Bæjarráð Fjallabyggðar

308. fundur 20. ágúst 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Helgi Marteinsson varamaður
  • Ingvar Erlingsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Fundir bæjarstjóra með forstöðumönnum - 2013

Málsnúmer 1307047Vakta málsnúmer

Bréfum vísað til vinnufundar bæjarráðs 19.08.2013

Lögð fram bréf frá forstöðumönnum leikskóla, grunnskóla og slökkviliðsstjóra.

2.Minnisblað - Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1308024Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með bæjarverkstjóra og aðstoðarmanni hans.

Einnig lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar um vinnufyrirkomulag í þjónustumiðstöð sem og mannahald.

3.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fór yfir þær ábendingar sem fram hafa komið úr greinargerð HLH um stjórnsýsluúttekt.

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að draga saman tillögur bæjarráðs til umræðu og samþykktar fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 11. september nk.

4.Þjónusta við eldri bæjarbúa næsta haust

Málsnúmer 1306050Vakta málsnúmer

Formaður félags eldri bæjarbúa Ólafsfirði sendir bæjarráði þakkir fyrir áherslur sem koma fram í bréfi frá bæjarráði dagsett 28. janúar 2013.

5.Þjónusta við hælisneytendur

Málsnúmer 1308023Vakta málsnúmer

Innanríkisráðuneytið kannar hvort sveitarfélög hafi áhuga á að koma að samstarfi er varðar hælisleitendur.

Bæjarráð telur sér ekki fært að taka við slíku verkefni.

6.Hafnafundur 2013 í Grindavík

Málsnúmer 1308013Vakta málsnúmer

6. hafnafundur Hafnasambands Íslands verður haldinn í Grindavík 20. september.

Lagt fram til kynningar.

7.Nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1306068Vakta málsnúmer

Farið var yfir þær umsóknir sem borist hafa í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Þær lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna úr umsóknum. Tillaga deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála verður lögð fyrir bæjarráð og ákvörðun um ráðningu í starfið verður tekin þriðjudaginn 27. ágúst n.k.

Fundi slitið - kl. 10:00.