Framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1502057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Lagt fram til kynningar erindi Skúla Pálssonar vegna kvikmynda.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 07.05.2015

Vísað til nefndar
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg. Í skýrslunni er ítarleg greining á starfsemi hússins í dag ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá og tillögum til eflingar á starfsemi hússins. Ægir bendir á að gerð hafi verið úttekt á hljóðkerfimálum Tjarnarborgar fyrir nokkrum árum.

Nefndin samþykkir tillögur vinnuhópsins um nýja gjaldskrá og vísar henni og skýrslunni í heild sinni til umfjöllunar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

á 16. fundi markaðs- og menningarnefndar, 7. maí 2015, var lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg.
Í skýrslunni er ítarleg greining á starfsemi hússins í dag, ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá og tillögum til eflingar á starfsemi hússins.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkti tillögur vinnuhópsins um nýja gjaldskrá og vísaði henni og skýrslunni í heild sinni til umfjöllunar bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum sem fram koma í skýrslu og gjaldskrá, til frekari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var samþykkt að vísa tillögum sem fram koma í skýrslu vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg og gjaldskrá, til frekari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og tekur undir með vinnuhópnum, að veita þurfi félagasamtökum afslátt vegna langtímaafnota. Skýrslan verður áfram til umræðu í bæjarráði.

Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé:
"Undirrituð fagnar niðurstöðu vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg.
Þá legg ég til að gerð verði þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir endurbætur á Tjarnarborg og skipaður verði starfshópur til að fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og tillögur til framtíðar, sem kemur fram í skýrslu vinnuhópsins".

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að skipa starfshóp til að koma með tillögu að þriggja ára framkvæmdaáætlun vegna endurbóta á Menningarhúsinu Tjarnarborg, sem taki mið af þeirri framtíðarsýn sem kemur fram í skýrslu vinnuhóps um Menningarhúsið Tjarnarborg.

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir skipi starfshópinn:

Ríkharður Hólm Sigurðsson, F-lista
Hilmar Elefsen, S-lista
Ásgeir Logi Ásgeirsson, D-lista
Sólrún Júlíusdóttir, B-lista