Bæjarráð Fjallabyggðar

355. fundur 16. september 2014 kl. 17:00 - 21:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir varamaður, S lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Endurnýjun rekstrarsamnings Síldarminjasafns Íslands og Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409045Vakta málsnúmer

Steinunn setti fund, en vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Kristjana R. Sveinsdóttir tók hennar sæti. Varaformaður stjórnaði fundi.
Lagt fram bréf dags. 10. september undirritað af formanni safnastjórnar og safnstjóra. Í bréfinu er upptalin sú þjónusta sem safnið veitir á móti árlegum styrk frá bæjarfélaginu.
Núverandi samningur gildir til 31.12.2014 og vísa bréfritarar til svarbréfs bæjarstjórnar frá síðasta ári en þar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 skuli taka samninginn til endurskoðunar með tilliti til endurnýjunar.

Bæjarráð þakkar framkomnar skýringar og ábendingar.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og til umfjöllunar markaðs - og menningarnefndar.

Kristjana R. Sveinsdóttir vék af fundi og Steinunn María Sveinsdóttir tók við stjórn.

2.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Í skipulagslögum nr.123/2010 kemur fram í 35. gr. laganna, að þegar að loknum kosningum til sveitarstjórna metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. Tilkynna skal Skipulagsstofnun um þá niðurstöðu.
Í málefnasamningi meirihluta S-lista og F-lista kemur fram m.a. að ljúka þurfi endurmati á aðalskipulagi Fjallabyggðar og marka framtíðarsýn í þeim málum.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins og felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráð fyrir þeim kostnaði í tillögum sínum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Rétt er að minna á bókun bæjarstjórnar frá 10. september s.l.
Samþykkt samhljóða.

3.Flokkun Eyjafjörður aðalfundur, stjórnarmenn - framtíðarhugmyndir um Flokkun

Málsnúmer 1409006Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Flokkun Eyjafjarðar ehf - forstöðumanni, frá 1. september 2014.
Verið er að minna á aðalfund og kalla eftir upplýsingum um stjórnarbreytingar og skapa umræðu í sveitarstjórnum um verkefni Flokkunar ehf og þar með framtíð fyrirtækisins.
Um er að ræða m.a. hagsmunagæslu og stefnumótun í úrgangsmálum.
Verið er að vinna svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og standa vonir til að í byrjun vetrar komi hún út og þar með til yfirferðar og samþykktar í öllum 18 sveitarstjórnum á svæðinu.

Bæjarráð ákvað að bíða með frekari málsmeðferð fram yfir aðalfund, sem haldinn er í lok september eða byrjun nóvember.

4.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 1402062Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá aðstoðarframkvæmdastjóra Flugvalla og mannvirkjasviðs um fyrirhugaða lokun Siglufjarðarflugvallar, en ætlunin er að taka hann af skrá 16. október 2014.
Bæjarfélaginu er gefinn kostur á að skila inn athugasemdum fyrir 15. september n.k. Búið er að koma skriflegum athugasemdum til stjórnar ISAVIA.

Bæjarráð telur rétt að boða stjórnendur ISAVIA til fundar um endurbætur og/eða frágang á húsnæði sem og flugbraut.

5.Tilfærsla á launaliðum í fjárhagsáætlun vegna langtímaveikinda

Málsnúmer 1409044Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
Þar kemur fram að við gerð áætlunar fyrir árið 2014 var lagt til hliðar fjármagn vegna langtímaveikinda sem stofnanir gætu fengið hlutdeild í, eftir aðstæðum hverju sinni.
Gert var ráð fyrir að miða ætti við að starfsmaður sé veikur í 8 vikur eða 56 daga.
Lagt er til við bæjarráð, að heimila tilfærslu á fjármagni vegna langtímaveikinda að upphæð 12.8 m.kr. af fjárhagslið 21-60 yfir á launalið viðkomandi stofnana.

Bæjarráð samþykkir fram komna tilfærslu.

6.Erindi frá Siglunesi hf. - Gunnlaugi Oddssyni

Málsnúmer 1409035Vakta málsnúmer

Framkvæmdarstjóri Siglunes hf. vill kanna hvort Fjallabyggð vilji nýta sér forkaupsrétt að Jonna ÓF -86 ásamt aflahlutdeild og aflamarki. Áætlaður kostnaður er rétt tæplega 1 milljarður.

