Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

161. fundur 06. nóvember 2013 kl. 16:30 - 16:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ásgrímur Pálmason aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Endanleg útfærsla á svæðisskipulagi Eyjafjarðar lögð fram til staðfestingar.

Þrjár athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og voru þær teknar til afgreiðslu á 34. fundi svæðisskipulagsnefndar, sem haldinn var 9. september sl.
Fyrir fundi skipulags- og umhverfisnefndar liggur fundargerð nefndarinnar og tillaga hennar að svari og viðbrögðum við fyrrgreindum athugasemdum. Um er að ræða breytingar á skipulagsgögnum sem taldar eru upp í þremur töluliðum í fundargerðinni en öðrum athugasemdum er svarað samkvæmt afgreiðslu í athugasemdaskjali sem er fylgiskjal með fundargerðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framkomna tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og veiti heimild til þess að senda það til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

2.Deiliskipulag - Þormóðseyri

Málsnúmer 1203070Vakta málsnúmer

Á 160. fundi nefndarinnar var samþykkt að deiliskipulag Þormóðseyrar yrði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar með áorðnum breytingum. Eftir fundinn kom fram ábending um að það þyrfti að skipta lóðunum Skipagötu 4 og Tjarnargötu 20 upp í fleiri lóðir.

 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Þormóðseyrar þar sem búið er að skipta lóðinni Skipagata 4 upp í fjórar lóðir; Skipagötu 4, Tjarnargötu 19, Tjarnargötu 21 og Tjarnargötu 23. Einnig er búið að skipta lóðinni Tjarnargata 20 upp í lóðirnar Tjarnargata 20 og Tjarnargata 22.

 

Með þessum breytingum og áður gerðum breytingum sem samþykktar voru á 160. fundi nefndarinnar samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og felur jafnframt tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.

3.Deiliskipulag - Vesturtangi

Málsnúmer 1310054Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Landslagi ehf að skipulagslýsingu fyrir reit sem nær til hluta Vesturtanga á Siglufirði en svæðið er skilgreint sem athafnasvæði í aðalskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Svæðið er um 5 þúsund fermetrar að flatarmáli.

 

Nefndin samþykkir að senda skipulagslýsinguna til umsagnaraðila; Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra til umsagnar og kynna hana fyrir almenningi.

4.Umsókn um breytingu á lóðarstærð og byggingarreit Snorragötu 3

Málsnúmer 1310066Vakta málsnúmer

Gunnar St. Ólafsson fyrir hönd Selvíkur ehf sækir um að stækka lóð og byggingarreit Snorragötu 3 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Breytingin veldur því að breyta þarf deiliskipulagi Snorragötu.

 

Lagður er fram breytingaruppdráttur að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Snorragötu þar sem búið er að stækka lóð og byggingarreit Snorragötu 3.

 

Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið og auglýsing um samþykki deiliskipulagsins verði birt í B-deild Stjórnartíðinda skv. 4. mgr. 44. gr. fyrrnefndra laga.

5.Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð

Málsnúmer 1307038Vakta málsnúmer

Árni Grétar Árnason fyrir hönd Rarik ohf óskar eftir því að stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hverfisgötu og Hávegs á Siglufirði sem rennur út þann 18. desember næstkomandi verði framlengt til næsta sumars, eða 30. júní. Óskar hann eftir því að unnið verði að lausn á málinu í vetur svo hægt verði að klára málið snemmsumars 2014.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi til 30. júní 2014.

6.Gangbraut við sundlaugina á Siglufirði

Málsnúmer 1310048Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að staðsetningu gangbrautar við sundhöllina á Siglufirði.

 

Nefndin samþykkir staðsetningu á gangbraut og samþykkir jafnframt að bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða verði fært sunnar.

7.Umsókn um byggingarleyfi, Eyrargata 25

Málsnúmer 1310060Vakta málsnúmer

Bragi Þ. Haraldsson fyrir hönd Áfengis- og tókbaksverslunar ríkisins sækir um byggingarleyfi fyrir Eyrargötu 25. Sótt er um leyfi til að stækka núverandi bílageymslu með viðbyggingu til austurs. Fyrir liggur undirritað samþykki eigenda Túngötu 11.

 

Erindi samþykkt.

8.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1310053Vakta málsnúmer

Tómas P. Óskarsson og Örvar Tómasson fyrir hönd Byls útgerðarfélags ehf sækja um stöðuleyfi fyrir frystigám austan við Grundargötu 24 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs með því skilyrði að hávaðamengun verði haldið í lágmarki, að öðrum kosti verði stöðuleyfið afturkallað.

9.Lóðarleigusamningur, Lindargata 13 og 15

Málsnúmer 1310072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jóni Sæmundi Sigurjónssyni þar sem hann óskar eftir því að fá lóðirnar nr. 13 og 15 við Lindargötu.

 

Lagðir eru fram lóðarleigusamningar fyrir Lindargötu 13 og 15.

 

Nefndin samþykkir erindið.

10.Lóðarleigusamningur, Tjarnargata 8

Málsnúmer 1310069Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Tjarnargötu 8.

 

Erindi samþykkt.

11.Grunnskóli Siglufirði, byggingarleyfi

Málsnúmer 1209078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og umsögn frá Landslögum  á kæru vegna samþykktar á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við grunnskólann á Siglufirði.

12.Umsókn um lóð undir eldsneytisafgreiðslu

Málsnúmer 1308029Vakta málsnúmer

Á 159. fundi nefndarinnar óskaði nefndin eftir nánari upplýsingum um útlit og hönnun á lóð vegna umsóknar N1 hf um lóð undir eldsneytisafgreiðslu.

 

Teikningar af lóð hafa borist og eru lagðar fram til kynningar.

13.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

14.Rekstraryfirlit september 2013

Málsnúmer 1310081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.