Bæjarráð Fjallabyggðar

393. fundur 21. maí 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ýmis mál sem tengjast KF

Málsnúmer 1503067Vakta málsnúmer

Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var samþykkt að óska eftir samantekt á beinum og óbeinum styrkjum miðað við fjárhagsáætlun 2015, áður en samningur verður afgreiddur.

Lagt fram yfirlit yfir áætlaðar upphæðir í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2015 með tengingu við KF.
Samtals eru áætlaðar upphæðir með beinum eða óbeinum hætti 27,2 milljónir kr.

Bæjarráð leggur áherslu á að vandað sé til verka í tengslum við þjónustusamning bæjarfélagsins við KF um íþróttasvæði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.

2.Líkamsræktaraðstaða í Ólafsfirði

Málsnúmer 1503078Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, Ármanns Viðar Sigurðssonar, þar sem tekið er undir bókun fræðslu- og frístundanefndar.
Þar var lagt til að ef byggt yrði við ræktina í Ólafsfirði þá yrði valin leið A samkvæmt tillögu sem unnin var af teiknistofunni Víðihlíð 45.
Einnig bendir deildarstjóri tæknideildar á að í kostnaðarmati sem gerð er á tillögum A og B þá er tillaga B lægri, en þar er ekki gert ráð fyrir að sprengja þurfi klöpp sem raunin er að þarf að gera. Við það myndi því kostnaður á tillögu B aukast að einhverju leyti.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum að viðbyggingu við líkamsræktina til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

3.Umsókn um leyfi fyrir svölum við Suðurgötu 47b Siglufirði

Málsnúmer 1504072Vakta málsnúmer

183. fundur skipulags- og umhverfisnefndar vísaði staðfestingu á grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda að Suðurgötu 47a til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

4.Framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1502057Vakta málsnúmer

á 16. fundi markaðs- og menningarnefndar, 7. maí 2015, var lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg.
Í skýrslunni er ítarleg greining á starfsemi hússins í dag, ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá og tillögum til eflingar á starfsemi hússins.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkti tillögur vinnuhópsins um nýja gjaldskrá og vísaði henni og skýrslunni í heild sinni til umfjöllunar bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum sem fram koma í skýrslu og gjaldskrá, til frekari umræðu í bæjarráði.

5.Rekstur upplýsingamiðstöðva

Málsnúmer 1502116Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við flutning á upplýsingamiðstöð yfir í bókasafnið í Ólafsfirði og ýmsa liði er tengjast upplýsingamiðstöðinni í bókasafninu á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaðarupphæð 607 þúsund kr. til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

6.Rekstraryfirlit mars 2015

Málsnúmer 1505022Vakta málsnúmer

Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2015, er 13,8 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 29,9 millj. í stað 43,7 millj.
Tekjur eru 23,6 millj. hærri en áætlun, gjöld 17,6 millj. hærri og fjárm.liðir 7,8 millj. lægri.

7.Launayfirlit tímabils 2015

Málsnúmer 1504016Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til apríl 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 308,9 m.kr. sem er 102,6% af áætlun tímabilsins sem var 301,1 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 13,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 5,4 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 7,9 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

Bæjarráð óskar eftir því að deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála leggi fyrir næsta fund bæjarráðs tillögu að breytingu á launaáætlun.

8.Lánayfirlit - staða lána Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502128Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar lánayfirlit pr. 30.4.2015

9.Kauptilboð - Bylgjubyggð 57 Ólafsfirði

Málsnúmer 1505012Vakta málsnúmer

Á 391. fundi bæjarráðs, 5. maí 2015, var lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 57, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkti að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

Jafnframt samþykkti bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.

Fyrir liggur niðurstaða í viðræðum við tilboðsgjafa.

Bæjarráð samþykkir sölu fasteignarinnar samkvæmt forsendum niðurstöðu í viðræðum við tilboðsgjafa.

10.Yfirlögn á malbiki í Fjallabyggð fyrir árið 2015

Málsnúmer 1505049Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, Gunnars I. Birgissonar og deildarstjóra tæknideildar Ármanns Viðars Sigurðssonar um ástand slitlags á götum Fjallabyggðar.
Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir um 20 mkr. í viðhald gatna.

Undirritaðir leggja til að fylgt verði 5 ára áætlun, þar sem 40 mkr. á ári sé ráðstafað til þessa málaflokks og því þarf 20 mkr. í viðbótar fjármagn á þessu ári.

Í minnisblaði kemur fram tillaga um þær götur sem yrði farið í viðhald á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir að aukna fjárveitingu að upphæð 20 millj. kr. og vísar til gerðar viðaukatillögu.

11.Staða og framtíð framhaldsskóla í Eyþingi

Málsnúmer 1505034Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 11. maí 2015 um stöðu og framtíð framhaldsskóla í Eyþingi.

Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarráð Fjallabyggðar og er minnt á það að málefni framhaldsskólanna eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem lagt hafa mikið á sig til þess að tryggja tilveru skólanna og möguleika þeirra til stækkunar.

Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR) hefur frá upphafi sannað gildi sitt og vaxið og dafnað á þeim fimm árum sem hann hefur starfað eftir nýrri námskrá og útskrifar nemendur á þremur árum. MTR hefur með fjölbreyttu námsframboði og góðu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu gert fólki á öllum aldri kleift að ljúka námi. Nái þessi áform fram að ganga óttast bæjarráð að menntunarstig svæðisins lækki og að almenn fólksfækkun verði.

