Hafnarstjórn Fjallabyggðar

51. fundur 04. nóvember 2013 kl. 17:30 - 18:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Rögnvaldur Ingólfsson aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1211016Vakta málsnúmer

Farið yfir gjaldskrá fyrir árið 2014.

Yfirhafnarvörður gerir tillögu að breytingu á gjaldskrá í samræmi við ákvörðun bæjarráðs og munu gjaldskrár hækka um 4%.

Nokkur umræða var um að setja gjald á hvern farþega við komur skipa til Siglufjarðar. Hafnarstjórn ákvað að hafa óbreytta gjaldskrá er þetta varðar.

Sorpgjöld komu einnig til umræðu og var nokkur umræða um að hækka gjald á skipum yfir 100 tonn um 2 þúsund krónur þ.e. úr fjögur þúsund í sex þúsund á mánuði.

Þessi tillaga var samþykkt.
Samþykkt samljóða.

  

2.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Lögð áhersla á umræðu um framkvæmdir 2014 - 2017

Ákveðið var á síðasta fundi að fara yfir tillögur að framkvæmdum og lagfæringum á hafnarsvæðum Fjallabyggðahafna á næsta fjárhagsári.

Fram hafa komið ábendingar um neðanritað, en fundarmenn leggja mikla áherslu á að ráðast þarf í miklar lagfæringar á aðal löndunarhöfn bæjarfélagsins þ.e. hafnarbryggju á Siglufirði.

Er varðar framkvæmdir á Siglufirði komu fram ábendingar um neðanritað;

1. Lagfæringar á þekju og umhverfi suðurhafnar á Siglufirði - áætlaður kostnaður 3.5 m.kr.

2. Kaup á flotbryggju við smábátahöfn á Siglufirði - áætlaður kostnaður 10.0 m.kr.

3. Kaup á nýjum löndunarkrana á Siglufirði - áætlaður kostnaður um 7.0 m.kr.  Ákvörðun frestað sjá lið 4.

4. Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á timburbryggju frá Hafnarbryggju og að togarabryggju, en um er að ræða umþað bil 65 m.


Er varðar framkvæmdir í Ólafsfirði komu ábendingar um neðanritað;

1. Lagfæringar á þekju, götu og umhverfi í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður um 3.0 m.kr.

2. Kaup á flotbryggju í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður á 20 metra bryggju um 10 m.kr.  Ákvörðun frestað.

3. Viðgerðir við og endurbyggja garð í Ólafsfirði og er áætlaður hluti hafnarsjóðs um 3.0 m.kr.- framlag frá ríkinu er tryggt, en það er kr. 9.0 m.kr.

Ofanritað samþykkt einróma.

3.Rekstraryfirlit september 2013

Málsnúmer 1310081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Koma erlendra skipa til Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1310091Vakta málsnúmer

Aníta Elefsen kom á fund hafnarstjórnar og bauð formaður hana velkomna.

Aníta gerði grein fyrir sínum störfum fyrir hafnarstjórn á árinu 2013.
Fram kom m.a. að hún hefur sótt ráðstefnu í Reykjavík og einnig hefur hún sótt kynningu og ráðstefnu til Hamborgar.
Fram kom hjá Anítu að hingað munu sex skip koma til Siglufjarðar á næsta ári og er það tvöföldun á skipakomum til bæjarfélagsins.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að fjármagn verði tryggt til að sinna þessari kynningu á næsta fjárhagsári. Lagt er til að kr. 500.000.- verði varið til verkefnisins.


 

5.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Ólafur Kárason lagði fram neðanritaða tillögu.
"Lagt er til að bæjarráð endurskoði hugmyndir sínar um fækkun um einn starfsmann við Fjallabyggðahafnir.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að Fjallabyggðahafnir eru í mikilli sókn og tekjur hafa aukist ár frá ári"
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en Steingrímur Óli sat hjá.

Fundi slitið - kl. 18:30.