Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

174. fundur 19. nóvember 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir Tæknifulltrúi

1.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Lögð fram ferðastefna Fjallabyggðar og óskað eftir umsögn nefndarinnar.

Nefndin fagnar framkominni ferðastefnu og mun taka tillit til hennar framvegis við sín störf.

2.Framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Siglunesi

Málsnúmer 1301032Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 28.10.2014. Vegagerðin óskar eftir leyfi til að ráðast í sjóvörn á Siglunesi. Einnig sækir Vegagerðin eftir leyfi til grjóttínslu í skriðum við Siglunesvita á um 600m3 af grjóti og skriðuefni. Vegagerðin telur að búið sé að ná samkomulagi við landeigendur um framkvæmdina.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur rétt að kanna hvort samkomulag sé komið á milli landeigenda. Deildarstjóra tæknideildar er falið að kanna málið til næsta fundar.

3.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Róberts Guðfinnssonar fyrir hönd Rauðku ehf. þar sem fjallað er um þau svæði sem út af standa í samkomulagi sem Fjallabyggð og Rauðka ehf. gerðu með sér árið 2012.

Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að veita fjármagni í deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði Siglufjarðar og tanganum við innri höfn á Siglufirði.

4.Umsókn um afnot af lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði

Málsnúmer 1409047Vakta málsnúmer

Á 172. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga tæknideildar að útfærslu bílastæða á lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði. Í framhaldi af því var tillagan grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Lagðar eru fram til kynningar tvær athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningarinnar.

5.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara frá 31. ágúst 2014

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Lögð fram hnitsett afmörkun beitarhólfs ásamt drögum að samningi um beitarhólf Hestamannafélagsins Gnýfara á Ólafsfirði.

Nefndin felur bæjarstjóra að skrifa undir framlagðan samning.

6.Merking á hús Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1411031Vakta málsnúmer

Menntaskólinn á Tröllaskaga óskar eftir heimild til að merkja norðurvegg skólans samkvæmt hjálagðri ljósmynd.

Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi á Kvíabekk - Ólafsfirði

Málsnúmer 1410060Vakta málsnúmer

Sigurður Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu sem hann hyggst reisa á Kvíabekk, Ólafsfirði.

Erindi samþykkt.

8.Varðar Hvanneyrarbraut 32 Siglufirði

Málsnúmer 1105155Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Hreins Júlíussonar vegna úrbótabréfs frá tæknideild.

Nefndin fagnar því að úrbætur hafi farið fram.

9.Umsókn um leyfi til skoteldasýninga

Málsnúmer 1411045Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Tindur óskar eftir leyfi Fjallabyggðar, til skoteldasýninga við Ósbrekkusand þann 6.desember nk. Sýningin er liður í námskeiði til að mennta stjórnendur við skoteldasýningar á vegum Björgunarskóla Landsbjargar.

Erindi samþykkt.

10.Rekstraryfirlit september 2014

Málsnúmer 1410083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir ágúst 2014.

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 17,8 millj. kr. sem er 135% af áætlun tímabilsins sem var 13,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 19 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 75,4 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 81,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfismál er 49,3 millj. kr. sem er 103% af áætlun tímabilsins sem var 47,9 millj. kr.

Niðurstaða fyrir eignasjóð er -79 millj. kr. sem er 104% af áætlun tímabilsins sem var -76,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 18,8 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir veitustofnun er -8,1 millj. kr. sem er -689% af áætlun tímabilsins sem var 1,2 millj. kr.

11.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna hreinlætismála.

12.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna skipulags- og byggingarmála.

13.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna umferðar- og samgöngumála.

14.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna umhverfismála.

15.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna eignasjóðs.

16.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna þjónustumiðstöðvar.

17.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna veitustofnunar.

Fundi slitið.