Umsókn um afnot af lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði

Málsnúmer 1409047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Húseigendur við Grundargötu nr.5a, 5b, 7a og Lækjargötu 4c, óska eftir því að fá afnot af lóð við Lækjargötu 6c fyrir bílastæði.

Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að gera tillögu að nýjum lóðarblöðum og ræða við umsækjendur um tillöguna þar sem leitast verður við að koma til móts við óskir ofangreindra húseigenda. Málið verður afgreitt á næsta fundi nefndarinnar þann 8. október nk. Nefndin ræddi hugmynd um 2m breiðan göngustíg milli lóðarmarka Grundargötu 7b og Grundargötu 9.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 08.10.2014

Lögð fram tillaga tæknideildar að útfærslu bílastæða á lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu þar sem aðkoma að bílastæði yrði frá Lækjargötu en tenging með göngustígum yfir á Grundargötu og einnig Lækjargötu. Tillagan verður grenndarkynnt öllum aðliggjandi lóðarhöfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Á 172. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga tæknideildar að útfærslu bílastæða á lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði. Í framhaldi af því var tillagan grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Lagðar eru fram til kynningar tvær athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11.12.2014

Húseigendur við Grundargötu nr. 5a, 5b, 7a og Lækjargötu 4c, óskuðu eftir því að fá afnot af lóð við Lækjargötu 6c fyrir bílastæði. Á 172.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að grenndarkynna tillögu tæknideildar að útfærslu bílastæða við Lækjargötu 6c í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdir bárust frá tveimur aðliggjandi lóðarhöfum.

Í ljósi athugasemda sem bárust sér nefndin sér ekki fært að verða við umsókn íbúa um afnot af lóðinni undir bílastæði. Umsókn um afnot af lóðinni Lækjargötu 6c er því hafnað.