Samfélagsþjónusta

Málsnúmer 1409032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagt fram bréf frá Fangelsismálastofnun dags.05.09.2014. þar sem fram kemur ósk um að Fjallabyggð verði einn þeirra aðila sem veitir samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

Slíkur samningur er ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrirvaralaust.

Bæjarráð telur rétt að kalla eftir áliti deildarstjóra og forstöðumanna hvort hægt sé að verða við fram kominni beiðni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Á 355. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar frá 16. september 2014 var lagt fram bréf frá Fangelsismálastofnun þar sem fram kom ósk um að Fjallabyggð verði einn þeirra aðila sem veitir samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

Slíkur samningur væri ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrirvaralaust.

Bæjarráð taldi rétt að kalla eftir áliti deildarstjóra og forstöðumanna hvort hægt sé að verða við fram kominni beiðni.

Niðurstaða kynnt.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við Fangelsismálastofnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Fangelsismálastofnunar í tengslum við ósk stofnunarinnar um að Fjallabyggð verði einn af þeim aðilum sem veiti samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

Fram kemur að Fjallabyggð er reiðubúið að taka þátt í þessu verkefni.