Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

172. fundur 08. október 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rögnvaldur Ingólfsson varamaður, S lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir Tæknifulltrúi
Brynja Hafsteinsdóttir þurfti að víkja frá fundi eftir lið 7.

1.Sorphirða í Fjallabyggð 2014 -athugasemdir

Málsnúmer 1401017Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu kynna fyrir nefndinni tillögur um aðgerðir til að bæta flokkun íbúa.

Nefndin ræddi umgengni á gámasvæðum ásamt því að fulltrúar Íslenska gámafélagsins kynntu árangur flokkunar í sveitarfélaginu. Ákveðið var að senda tilkynningu til íbúa og þeir hvattir til að bæta flokkun. Íslenska gámafélagið mun fljótlega gefa út nýja flokkunarhandbók sem felur í sér einföldun á flokkun í grænu tunnuna.

2.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara frá 31. ágúst 2014

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Stjórn hestamannafélagsins Gnýfara. Erindið til nefndarinnar tekur á þremur málum:

1. Óskað er eftir nýjum samningi um beitarlönd í Ósbrekku og Skeggjabrekku.
2. Að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi "vestan óss".
3. Frágangur á framtíðar skeiðvelli við efnisnámur í Kleifarhorni.

1.Tæknideild falið að gera uppdrátt af umræddu beitarlandi ásamt drögum af samningi og leggja fyrir næsta fund.

2.Nefndin hafnar því að breyta reiðvegi í götu. Samþykkt er að færa tengingu við reiðveg suður fyrir Brimvelli 1.
Nefndin bendir á að æfingabraut fyrir vélknúin ökutæki vestan hljóðmanar er innan athafnasvæðis Vélsleðaklúbbs Ólafsfjarðar og samkvæmt deiliskipulagi á hljómönin að vera vestan við brautina.

3.Nefndin samþykkir að taka tillit til beiðni Gnýfara um að frágangur á efnistökusvæði verði þannig háttað að sem minnstur kostnaður falli á Gnýfara við að gera skeiðvöllinn nothæfan eftir að efnisvinnslu lýkur.

3.Lóðarleigusamningur, Strandgata 21b

Málsnúmer 1209043Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur að Strandgötu 21b fyrir Alexander Jakob Eyjólfsson, Elsu Maríu Walderhaug, Ómar Braga Walderhaug og Hrafnhildi Mary Eyjólfsdóttur.

Erindi samþykkt.

4.Varðar Hvanneyrarbraut 32 Siglufirði

Málsnúmer 1105155Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 32b þar, sem kvartað er yfir ástandi húss við Hvanneyrarbraut 32. Húsinu er illa við haldið og er farið að skemma út frá sér yfir í samliggjandi hús við Hvanneyrarbraut 32b. Óskað er eftir því að eitthvað verði gert sem allra fyrst.

Tæknideild falið að senda bréf þar sem krafist er úrbóta til eigenda Hvanneyrarbrautar 32.

5.Umsókn um byggingarleyfi-Gunnarsholt Ólafsfirði

Málsnúmer 1409051Vakta málsnúmer

Erindi frestað. Með vísan til umsagnar Landslaga er byggingarfulltrúa falið að stöðva framkvæmdir við byggingu sumarhússins. Byggingarfulltrúa er jafnframt falið kanna hvort möguleiki sé að ná sáttum milli umsækjanda og eigenda aðliggjandi jarðar.

6.Umsókn um byggingarleyfi, Hverfisgata 36

Málsnúmer 1408046Vakta málsnúmer

Á 170. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að umsókn Rarik um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu 36 yrði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lauk henni þann 29.september síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust.

Byggingarleyfið er því samþykkt.

7.Umsókn um stækkun á lóð, Grundargata 7b

Málsnúmer 1408010Vakta málsnúmer

Sigurður Sveinn Sigurðsson sækir um stækkun lóðar og endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Grundargötu 7b.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu frá tæknideild þar sem lóðin nær 4,2m frá húsi til norðurs og 3,3m til vesturs. Einnig er lóðin minnkuð til austurs svo ekki nái lengur út í götu eins og óskað var eftir.

8.Umsókn um afnot af lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði

Málsnúmer 1409047Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga tæknideildar að útfærslu bílastæða á lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu þar sem aðkoma að bílastæði yrði frá Lækjargötu en tenging með göngustígum yfir á Grundargötu og einnig Lækjargötu. Tillagan verður grenndarkynnt öllum aðliggjandi lóðarhöfum.

9.Umsókn um leyfi til að halda hænur

Málsnúmer 1409114Vakta málsnúmer

Jón Valgeir Baldursson óskar eftir leyfi nefndarinnar til að halda hænur á lóð sinni við Aðalgötu 37, Ólafsfirði. Meðfylgjandi er samþykki íbúa aðliggjandi lóða.

Erindi samþykkt.

10.Hindrun til að verja hús við Eyrarflöt 1,3 og 5 - Siglufirði

Málsnúmer 1409062Vakta málsnúmer

Nefndin felur tæknideild að ræða við Vegagerðina um úrbætur á öryggismálum vegna nálægðar Eyrarflatar 1,3 og 5 við þjóðveg í þéttbýli.

11.Útbreiðsla Lúpínu í Tindaöxl Ólafsfirði

Málsnúmer 1408067Vakta málsnúmer

Á 171.fundi skipulags- og umhverfisnefnar óskaði nefndin eftir því að tæknideild aflaði upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.

Lögð fram til kynningar skýrsla á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu, varnir og nýtingu tegundanna.

12.Umsókn um lóð, Sólarstígur 8

Málsnúmer 1406079Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Líney Rut Halldórsdóttur þar sem hún afsalar sér úthlutun lóðar nr.8 við Sólarstíg á Saurbæjarás.

Því er lóðin Sólarstígur 8 laus til umsóknar.

Fundi slitið.