Bæjarráð Fjallabyggðar

399. fundur 29. júní 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Á 396. fundi bæjarráðs, 11. júní 2015, var tekin fyrir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara um rökstuðning við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

Bæjarráð tók undir rökstuðning og skýringar deildarstjóra tæknideildar við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara.

117. fundur bæjarstjórnar, 18. júní 2015, samþykkti að erindið yrði tekið til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Hestamannafélagsins Gnýfara, Ásgrímur Pálmason, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson ásamt deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna tillögu að lausn á erindi Hestamannafélagsins Gnýfara.

2.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til formanns bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar og minnisblað formanns bæjarráðs Fjallabyggðar vegna leigugreiðslna húsnæðis fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða innihald bréfsins.

3.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið.

4.Snjóflóðavarnir Siglufirði - Stoðvirki 3. áfangi

Málsnúmer 1407070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ákvörðun kærunefndar útboðsmála, 22. júní 2015, í máli Íslenskra aðalverktaka hf. gegn Framkvæmdasýslu ríkisins, Fjallabyggð og Köfunarþjónustunni ehf.

Ákvörðunarorð eru, að aflétt er stöðvun samningsgerðar varnaraðila, Framkvæmdasýslu ríkisins og Fjallabyggðar, við Köfunarþjónustuna ehf. á grundvelli útboðs nr. 15849 "Snjóflóðavarnir Siglufirði, N-Fífladalir. Uppsetning stoðvirkja".

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við niðurstöðu Kærunefndar útboðsmála.

5.Endurnýjun bíla í þjónustumiðstöð og tæknideild

Málsnúmer 1506080Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, varðandi endurnýjun bíla í þjónustumiðstöð og tæknideild.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ganga frá kaupum á bíl fyrir tæknideild samkvæmt tillögu.

6.Málefni Fjallabyggðar og Norðurorku

Málsnúmer 1505020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf Norðurorku hf. dagsett 15. júní 2015, varðandi Skeggjabrekku og heitt vatn til sundlaugar.
Stjórn Norðurorku samþykkti framkomna sátt aðila í tengslum við Golfklúbb Ólafsfjarðar, en er ekki tilbúin til að veita aukinn afslátt af heitu vatni til sundlaugarinnar í Ólafsfirði að svo stöddu. Málið mun verða tekið til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.

Þríhliða samkomulag milli Norðurorku, Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Fjallabyggðar verður lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar.

7.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Málsnúmer 1506072Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 24. júní 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í íbúð að Ólafsvegi 24, Ólafsfirði, fnr. 215-4262.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Hippaball í Allanum - ósk um styrk

Málsnúmer 1506066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Margréti og Vilborgu Traustadætrum, dagsett 23. júní 2015, þar sem óskað er eftir stuðningi við að halda hippaball í Allanum 18. júlí 2015.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

115. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. apríl 2015, samþykkti eftirfarandi tillögu samhljóða.

"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum, en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum sem um ræðir á þjónustusvæði Róta bs en svæðið telur ríflega 11.000 íbúa.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita formanni bæjarráðs heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."

Bæjarráð samþykkir að segja upp samstarfssamningi um málefni fatlaðs fólks á þjónustusvæði Róta bs.,
með fyrirvara um samþykki velferðarráðuneytisins.

Bæjarráð hefur fullnaðarumboð í sumarleyfi bæjarstjórnar.

10.Formleg opnun skógarins í Skarðsdal

Málsnúmer 1506078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar og Skógræktarfélags Íslands, dagsett 25. júní 2015, þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að formlegri opnun skógarins í Skarðdal í Siglufirði, inn í verkefnið "Opinn skógur".

Athöfnin verður 14. ágúst næstkomandi og um leið fagnað 75 ára afmælis Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita umsögn.

11.Möguleg útvistun launaútreikninga fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1506079Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Sólrún Júlíusdóttur af fundi og í hennar stað kom Jón Valgeir Baldursson.

Lagt fram erindi frá Remote ehf, dagsett 22. júní 2015, þar sem boðið er upp á launavinnslu fyrir bæjarfélagið.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman kostnað við launaútreikning bæjarfélagsins.

12.Kynning á þjónustu - innheimtuhugbúnaður Myntu

Málsnúmer 1506067Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi og Jón Valgeir Baldursson kom í hennar stað.

Lagt fram erindi frá Myntu, dagsett 18. júní 2015, þar sem fyrirtækið óskar eftir að fá að kynna þjónustu sína í innheimtu viðskiptakrafna.

Bæjarfélagið er með samning við Inkasso um innheimtu viðskiptakrafna og felur bæjarráð deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.

13.Umhirða kirkjugarða

Málsnúmer 1506088Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, Sigurður Hlöðvesson, Guðmundur Skarphéðinsson og Guðlaug I. Guðmundsdóttir til viðræðu um umhirðu kirkjugarða í Siglufirði.

Til umfjöllunar var umhirða í kirkjugörðum í Siglufirði.

Samkvæmt 12. gr. laga um kirkjugarða er sveitarfélagi því, er liggur innan sóknar, skylt að láta ókeypis í té hæfilegt kirkjugarðsstæði svo og efni í girðingu, þó þannig að óbreyttar haldist kvaðir þær er þegar eru á jörðum og lóðum þar sem kirkjugarðar standa.
Þar sem ekki er völ á nægilega þurrum eða djúpum jarðvegi til kirkjugarðsstæðis skal sveitarfélag kosta framræslu og uppfyllingu landsins.

Samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði er
eftirfarandi talið hæfilegt efni í girðingu um kirkjugarð.

13. gr. Girðingarefni
Sveitarfélag greiðir efniskostnað við girðingu utan um kirkjugarð.
Hæfileg girðing miðast við stálgrindagirðingu; 1,2 m hátt galvaníserað teinanet með hefðbundnu staurabili.
Þegar hlaðnir garðar eru endurhlaðnir skal almennt litið svo á að efni til girðingarinnar sé þegar til staðar.
Ef girðing sem þegar hefur verið reist telst ekki hæfileg samkvæmt 2. mgr., leiðir framangreint ekki til þess að kirkjugarðsstjórn eigi rétt á greiðslum til endurbóta eða endurnýjunar sé ekki raunveruleg þörf á.
Sveitarstjórn og kirkjugarðsstjórn er ávallt heimilt að semja um hærri framlög, t.d. ef aðilar telja annars konar girðingu endingarbetri, falla betur að umhverfi eða þ.u.l.

Bæjarráð harmar ástand kirkjugarða í Siglufirði, en þeir eru á ábyrgð sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með umsögn um málið á næsta fundi bæjarráðs.

14.Fundargerðir almannavarnarnefndar Eyjafjarðar - Almey - 2015

Málsnúmer 1506074Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar ALMEY frá 12. júní 2015, lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2015

Málsnúmer 1502133Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku, frá 5. júní 2015, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.