Bæjarráð þakkar fram komið erindi en telur sér ekki fært að nýta sér forkaupsréttinn. Það er von bæjarráðs að verði af sölu á umræddum aflaheimildum þá verði útgerðaraðilum í Fjallabyggð boðið að kaupa þær.
Sólrún Júlíusdóttir áskilur sér rétt að koma með bókun á næsta fundi bæjarráðs.

7.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. september 2014, en um er að ræða auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.
Sækja skal um á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006. Umsóknarfrestur er til 30. september 2014. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð á grundvelli umræddra laga.

8.Slökkvilið Fjallabyggðar - eftirlit á þeim búnaði sem tilheyra eldvörnum í stofnunum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409043Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 9. september 2014 undirritað af slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra um að Slökkvilið Fjallabyggðar muni sjá um allt eftirlit með öllum búnaði sem tilheyra eldvörnum í stofnunum bæjarfélagsins.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umrædda ákvörðun, enda er hún í takt við þá ábyrgð sem bæjarfélagið hefur.

Bæjarráð leggur áherslu á að eldvarnareftirlit í stofnunum og fyrirtækjum er í umsjá slökkviliðsstjóra.

9.Tillögur Mannvirkjastofnunar að reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 1409015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 1. september 2014. Þar kemur fram að vinna við gerð nýrrar reglugerðar um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun hafi staðið yfir að undanförnu. Þar er kveðið á um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða svo og vatnsöflun til slökkvistarfa. Ráðuneytið óskar eftir umsögn um framkomin drög fyrir 24. september n.k.

Búið er að gera úttekt á slökkviliði Fjallabyggðar og voru engar athugasemdir gerðar.

10.Bakvaktir Slökkviliðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1309050Vakta málsnúmer

Lögð fram ítrekun frá Landssambandi slökkviliða og sjúkraflutningamanna um að skipulag bakvakta hjá Slökkviliði Fjallabyggðar verði komið í eðlilegt horf.

Eftir umræður og yfirferð leggur bæjarráð til að kalla eftir áliti Mannvirkjastofnunar á fyrirkomulagi bakvakta í Fjallabyggð. Í framhaldi af þeirri úttekt er launadeild Sambands ísl. sveitarfélaga falið að semja við Landssamband slökkviliðsmanna um nýjan kjarasamning.

11.Samfélagsþjónusta

Málsnúmer 1409032Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Fangelsismálastofnun dags.05.09.2014. þar sem fram kemur ósk um að Fjallabyggð verði einn þeirra aðila sem veitir samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

Slíkur samningur er ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrirvaralaust.

Bæjarráð telur rétt að kalla eftir áliti deildarstjóra og forstöðumanna hvort hægt sé að verða við fram kominni beiðni.

12.Ólafsvegur 30, Ólafsfirði íbúð 102 - Kauptilboð

Málsnúmer 1409020Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur um kaup á Ólafsvegi 30 íbúð 102 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir framkomið tilboð.
Bæjarráð leggur áherslu á að búið er að upplýsa tilboðsgjafa um núverandi ástand íbúðarinnar.
Tilboðið endurspeglar þá staðreynd.

13.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara frá 31. ágúst 2014

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Stjórn hestamannafélagsins Gnýfara dags. 31.08.2014. Bréfið tekur á fimm málum er snerta félagið.

1. Óskað er eftir nýjum samningi um beitarlönd í Ósbrekku og Skeggjabrekku.

2. Að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi "vestan óss."

3. Áfallinn kostnaður við hreinsunardag á vegum stjórnar verði greiddur af bæjarfélaginu.

4. Fyrirhugaðar lagfæringar á framtíðar skeiðvelli við efnisnámur í Kleifarhorni.

5. Áskorun um að ábendingar um reiðskemmu verði komið á framfæri við þingmenn og ráðherra.

Bæjarráð vísar liðum 1, 2 og 4 til skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarfulltrúar munu fara yfir lið 5 í viðræðum sínum við þingmenn.
Lið 3 er hafnað.

14.Bókasafn Fjallabyggðar - ósk um aukafjárveitingu vegna launa

Málsnúmer 1409021Vakta málsnúmer

Óskað er eftir fjárveitingu fyrir 50% stöðuhlutfalli við Bókasafnið Ólafsfirði í tengslum við flutning safnsins.

Um er að ræða kr. 450 þúsund fram að áramótum.

