Bæjarráð Fjallabyggðar

398. fundur 23. júní 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Almenningssamgöngur milli byggðakjarna

Málsnúmer 1505058Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu skipulag almenningssamganga milli byggðakjarna, sérstaklega 16:10 ferðina og tímalengd hennar vegna tengsla við frístundastarf.

Bæjarráð telur ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi 16:10 ferðar að svo stöddu.

2.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið um viku.
Þá mun fulltrúi hestamannafélagsins koma á fund bæjarráðs ásamt deildarstjóra tæknideildar.

3.Framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1502057Vakta málsnúmer

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að skipa starfshóp til að koma með tillögu að þriggja ára framkvæmdaáætlun vegna endurbóta á Menningarhúsinu Tjarnarborg, sem taki mið af þeirri framtíðarsýn sem kemur fram í skýrslu vinnuhóps um Menningarhúsið Tjarnarborg.

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir skipi starfshópinn:

Ríkharður Hólm Sigurðsson, F-lista
Hilmar Elefsen, S-lista
Ásgeir Logi Ásgeirsson, D-lista
Sólrún Júlíusdóttir, B-lista

4.Umhverfisátak í Fjallabyggð

Málsnúmer 1506055Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að 26. og 27. júní verði tiltektardagur í Fjallabyggð.

Bæjarráð hvetur íbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki í Fjallabyggð til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt, s.s. að tína rusl, planta trjám, mála og dytta að eignum sínum.

Upp úr hádegi báða dagana verða hreinsunarbílar á ferð í bæjarkjörnunum til að fjarlægja rusl við lóðarmörk.

Sorpmóttökustöðvar bæjarfélagsins verða opnar milli kl. 13:00 - 18:00 á föstudaginn og á laugardaginn milli kl. 11:00 - 16:00.

5.Tilboð í skráningu hjá 1819.is

Málsnúmer 1506041Vakta málsnúmer

Á 397. fundi bæjarráðs, 16. júní 2015, var lagt fram tilboð 1819.is, fyrirtækis á upplýsingasviði þar sem bæjarfélaginu er boðið að koma í viðskipti við fyrirtækið.

Bæjarráð samþykkti að fá umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð sér sér ekki fært að taka tilboði 1819.is, fyrir þetta ár, en leggur til að teknar verði til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar í haust, auglýsingabirtingar á símanúmerum bæjarfélagsins á vef og á pappír. Aðaláhersla verði á staðbundnar símaskrár og vefsíðu bæjarfélagsins, en lágmarksskráning geti verið hjá fyrirtækjum eins og 1818 og 1819.

6.Fasteignagjöld 2015 - athugasemdir

Málsnúmer 1502054Vakta málsnúmer

Á 387. fundi bæjarráðs, 9. apríl 2015, var frestað umfjöllun um álagningu fasteignaskatts á heimagistingu, þar til leiðbeiningar Sambands ísl. sveitarfélaga liggja fyrir.

Lögð fram til kynningar ábending frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um álagningu fasteignaskatts á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Bæjarráð samþykkir að taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar í haust.

7.Framkvæmdaáætlun 2015

Málsnúmer 1506030Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar yfirlit yfir áætlaðar framkvæmdir 2015.

8.Flotbryggja á milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1501095Vakta málsnúmer

65. fundur hafnarstjórnar, 18. febrúar 2015, tók fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar og samþykkti að setja flotbryggjueiningu milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, til reynslu sumarið 2015.

113. fundur bæjarstjórnar, 11. mars 2015, samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að kostnaður við verkefnið væri í kringum kr. 300 þúsund.

Öryggismál á hafnarsvæðinu voru tekin til umræðu.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu aftur til hafnarstjórnar og endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
Áhersla er lögð á að öryggismál og staðsetning sé fullnægjandi.

9.Göngubrú yfir Ólafsfjarðará

Málsnúmer 1504048Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dagsett 2. júní 2015, um ásigkomulag göngubrúar yfir Ólafsfjarðará frá Kálfsá að Þóroddsstöðum.

Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.
Allt viðhald og endurbygging er því á hendi landeiganda.

Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

10.Kortlögð beitarhólf á Siglufirði

Málsnúmer 1503018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um beitarhólf í Siglufirði og lagði til að beitarhólf yrðu innkölluð, frá og með 1. júlí 2015, þar sem ekkert formlegt samkomulag liggur fyrir milli bæjarfélagsins og notenda. Uppsagnartími er sex mánuðir.

Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við notendur beitarhólfa.

11.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið viku Helga Helgadóttir og Ólafur Þór Ólafsson af fundi.
S. Guðrún Hauksdóttir tók sæti Helgu Helgadóttur.

Tekin til umfjöllunar tillaga að skipuriti Fjallabyggðar.

Málið verður til frekari umræðu í bæjarráði.

12.Tjarnarborg - starfsmannamál

Málsnúmer 1505056Vakta málsnúmer

17. fundur markaðs- og menningarnefndar, 18. júní 2015, samþykkti að leggja til við bæjarráð að Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Ólafsfirði, yrði ráðin sem umsjónarmaður Tjarnarborgar.

Bæjarráð samþykkir að Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, verði ráðin í starf umsjónarmanns Tjarnarborgar.

13.Grunnskólinn - ósk um viðbót við launalið fjárhagsáætlunar

Málsnúmer 1506062Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ósk skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um viðbót við launalið fjárhagsáætlunar sem nemur 80% stöðu stuðningsfulltrúa frá næsta hausti.

Bæjarráð samþykkir beiðni og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 1,3 milljón.

14.Álagning fasteignagjalda

Málsnúmer 1505061Vakta málsnúmer

Á 395. fundi bæjarráðs frá 2. júní 2015, var lagt fram bréf íbúðareigenda vegna álagningu fasteignagjalda, þar sem þess er óskað að eftirstöðvar álagningar verði felldar niður.
Bæjarráð sá sér ekki fært að verða við erindinu.

Í bréfi íbúðaeiganda í kjölfar afgreiðslu bæjarráðs, dagsett 15. júní 2015, er ítrekuð krafa um niðurfellingu.

Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun.

15.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett 18. júní 2015, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu veitinga á krá og samkomusölum að Vetrarbraut 8-10, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma.

16.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar lögfræðiálit, dagsett 16. júní 2015, varðandi leigugreiðslur og ágreining milli fulltrúa Fjallabyggðar annars vegar og fulltrúa Akureyrarbæjar hins vegar um skyldu til að taka þátt í leigugreiðslum vegna húsnæðis menntaskólans.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda bæjarstjórn Akureyrarbæjar bréf vegna málsins þar sem farið er fram á að lögbundnar greiðslur Akureyrarbæjar vegna húsaleigu MTR verði inntar af hendi.

17.Trúnaðarmál - Atvinnumál

Málsnúmer 1504064Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

18.Mál Arion banka og AFLs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1506060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf bankastjóra Arion banka, dagsett 19. júní 2015.

19.Fundagerðir stjórnar Róta bs. - 2015

Málsnúmer 1502110Vakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar, 15. júní 2015, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.