Slökkvilið Fjallabyggðar - eftirlit á þeim búnaði sem tilheyra eldvörnum í stofnunum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagt fram bréf dags. 9. september 2014 undirritað af slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra um að Slökkvilið Fjallabyggðar muni sjá um allt eftirlit með öllum búnaði sem tilheyra eldvörnum í stofnunum bæjarfélagsins.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umrædda ákvörðun, enda er hún í takt við þá ábyrgð sem bæjarfélagið hefur.

Bæjarráð leggur áherslu á að eldvarnareftirlit í stofnunum og fyrirtækjum er í umsjá slökkviliðsstjóra.