Bæjarráð samþykkir framkomna ósk fram að áramótum en vísar umræðu um framtíðar stöðugildi safnsins til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

15.Uppfærsla og viðbætur á upplýsingakerfi

Málsnúmer 1409034Vakta málsnúmer

Wise hefur gert bæjarfélaginu tilboð dags. 2. september 2014, í uppfærslu ásamt viðbótum við núverandi kerfi.

Í fjárhagsáætlun þessa árs fékkst fjárheimild fyrir tæplega helmingi af kostnaði við innleiðingu.

Í minnisblaði deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála er lögð fram beiðni um að fá að ganga til samninga við tilboðsgjafa um heildarinnleiðingu og að kostnaði verði skipt á tvö fjárhagsáætlunartímabil.

Bæjarráð ákvað að fresta málinu til næsta fundar.

16.Breytingar í Ráðhúsi Fjallabyggðar 3. hæð

Málsnúmer 1401061Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá deildarstjóra tæknideildar og fjárhagsyfirlit frá aðalbókara bæjarfélagsins.
Bæjarstjóri lagði fram samanburð á heildar áætlun fyrir verkið og rauntölur.

Bæjarráð vísar málinu til gerðar viðauka þegar leiðrétting á launaáætlun vegna kjarasamninga verður tekin fyrir í bæjarráði.

17.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um næstu skref er varðar áætlun ársins 2015.
Bæjarráð samþykkir neðanritað.
1.
að boða til fundar með fulltrúum KPMG þriðjudaginn 23.09.2014., um áætlun og stöðu Fjallabyggðar.
2.
að taka til afgreiðslu tillögu um álagningarstofna Fjallabyggðar á næsta fundi bæjarráð 23.09.2014 fyrir árið 2015.

Bæjarráð leggur einnig áherslu á neðanritað, er varðar vinnu við áætlun fyrir árið 2015.
1.
að útgönguspá fyrir árið 2014 verði til umræðu þriðjudaginn 28.10.2014.
2.
að allar rekstrartölur fyrir árið 2014 séu yfirfarnar af deildarstjórum.
3.
að allar upplýsingar um viðhaldsverkefni verði til umræðu á þeim fundi.
4.
að allar upplýsingar um fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir verði til yfirferðar og umræðu á sama fundi.
5.
að búið verði að reikna öll laun bæjarstarfsmanna og senda til forstöðumanna til skoðunar og staðfestingar.
6.
að búið sé að fara vandlega yfir öll stöðugildi og nýjar óskir fyrir árið 2015.
7.
að búið sé að reikna innri leigu til að hægt sé að setja hana inn í reiknilíkan bæjarfélagsins.
8. að búið sé að yfirfara og skoða gjaldskrár, koma fram með tillögur um breytingar.

18.Rekstraryfirlit júlí 2014

Málsnúmer 1409033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir sjö fyrstu mánuðina.

Rekstrarniðurstaða tímabils er 4,7 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -36,5 millj. miðað við -31,8 millj.
Tekjur eru 0,7 millj. lægri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 10,5 millj. hærri og fjárm.liðir 15,9 millj. lægri.

Bæjarstjóri lagði fram fyrstu drög að breytingu á launaáætlun fyrir árið 2014 en, ekki náðist að setja málið á dagskrá fyrir fund.
Bæjarráð ákvað að kynna sér gögnin til næsta fundar og verður málið tekið formlega á dagskrá undir máli nr. 1408064.

19.Þakkarbréf frá SÁÁ

Málsnúmer 1409013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Viðhald húsnæðis - ákvörðun aðalfundar húsfélagsins

Málsnúmer 1406019Vakta málsnúmer

Lagðir fram tölvupóstar er varða Aðalgötu 46 - 58.
Um er að ræða fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir við þak á umræddum eignum.

21.Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands

Málsnúmer 1409018Vakta málsnúmer

Aðalfundur Samtaka ungra bænda haldinn í Úthlíð 22. mars 2014 hvetur sveitarstjórnir til að kynna sé og nýta heimldir í skipulagslögum til að varðveita landbúnaðarland.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundagerðir stjórnar Róta bs.

Málsnúmer 1409001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Róta bs. frá 26. mars 2014 og 24. júlí 2014.

23.Fundargerðir stjórnar Eyþings 2014

Málsnúmer 1401023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 257. fundar frá 13. ágúst 2014.

Fundi slitið - kl. 21:00.