Bæjarráð Fjallabyggðar

421. fundur 24. nóvember 2015 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum frá fyrri umræðu.

a) Upplýsingamiðstöð - lengdur opnunartími.
Bæjarráð samþykkir að opnunartími upplýsingamiðstöðva í Fjallabyggð breytist virka daga á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst og verði frá 09 til 17.

b) Tjarnarborg - hljóðkerfi
Hljóðkerfi í Tjarnarborg hafi verið yfirfarið, lagað og er í fínu standi m.a. til funda- og ráðstefnuhalds.

Bæjarráð samþykkir að vísa framkomnum breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn 25. nóvember 2015.

2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 1509024Vakta málsnúmer

Í bréfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 18. nóvember 2015, kemur fram að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til óska Fjallabyggðar um sérreglur fyrir byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Fallist er á þær allar, utan lokamálsgreinar í tillögum, en þar er óskað undanþágu frá því að landa tvöföldum byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagins, samkvæmt 6. grein reglugerðarinnar.

Beiðni um undanþágu frá tvöföldun á löndun byggðakvótans til vinnslu innan sveitarfélagsins er hafnað.

Lagt fram til kynningar.

3.Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

Málsnúmer 1509100Vakta málsnúmer

Á 411. fundi bæjarráðs, frá 6. nóvember 2015, var lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Heimilis og skóla þar sem farið var fram á það við sveitarfélög landsins, að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson og fór yfir umsögn sína.

Þar kemur m.a. fram að tveir gervigrasvellir eru í Fjallabyggð. Báðir vellirnir eru með "Sportsfill SBR 0,8 - 2,5" gúmmíkurli úr dekkjum og var gúmmíið endurnýjað árið 2014. Lagt er til að sett verði nýtt kurl í vellina sem uppfyllir allar kröfur og grasinu verði skipt út eftir tíu ár. Kostnaður við að skipta út kurli er um 330 þús. hver völlur. Kostnaður við að skipta út grasinu er á bilinu 3,7 - 4,5 milljónir hver völlur.

Bæjarráð samþykkir að sett verði nýtt kurl á gervigrasvelli Fjallabyggðar 2016.

4.Hornbrekka, dagvist aldraðra

Málsnúmer 1408033Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráð mætti deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.

Tekin til umfjöllunar beiðni forstöðumanns Hornbrekku
um sérstakt framlag vegna dagvistar aldraðra í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar og bæjarstjóra að taka upp viðræður við forstöðumann Hornbrekku.

5.Viðhald mannvirkja

Málsnúmer 1511047Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson og fór yfir stöðu viðhaldsverkefna 2015.

Yfirlit lagt fram.

6.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Farið var yfir erindi stjórnar hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg og ábending vegna 5. greinar girðingarlaga 2001 nr. 135 um rétt umráðamanns lands til þess að sá eða þeir sem land eiga að fyrirhuguðu girðingarstæði greiði girðingarkostnað að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins.

Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar á erindi Gnýfara.

7.Fréttir af flugi - stuðningur við millilandaflug

Málsnúmer 1511039Vakta málsnúmer

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið, að tillögu forsætisráðherra, að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja undirbúning að stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

Bæjarráð fagnar ákvörðun Ríkisstjórnar Íslands.

8.338. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára

Málsnúmer 1511043Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál.

Lagt fram til kynningar.

9.263. mál til umsagnar - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Málsnúmer 1511041Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál. Vakin er athygli á lengri umsagnarfresti til 30. nóvember nk..

10.Fundargerðir almannavarnarnefndar Eyjafjarðar - Almey - 2015

Málsnúmer 1506074Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar ALMEY
haldinn á Lögreglustöð Akureyrar mánudaginn 12. október 2015.

Fundi slitið.