Ljóst er að rökin sem liggja til grundvallar ákvörðunar menntamálaráðherra eiga ekki við í tilfelli MTR. Rökstuðningur ráðherra byggir á því að bregðast þurfi við samdrætti á umfangi vegna fækkunar nemenda og að skólarnir verði sjálfbærir um stoðþjónustu og rekstur. Hvorugt á við um MTR enda hefur aðsókn í skólann aukist ár frá ári og rekstur skólans verið til fyrirmyndar.

Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi og fundi hið fyrsta með bæjarstjórn Fjallabyggðar um málið.

12.Afgirt hundasvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hundafélaginu Trölla, dagsett 30. apríl 2015, þar sem óskað er eftir því að bæjarfélagið hlutist til um að útbúa afgirt svæði fyrir hunda í Ólafsfirði, við sunnanverðan endann á gamla flugvellinum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að fulltrúi félagsins mæti á fund bæjarráðs.

13.UT málþing sveitarfélaga og málþing fyrir vefstjóra

Málsnúmer 1505035Vakta málsnúmer

UT-málþing sveitarfélaga verður haldið í Reykjavík þriðjudaginn 2. júní nk. Málþingið á erindi við bæði yfirstjórnendur, vefumsjónarmenn og þá sem annast rekstur upplýsingakerfa sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa Kristni J. Reimarssyni að sækja málþingið.

14.Fyrirspurn um möguleg kaup og framtíðaráform íþróttamiðstöðvarinnar að Hóli í Siglufirði.

Málsnúmer 1505032Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Logos lögmannsþjónustu, dagsett 8. maí 2015, um möguleg kaup og framtíðaráform varðandi íþróttamiðstöðina að Hóli, í Siglufirði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til afstaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar liggur fyrir.

15.Áskorun til stjórnvalda vegna strandveiða

Málsnúmer 1505037Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landssambands smábátaeigenda til að efla strandveiðar enn frekar. Hún byggir á því að bætt verði 2.000 tonnum við heildaraflaviðmiðun þeirra.
LS leggur til að tillagan verði útfærð í þeirri þingsályktun sem sjávarútvegsráherra er skylt að leggja fyrir Alþingi fyrir þinglok nú í maí.

Bæjarráð tekur undir að efla þurfi strandveiðar með auknum aflaheimildum.

16.Aflið, Akureyri - ályktun

Málsnúmer 1505038Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá Afli, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem hefur starfað á Akureyri og Norðurlandi öllu frá árinu 2002.

Fram kemur í ályktun samtakanna að óskað er eftir því að félagsmálaráðherra tryggi Aflinu nauðsynlegt fjármagn til að standa vörð um sambærilega þjónustu á landsbyggðinni og veitt er á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð tekur undir ályktunina.

17.Snjóflóðaeftirlit á Skíðasvæðinu Skarðsdal

Málsnúmer 1501055Vakta málsnúmer

Á 377. fundi bæjarráðs, 29. janúar 2015, var tekið fyrir erindi Valló ehf, þar sem óskað var eftir því að snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðinu í Skarðsdal, sem er nú á vegum rekstraraðila skíðasvæðins verði fært yfir til bæjarfélagsins og samþætt eftirliti fyrir þéttbýlið í Siglufirði, sem Veðurstofan sér um og greiðir.

Bæjarráð lagði þá áherslu á að lokið yrði við aðgerðaráætlun um daglegt snjóflóðaeftirlit í samvinnu við Veðurstofu Íslands samkvæmt reglugerð og að fundað verði með fulltrúum Leyningsáss ses. og Valló ehf. í framhaldinu.

Þar sem nú liggur fyrir áætlun um snjóflóðaeftirlit, samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.

18.Greið leið - Aðalfundur 2015

Málsnúmer 1505041Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. 29. maí 2015 á Akureyri.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra fullt umboð til að sækja fundinn f.h. Fjallabyggðar.

19.Málefni Fjallabyggðar og Norðurorku

Málsnúmer 1505020Vakta málsnúmer

Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði m.a. Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar.

Bæjarráð óskaði eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veitti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

Lagt fram bréf G.Ó., dagsett 18. maí 2015.
Bæjarráð samþykkir að kalla eftir nánari skýringu á afstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar sem fram kemur í bréfinu.

20.Samfélagssjóður AFLs-sparisjóðs

Málsnúmer 1505052Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék af fundi Sólrún Júlíusdóttir.
Í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson.

Tekið til umfjöllunar málefni AFLs-sparisjóðs.

Bæjarráð skorar á stjórn AFLs-sparisjóðs að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2927-/2013 til Hæstaréttar til þess að fá úr því skorið hvort að umtalsverðar upphæðir gætu orðið til í samfélagssjóði.

Ef lánin dæmast ólögleg þá rennur samfélagssjóðurinn sem reiknaður er sem hluti af óráðstöfuðu eigin fé til byggðalaganna skv. lögum sparisjóðsins um samfélagssjóð.

Leitað verði til Innanríkisráðuneytisins til að tryggja rétta málsmeðferð og hlut byggðarlaganna m.t.t. ætlaðs samfélagssjóðs.

Fundi slitið.