Rekstraryfirlit september 2014

Málsnúmer 1410083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 04.11.2014


Lagðar fram upplýsingar um rekstur bæjarfélagsins fyrstu níu mánuði ársins.
Rekstrarniðurstaða tímabils er 2,4 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -70,0 millj. miðað við -67,6 millj.
Tekjur eru 13,6 millj. hærri en áætlun, gjöld 24,5 millj. hærri og fjárm.liðir 13,2 millj. lægri.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Lagðar fram rekstrarupplýsingar fyrir janúar til september. Tekjur eru hærri um 2.1 m.kr og launaliðir eru hærri um 1.2 m.kr. Annar rekstrarkostnaður er lægri um 0.7 m.kr. og fjármagnsliðir eru lægri um 1.0 m.kr.
Heildarútkoma er því í jafnvægi á þessu tímabili. Launaliðir hafa ekki verið leiðréttir m.t.t. launabreytinga í samningum.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17.11.2014

Niðurstaða fyrir félagsþjónustu er 79,1 millj.kr. sem er 106% af áætlun tímabilsins sem var 74,3 millj.kr.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir ágúst 2014.

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 17,8 millj. kr. sem er 135% af áætlun tímabilsins sem var 13,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 19 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 75,4 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 81,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfismál er 49,3 millj. kr. sem er 103% af áætlun tímabilsins sem var 47,9 millj. kr.

Niðurstaða fyrir eignasjóð er -79 millj. kr. sem er 104% af áætlun tímabilsins sem var -76,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 18,8 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.

Niðurstaða fyrir veitustofnun er -8,1 millj. kr. sem er -689% af áætlun tímabilsins sem var 1,2 millj. kr.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20.11.2014

Rekstraryfirlit fyrstu níu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 46,8 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 49,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 12,5 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 13,0 millj. kr.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24.11.2014

Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 165,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 166,7 millj. kr.

Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 441,9 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 447,2 millj. kr.