Sorphirða í Fjallabyggð 2014 -athugasemdir

Málsnúmer 1401017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27.08.2014

Borist hefur ábending um slæma umgengni á gámasvæðinu á Siglufirði af rekstraraðilum þess. Er sorp á víð og dreif um svæðið sem veldur því að ásýnd svæðisins er ekki góð. Að auki er frágangur rekstraraðila á sorptunnum í sorpskýli ábótavant þegar búið er að losa úr þeim sorp. Einnig lagður fram tölvupóstur frá Moltu þar sem kvartað er yfir að plast og járn sé blandað í lífrænan úrgang.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd fer þess á leit við Íslenska gámafélagið að sjá sóma sinn í því að ganga vel um gámasvæði í sveitarfélaginu. Það er til háborinnar skammar að sjá umgengnina á svæðunum sem voru útbúin á seinustu árum. Einnig eiga starfsmenn að losa allar tunnur samkvæmt sorphirðudagatali og ganga frá tunnunum á sinn stað eftir losun. Jafnframt eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að flokka með fullnægjandi hætti.

 

 

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Ætlunin var að fá fulltrúa Íslenska gámafélagsins á fund skipulags- og umhverfisnefndar og kynna fyrir nefndinni tillögur um aðgerðir til að bæta flokkun íbúa. Komu þeirra var frestað til 8.10.2014.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 08.10.2014

Fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu kynna fyrir nefndinni tillögur um aðgerðir til að bæta flokkun íbúa.

Nefndin ræddi umgengni á gámasvæðum ásamt því að fulltrúar Íslenska gámafélagsins kynntu árangur flokkunar í sveitarfélaginu. Ákveðið var að senda tilkynningu til íbúa og þeir hvattir til að bæta flokkun. Íslenska gámafélagið mun fljótlega gefa út nýja flokkunarhandbók sem felur í sér einföldun á flokkun í grænu tunnuna.