynningu (sbr. lið 2 í fundargerð þessari) sem haldin var vegna fyrirhugaðrar byggingar varanlegrar spennistöðvar á svipuðum stað samþykkir nefndin að framlengja stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð um þrjá mánuði frá deginum í dag að telja, eða til 18. desember næstkomandi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 06.11.2013

Árni Grétar Árnason fyrir hönd Rarik ohf óskar eftir því að stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hverfisgötu og Hávegs á Siglufirði sem rennur út þann 18. desember næstkomandi verði framlengt til næsta sumars, eða 30. júní. Óskar hann eftir því að unnið verði að lausn á málinu í vetur svo hægt verði að klára málið snemmsumars 2014.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi til 30. júní 2014.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12.03.2014

Árni Grétar Árnason f.h. Rarik ohf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi á bráðabirgðaspennistöð sem stendur á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði. Búið var að veita leyfi til 30. júní 2014, en nú er sótt um framlengingu um eitt ár til viðbótar, eða til 30. júní 2015 vegna þess að ekki hefur enn fundist lausn fyrir varanlega spennistöð.

 

Nefndin ítrekar afstöðu sína frá 160. fundi þar sem óskað var eftir að gerð yrði tillaga þar sem spennistöðin væri felld inn í landið á öllum hliðum nema framhlið. Nefndin hafnar framlengingu stöðuleyfis að svo stöddu og ítrekar að varanleg lausn verði lögð fram fyrir 30. júní.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26.05.2014

Steingrímur Jónsson fyrir hönd Rarik ohf sækir um framlengingu á stöðuleyfi á bráðabirgðaspennistöð sem stendur á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði til 30. júní 2015, meðan unnið sé með Fjallabyggð til að finna varanlega lausn á málinu sem allir aðilar geti verið sáttir við.

 

Á 165. fundi nefndarinnar var framlengingu stöðuleyfis um eitt ár til viðbótar hafnað og ítrekað að varanleg lausn yrði lögð fram fyrir 30. júní 2014.

 

Nefndin hefur ekki orðið þess vör að samstarfsvilji sé fyrir hendi hjá Rarik um leiðir til að finna varanlega lausn á málinu og ítrekar því aftur að varanleg lausn verði lögð fram fyrir 30. júní næstkomandi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 02.07.2014




Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði rann út þann 30. júní síðastliðinn. Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekaði á 167. fundi sínum að varanleg lausn á málinu yrði lögð fram fyrir 30. júní.



 


Í ljósi þess hefur Andri Páll Hilmarsson, fyrir hönd Rarik ohf sent inn erindi, dagsett 11. júní þar sem kemur fram að verið sé að hanna spennistöð sem sé felld inni í landið og stefnt sé að hefja framkvæmdir í haust. Vegna þessa óskar hann eftir framlengingu á stöðuleyfi bráðabirgðaspennistöðvarinnar.



 


Nefndin samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2014 og óskar eftir því að byggingu varanlegrar spennistöðvar verði lokið fyrir þann tíma að undanskildum lóðarfrágangi sem ljúka skal vorið 2015.