Bæjarráð Fjallabyggðar

382. fundur 03. mars 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi vegna leikskóladvalar á Leikskálum

Málsnúmer 1502122Vakta málsnúmer

Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.

Á fundi 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015 var tekið til umfjöllunar erindi frá foreldrum vegna umsóknar um leikskóladvöl á Leikskálum og svör við því.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu með tillögu að lausn vegna erindis og legðu fyrir næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs kom leikskólastjóri, Olga Gísladóttir.
Deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson boðaði forföll.

Á fundinum kom leikskólastjóri fram með tillögu að lausn málsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu leikskólastjóra.

Taka þarf innritunarreglur leikskólans til endurskoðunar og felur bæjarráð deildarstjóra fjölskyldudeildar og fræðslu- og frístundanefnd það verkefni.

2.Framkvæmdaleyfi fyrir stoðvirkjaframkvæmdum í Hafnarfjalli - 3.áfangi

Málsnúmer 1502095Vakta málsnúmer

Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 25. febrúar 2015 var lagður fram uppdráttur að stoðvirkjum 3.áfanga í Hafnarfjalli.

Nefndin gerði ekki athugasemdir við uppdráttinn og samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis og samþykkir einnig fyrir sitt leyti að útboð fari fram.

3.Snjósöfnun við Saurbæjarás og gangnamunna í Héðinsfirði

Málsnúmer 1502138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf sent Vegagerðinni dagsett 24. febrúar 2015 er varðar snjósöfnun við Saurbæjarás og gangnamuna í Héðinsfirði.
Er þess farið á leit við Vegagerðina að þjóðvegurinn, í gegnum Saurbæjarásin á Siglufirði, verði skoðaður og fundin lausn með það fyrir augum að draga úr snjósöfnun. Einnig er óskað eftir að settar verði upp snjósöfnunargrindur við gangnamuna í Héðinsfirði.

4.Fasteignagjöld 2015

Málsnúmer 1502001Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.

Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015, var lagt fram bréf útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð, dagsett 20. febrúar 2015, þar sem athugasemd er gerð við verðkönnun vegna kröfuinnheimtu fasteignagjalda.

Bæjarráð samþykkti að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögu að svari við athugasemdum við verðkönnun.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari við athugasemdum.

5.Ósk um úthlutun lóðar fyrir sjálfsafgreiðslustöð

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. febrúar 2015 voru lagðar fram tillögur að staðsetningu lóða í Ólafsfirði og Siglufirði, fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

Nefndin lagði til að úthlutuð yrði lóð sunnan Námuvegar og vestan við Múlaveg í Ólafsfirði. Á Siglufirði leggur nefndin til að úthlutuð verði lóð nr. 3 samkvæmt tillögu tæknideildar sem er við innkeyrslu í bæinn að norðanverðu.

Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með fulltrúum Skeljungs á grundvelli tillagna skipulags- og umhverfisnefndar um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar á Siglufirði og í Ólafsfirði fyrir Skeljung.

6.Umsókn um lóðir

Málsnúmer 1502072Vakta málsnúmer

Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 25. febrúar sl., var tekið fyrir erindi Selvíkur ehf. sem sótti um þrjár lóðir, Suðurgötu 14, Lindargötu 11 og Lindargötu 11b Siglufirði.
Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti úthlutun á lóðum.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Selvík ofangreindum lóðum.

7.Ósk um framlag í formi hvatningar og styrks

Málsnúmer 1502081Vakta málsnúmer

Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015 var tekið fyrir erindi frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, þar sem óskað var eftir framlagi í formi hvatningar og styrks.

Bæjarráð samþykkti að senda skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar erindið til umsagnar.

Í umsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, sem lögð var fyrir bæjarráð, kemur fram að Nýsköpunarkennsla hefur ekki verið formleg í Grunnskóla Fjallabyggðar til þessa. Með tilkomu aðalnámskrár 2011 þar sem sköpun er einn af grunnþáttum menntunar er enn brýnna að finna nýsköpun stað í skólastarfi Grunnskóla Fjallabyggðar og finna leiðir til að þróa hana.

Skólastjóri hvetur bæjarráð til að leggja verkefninu lið og mun beita sér fyrir því að nýsköpun verði með einhverju móti liður í skólastarfi 2015-2016 með það fyrir augum að taka þátt í keppninni. Til dæmis gæti verið um að ræða valgrein á unglingastigi.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 50 þúsund til Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.

8.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Lagður fram framlengdur samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamning.

9.Bílastæðakostir við gamla gagnfræðaskólann Siglufirði

Málsnúmer 1502040Vakta málsnúmer

Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 25. febrúar 2015 voru lagðar fram tillögur tæknideildar að bílastæðum við gamla gagnfræðaskólann á Siglufirði við Hlíðarveg 20.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu tæknideildar, um 16 bílastæði sem rúmast innan lóðar. Einnig leggur nefndin til að reitur A sem rúmar 6 bílastæði, muni tilheyra Hlíðarvegi 20. Nefndin bendir á mögulega fjölgun bílastæða á reit B og C samkvæmt framlögðum uppdrætti.

Bæjarráð samþykkir tillögu um 16 bílastæði sem rúmast innan lóðar og að reitur A sem rúmar 6 bílastæði, muni tilheyra Hlíðarvegi 20.

