Bæjarráð Fjallabyggðar

311. fundur 18. september 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014

Málsnúmer 1309029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneyti dags. 11. september 2013. Þar kemur fram að ráðuneytið vill gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum.  Umsóknarfrestur er til 30. september 2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár.

2.Benz Unimog árgerð 1965 F-614 fastanúmer HI 294

Málsnúmer 1308039Vakta málsnúmer

Þann 3. september auglýsti Fjallabyggð umrædda bifreið til sölu. Tilboð bárust fyrir kl. 14.00 þann 11. september s.l.

Sex tilboð bárust í umrædda bifreið og er tilboði Ingvars B. Eðvarssonar frá Vopnafirði tekið kr. 501.000.-, en það var hæsta tilboð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sölu bifreiðarinnar.

3.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1309022Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 3. og 4. október nk. í Reykjavík. 

Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra.

4.Haustþing og málþing - Almenningsbókasöfn mikilvægur fjársjóður til framtíðar

Málsnúmer 1309030Vakta málsnúmer

Haustþing almenningsbókasafna verður haldið 27. september í Mosfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður bókasafnsins sæki fundinn.

5.Héðinsfjarðargöng - lok verkefnis

Málsnúmer 1309007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni stýrihóps um gerð Héðinsfjarðarganga ásamt aðkomuvegum um verklok.

Fram kemur í bréfinu að öllum frágangi sé lokið nema við "Kleifartipp" og að það sé skoðun stýrihópsins að sú framkvæmd eigi að færast yfir á Fjallabyggð.

Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar er varðar málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi formannsins með þeim rökum sem fram koma m.a. í umræddu bréfi deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð leggur áherslu á að frágangur á umræddu svæði sé í samræmi við áður gert samkomulag og sé alfarið í verkahring Vegagerðar.

6.Hornbrekka - snjóflóðavarnargarður, vígsluathöfn

Málsnúmer 1309001Vakta málsnúmer

Vígsluathöfn fer fram þriðjudaginn 24. september n.k. í Tjarnarborg Ólafsfirði.

Umhverfisráðherra bíður ráðamönnum bæjarfélagsins upp á fund um önnur verkefni af þessu tilefni.

7.Innkaupareglur Fjallabyggðar - breyting

Málsnúmer 1309012Vakta málsnúmer

Tvær ábendingar hafa borist frá Innanríkisráðuneytinu er varðar innkaupareglur bæjarfélagsins, sem þarfnast lagfæringa.

Um er að ræða 5.mgr. 23. gr. reglnanna sem og að skoða þurfi 12.gr. þar sem vísað er í upplýsingalög.

Lögmaður bæjarfélagsins leggur fram breytingar á umræddum greinum og samþykkir bæjarráð framkomnar breytingar og vísar innkaupareglunum til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

8.Niðurgreiðsla á rútuferðum fyrir háskólanema

Málsnúmer 1308049Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn liggja upplýsingar um fjölda nemenda sem kynnu að vilja nýta sér niðurgreiðslu á rútuferðum fyrir nemendur á framhaldsskólastigi.

Um er að ræða nemendur í MA, í VMA og í HÍA sem og í Myndlistarskólanum á Akureyri.

Bæjarráð leggur til að umræddir nemendur hafi kost á niðurgreiðslu, enda er fjármagn til staðar í áætlun ársins.

Fjármálastjóra er falið að útfæra niðurgreiðsluna í samræmi við reglur annarra bæjarfélaga.

9.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar heimildar til að selja traktor frá árinu 1990, sem þarfnast endurnýjunar.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra.

10.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja upp tillögu að ramma fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem byggir á síðustu þriggja ára áætlun og þar með óbreyttum forsendum í álagningu fasteignagjalda frá árinu 2013.

Bæjarráð telur einnig rétt að miða við forsendur Sambands ísl. sveitarfélaga. Miða skuli við 4% verðbólgu um 5% hækkun á launalið og 1% launa fari á sérstakan lið til að mæta launum vegna langtíma veikinda. Miða skal við fjárfestingaráætlun til þriggja ára með áorðnum breytingum.

11.Málefni Leyningsáss ses.

Málsnúmer 1206038Vakta málsnúmer

Bæjarráð telur rétt að óska eftir viðræðum við Leyningsás ses um samning um rekstur á skíðasvæðinu, en fyrirliggjandi samningur rann ú 1. september.

Samþykkt og er bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með formanni félagsins.

Egill S. Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

12.Fundargerðir Leyningsáss ses - 2013

Málsnúmer 1309024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð fagnar uppbyggingu á vegum Leyningsáss ses.

13.Fundur SSNV 27. ágúst 2013

Málsnúmer 1308045Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Mánaðarleg launayfirlit 2013

Málsnúmer 1303045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir janúar til ágúst 2013.
Niðurstaðan fyrir heildina er 568 m.kr. sem er um 95,9% af áætlun tímabilsins sem var 592 m.kr.
Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 10 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 34 m.kr.

15.Staða framkvæmdaáætlunar ársins hjá Fjallabyggð

Málsnúmer 1309031Vakta málsnúmer

Fyrirspurn á 92. fundi bæjarstjórnar um stöðu framkvæmda ársins.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð leggur þunga áherslu á að framkvæmdir við vatnslögn í Brimnesdal hefjist hið fyrsta.

16.Matarbakkar fyrir nemendur Grunnskólans við Norðurgötu

Málsnúmer 1309043Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir kaup á matarbökkum fyrir nemendur grunnskólans við Norðurgötu.

Fundi slitið - kl. 19:00.