Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara frá 31. ágúst 2014

Málsnúmer 1409022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagt fram erindi frá Stjórn hestamannafélagsins Gnýfara dags. 31.08.2014. Bréfið tekur á fimm málum er snerta félagið.

1. Óskað er eftir nýjum samningi um beitarlönd í Ósbrekku og Skeggjabrekku.

2. Að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi "vestan óss."

3. Áfallinn kostnaður við hreinsunardag á vegum stjórnar verði greiddur af bæjarfélaginu.

4. Fyrirhugaðar lagfæringar á framtíðar skeiðvelli við efnisnámur í Kleifarhorni.

5. Áskorun um að ábendingar um reiðskemmu verði komið á framfæri við þingmenn og ráðherra.

Bæjarráð vísar liðum 1, 2 og 4 til skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarfulltrúar munu fara yfir lið 5 í viðræðum sínum við þingmenn.
Lið 3 er hafnað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 08.10.2014

Lagt fram erindi frá Stjórn hestamannafélagsins Gnýfara. Erindið til nefndarinnar tekur á þremur málum:

1. Óskað er eftir nýjum samningi um beitarlönd í Ósbrekku og Skeggjabrekku.
2. Að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi "vestan óss".
3. Frágangur á framtíðar skeiðvelli við efnisnámur í Kleifarhorni.

1.Tæknideild falið að gera uppdrátt af umræddu beitarlandi ásamt drögum af samningi og leggja fyrir næsta fund.

2.Nefndin hafnar því að breyta reiðvegi í götu. Samþykkt er að færa tengingu við reiðveg suður fyrir Brimvelli 1.
Nefndin bendir á að æfingabraut fyrir vélknúin ökutæki vestan hljóðmanar er innan athafnasvæðis Vélsleðaklúbbs Ólafsfjarðar og samkvæmt deiliskipulagi á hljómönin að vera vestan við brautina.

3.Nefndin samþykkir að taka tillit til beiðni Gnýfara um að frágangur á efnistökusvæði verði þannig háttað að sem minnstur kostnaður falli á Gnýfara við að gera skeiðvöllinn nothæfan eftir að efnisvinnslu lýkur.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Lögð fram hnitsett afmörkun beitarhólfs ásamt drögum að samningi um beitarhólf Hestamannafélagsins Gnýfara á Ólafsfirði.

Nefndin felur bæjarstjóra að skrifa undir framlagðan samning.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 02.06.2015

Lagt fram erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Gnýfara, í Ólafsfirði, dagsett 24. maí 2015, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Á 395. fundi bæjarráðs, 2. júní 2015, var lagt fram erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Gnýfara, í Ólafsfirði, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Umsögn deildarstjóra lögð fram.

Bæjarráð tekur undir rökstuðning og skýringar deildarstjóra tæknideildar við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið um viku.
Þá mun fulltrúi hestamannafélagsins koma á fund bæjarráðs ásamt deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Á 396. fundi bæjarráðs, 11. júní 2015, var tekin fyrir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara um rökstuðning við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

Bæjarráð tók undir rökstuðning og skýringar deildarstjóra tæknideildar við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara.

117. fundur bæjarstjórnar, 18. júní 2015, samþykkti að erindið yrði tekið til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Hestamannafélagsins Gnýfara, Ásgrímur Pálmason, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson ásamt deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna tillögu að lausn á erindi Hestamannafélagsins Gnýfara.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24.11.2015

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Farið var yfir erindi stjórnar hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg og ábending vegna 5. greinar girðingarlaga 2001 nr. 135 um rétt umráðamanns lands til þess að sá eða þeir sem land eiga að fyrirhuguðu girðingarstæði greiði girðingarkostnað að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins.

Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar á erindi Gnýfara.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15.12.2015

Á 421. fundi bæjarráðs, 24. nóvember 2015, var farið yfir erindi stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg og ábending vegna 5. greinar girðingarlaga 2001 nr. 135 um rétt umráðamanns lands til þess að sá eða þeir sem land eiga að fyrirhuguðu girðingarstæði greiði girðingarkostnað að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins.

Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar á erindi Gnýfara.

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð sér sér ekki fært að breyta fyrirkomulagi vegna girðingarmála.
Varðandi það að breyta reiðgötu í veg, óskar bæjarráð að fulltrúar félagsins komi á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 05.01.2016

Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var lagt fram kostnaðarmat í tengslum við erindi stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg. Bæjarráð óskaði þá eftir því að fulltrúar félagsins kæmu á fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Gnýfara, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson.

Bæjarráð samþykkir erindi Hestamannafélagsins Gnýfara að breyta reiðgötu í veg.