Erindi vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 1307044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Í bréfi framkvæmdastjóra Eyþings dagsett 25. júlí 2013, er óskað heimildar hjá aðildarsveitarfélögum handa stjórn Eyþings til að taka yfirdráttarlán hjá Sparisjóði Höfðhverfinga.  
Um er að ræða 10 m.kr. heimild til að mæta rekstrarvanda almenningssamgangna.
Stjórn Eyþings hefur óskað eftir fundi með þingmönnum og innanríkisráðherra til að fá aukið fjármagn í reksturinn.


Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framkomna ósk, en leggur áherslu á að bæjarfélagið telji eðlilegt að fjármagn fáist til að standa undir þeim rekstri sem er í raun tilraunaverkefni á ábyrgð ríkisins.