Flokkun Eyjafjörður aðalfundur, stjórnarmenn - framtíðarhugmyndir um Flokkun

Málsnúmer 1409006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Flokkun Eyjafjarðar ehf - forstöðumanni, frá 1. september 2014.
Verið er að minna á aðalfund og kalla eftir upplýsingum um stjórnarbreytingar og skapa umræðu í sveitarstjórnum um verkefni Flokkunar ehf og þar með framtíð fyrirtækisins.
Um er að ræða m.a. hagsmunagæslu og stefnumótun í úrgangsmálum.
Verið er að vinna svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og standa vonir til að í byrjun vetrar komi hún út og þar með til yfirferðar og samþykktar í öllum 18 sveitarstjórnum á svæðinu.

Bæjarráð ákvað að bíða með frekari málsmeðferð fram yfir aðalfund, sem haldinn er í lok september eða byrjun nóvember.