Vatnshitaréttindi jarðanna Garðs og Skeggjabrekku

Málsnúmer 1010092

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 194. fundur - 07.12.2010

Lögð fram til kynningar fyrirspurn sem bæjarstjóri sendi Norðurorku hf. vegna afnota af heitu vatni fyrir aðstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar í landi Skeggjabrekku.  Norðurorka hefur svarað erindinu og hafnað því.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19.02.2013

Lagt fram minnisblað frá Valtý Sigurðssyni dags. 29.01.2013. Minnisblaðið fjallar um skoðun á rétti Goflklúbbs Ólafsfjarðar á heitu vatni Skeggjabrekku til afnota fyrir klúbbinn.

Það er niðurstaða lögmannsins að Norðurorka hf. beri að afhenda eiganda jarðarinnar Skeggjabrekku, nú Fjallabyggð endurgjaldslaust allt að 5 lítrum á mínútu af heitu vatni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma niðurstöðu lögmannsins á framfæri við Norðurorku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Lagt fram minnisblað frá 15. apríl 2013 og tölvupóstar við formann Golfklúbbsins er varðar vatnshitaréttindi Skeggjabrekku og Garðs.

Bæjarráð felur lögmanni sínum, Valtý Sigurðssyni hrl., að kanna til hlýtar rétt bæjarfélagsins á þeim hlunnindum sem minnisblaðið tekur á.

Stjórn Golfklúbbsins mun þó kanna til hlýtar hvort stjórnendur Norðurorku séu tilbúnir til að að taka á málinu og að þar finnist viðunandi lausn á ágreiningi aðila.

Frekari framvinda málsins ræðst af þeirri niðurstöðu.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 02.09.2014

Lagður fram tölvupóstur frá formanni Golfklúbbs Ólafsfjarðar.

Bæjarráð leggur til að Valtýr Sigurðsson hrl. komi á fund ráðsins sem fyrst og fari yfir málið í heild og geri grein fyrir möguleikum á að ná sáttum, því mikill munur er á hugmyndum Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Norðurorku um lausn þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23.09.2014

Valtýr Sigurðsson hrl. fer yfir málið
Valtýr Sigurðsson fór yfir minnisblað sitt um könnun á rétti Fjallabyggðar á heitu vatni í Skeggjabrekku.

Bæjarráð felur lögmanni að sækja málið gegn Norðurorku á grundvelli niðurstöðu hans sem fram kemur í áðurnefndu minnisblaði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Tekið til umfjöllunar erindi frá lögmanni bæjarfélagsins dagsett 23. febrúar 2015 um afstöðu Fjallabyggðar til málssóknar í ljósi viðbragða Norðurorku hf.

Í ljósi ábendinga frá lögmanni samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að eiga viðræður við Norðurorku um lausn málsins.