Uppfærsla og viðbætur á upplýsingakerfi

Málsnúmer 1409034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Wise hefur gert bæjarfélaginu tilboð dags. 2. september 2014, í uppfærslu ásamt viðbótum við núverandi kerfi.

Í fjárhagsáætlun þessa árs fékkst fjárheimild fyrir tæplega helmingi af kostnaði við innleiðingu.

Í minnisblaði deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála er lögð fram beiðni um að fá að ganga til samninga við tilboðsgjafa um heildarinnleiðingu og að kostnaði verði skipt á tvö fjárhagsáætlunartímabil.

Bæjarráð ákvað að fresta málinu til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23.09.2014

Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 09.09.2014.
Leggur hann áherslu á að hann fái umboð til að ganga til samninga við tilboðsgjafa um heildarinnleiðingu og að kostnaði verði skipt á tvö fjárhagsár.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og viðbótarfjármagn verði tekið inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.