10.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Rætur bs. hefur boðað til upplýsinga- og umræðufundar 4. mars á Sauðárkróki um fjárhagsstöðu málefna fatlaðra.

Formaður bæjarráðs kynnti hugmyndir sem ræddar hafa verið á síðustu stjórnarfundum Róta bs.

11.Endurnýjun rekstrarsamnings Síldarminjasafns Íslands og Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409045Vakta málsnúmer

Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lagður fram til kynningar undirritaður rekstrarsamningur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árin 2015 og 2016.

Fjallabyggð leggur árlega fram fasta fjárveitingu í þeim tilgangi að tryggja rekstur sjálfseignarstofnunarinnar og er fyrst og fremst fólginn í því að annast og reka Síldarminjasafn Íslands eins og lýst er í skipulagsskrá stofnunarinnar. Þar má nefna söfnun, varðveislu og rannsóknir á menningarsögulegum minjum og að auðvelda almenningi aðgang og kynni af þeim.

Allir íbúar með lögheimili í Fjallabyggð fá frían aðgang að safninu og sýningum þess.

12.Samfélagsþjónusta

Málsnúmer 1409032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Fangelsismálastofnunar í tengslum við ósk stofnunarinnar um að Fjallabyggð verði einn af þeim aðilum sem veiti samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

Fram kemur að Fjallabyggð er reiðubúið að taka þátt í þessu verkefni.

13.Vatnshitaréttindi jarðanna Garðs og Skeggjabrekku

Málsnúmer 1010092Vakta málsnúmer

Tekið til umfjöllunar erindi frá lögmanni bæjarfélagsins dagsett 23. febrúar 2015 um afstöðu Fjallabyggðar til málssóknar í ljósi viðbragða Norðurorku hf.

Í ljósi ábendinga frá lögmanni samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að eiga viðræður við Norðurorku um lausn málsins.

14.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1502135Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 23. febrúar 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga á íbúð í Brekkugötu 23, Ólafsfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

15.Framkvæmdaáætlun fráveitu 2015-2018

Málsnúmer 1502030Vakta málsnúmer

Varðandi bókun S. Guðrúnar Hauksdóttur á bæjarráðsfundi 24/2 2015, vill bæjarstjóri koma eftirfarandi á framfæri.

A. Upphæð hönnunarsamnings við VSÓ sem samþykktur var í bæjarráði 24/2 sem eru um 6 mkr. er langt innan fjárhagsáætlunar.

B. Þau verk, sem verða framkvæmd í sumar í endurgerð gatna og holræsa eru:

1. Álalækjarræsi + endurnýjun götu (Siglufirði)

a. Endurnýjun götu
30,0 mkr. (65-31-8590)
b. Endurnýjun gangstétt 7,0 mkr. (65-31-8590)
c. Vatnsveita 4,0 mkr. (65-31-8590)
Samtals 41,0 mkr.

2. Yfirfallslögn frá tjörn til norðurs (Ólafsfirði)

a. Endurnýjun götu
10,0 mkr. (65-31-8590)
b. Endurnýjun gangstétt 5,0 mkr. (65-31-8590)
c. Ný drenlögn 30,0 mkr. (65-31-8590)
Samtals 45,0 mkr.

Heildarfjármögnun til gatnagerðar, gangstétta, holræsa og vatnslagna er 105 mkr., þá má benda á að fjármagn til ófyrirséðra framkvæmda er 12,5 mkr.
Þá má reikna með að tilboð í verkið verði eitthvað lægri en kostnaðaráætlun.
Það er því ljóst að ofangreindar framkvæmdir rúmast vel innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Ef til vill þarf að færa framkvæmdakostnað á milli einstakra liða þ.e. meira magn til holræsa og minna til gangstétta.

16.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2015

Málsnúmer 1502133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 13. janúar 2015 og 10. febrúar 2015.

17.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1501083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar frá 11. febrúar 2015.

18.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1501008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 825. fundar.

19.Upplýsingar um vinnumat og samkomulag sambandsins og FG

Málsnúmer 1502136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands f.h. Félags grunnskólakennara um breytingar á kjarasamningi aðila.
Aðilar urðu sammála um að ákvæði um viðbótarkennslu samhliða eigin kennslu, verði óbreytt eins og það var fyrir undirritun kjarasamnings aðila í maí 2014.
Gildistími og forsenduákvæði breyttust.
Fyrsta málsgrein 8. greinar, í samkomulagi aðila frá 20. maí 2014, um starf samstarfsnefndar fellur niður og einnig forsenduákvæði sem undirritað var samhliða sama dag.
Gildistími kjarasamningsins styttist til 31. maí 2016, sbr. 2. mgr.

20.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna),339.mál

Málsnúmer 1502124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

21.Tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 338.mál

Málsnúmer 1502146Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Kynning innkaupakorta á vegum Arions banka

Málsnúmer 1502121Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur til að kannað verði í tengslum við uppfærslu á bókhaldskerfi bæjarfélagins síðar á árinu, hvort hagkvæmt sé að taka upp innkaupakort.

23.Rannsóknir og ráðgjöf í ferðaþjónustu - kynningarbréf

Málsnúmer 1502125Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.